Fréttablaðið - 05.03.2011, Page 102

Fréttablaðið - 05.03.2011, Page 102
5. mars 2011 LAUGARDAGUR70PERSÓNAN „Þetta er auðvitað lygilegt,“ segir leikarinn Karl Ágúst Úlfsson. Fjögur hundraðasti þáttur Spaugstofunnar verður sýndur á Stöð 2 í kvöld. Þættirnir hófust í Ríkissjónvarpinu árið 1985 og hafa verið sýndir við miklar vinsældir allar götur síðan, eða í 26 ár. „Upp- haflega, þegar við gerðum samn- ing um að gera vikulega frétta- þætti, réði Hrafn Gunnlaugsson, þáverandi dagskrárstjóri, okkur til að gera fjóra þætti til reynslu. Hann sagði að ef þeir virkuðu væri hann til í að framlengja samning- inn. Núna eru þeir sem sagt orðnir fjögur hundruð,“ segir Karl Ágúst. Þátturinn í kvöld verður með örlítið breyttu sniði en undan farið. „Við búum okkur til verðlaunaaf- hendingu sem minnir kannski á Óskarinn eða Edduna. En við erum kannski að verðlauna fyrir aðra hluti en á þeim ágætu hátíðum.“ Aðspurður segir hann að veturinn hjá nýjum vinnuveitanda hafi gengið með ólíkindum vel. „Við erum mjög ánægðir og það var tekið mjög vel á móti okkur á nýjum vinnustað.“ Hann segir áhorfið einnig mjög viðunandi, að því hann best veit. Fjórir þættir eru eftir af Spaug- stofunni á þessum vetri. Karl Ágúst og félagar fara í frí í lok mars en snúa aftur á skjáinn næsta haust, enda undirrituðu þeir tveggja ára samning við Stöð 2 í fyrra. - fb Lygilegt langlífi Spaugstofunnar 400 ÞÆTTIR Spaugstofan sýnir 400. þátt sinn á Stöð 2 í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hallgrímur Hansen Aldur: Fertug- ur … Lífið byrjar þá. Starf: Allt. Þegar maður finnur ánægju í leiðinlegu vinnunni getur maður valið skemmtilegu vinnuna. Fjölskylda: Ég kem fram við alla eins og bræður mína og systur. En ég elska mömmu mína. Búseta: Þar sem ég halla höfði mínu, þar á ég heima. Stjörnumerki: Ég er krabbi í evrópska, en hundur í kínverska. Sem er fyndið því ég á hund. Halli Hansen varð óvænt andlit rúmenska vodkans Stalinskaya í vikunni. „Það er ánægjulegt að sjá þenn- an áhuga á bæði RÚV og frétta- stofunni. En þetta lýsir jafnframt atvinnuástandinu,“ segir Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV. Ríkissjónvarpið auglýsti á dög- unum nokkrar afleysingastöður á fréttastofunni. Alls bárust 393 umsóknir um 5-7 stöður í Efsta- leiti og 16 umsóknir um eina stöðu á Akureyri. „Þetta kom skemmti- lega á óvart,“ segir Óðinn, sem segir mikið af flottum umsóknum hafa borist frá vel menntuðu og áhugaverðu fólki. Af þessum fjögur hundruð umsækjendum voru á milli 20-30 boðaðir í viðtöl og þrettán þeirra fengu svo að þreyta stíft frétta- mannapróf. Búið er að ganga frá ráðningum á þremur fréttamönn- um og býst Óðinn við að ganga frá því sem á vantar eftir helgi. Snæfríður Ingadóttir, sem meðal annars hefur starfað á DV, Frétta- blaðinu og Skjá einum, var ráðin sem fréttamaður á Akureyri og Morgunblaðsmennirnir fyrrver- andi Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Dagur Gunnarsson munu hefja störf í höfuðborginni innan tíðar. „Það er augljóslega margt ungt fólk að leita eftir áhugaverðu starfi. Því miður höfum við ekki pláss fyrir fleiri að sinni,“ segir Óðinn. - hdm Fjögur hundruð vilja vera fréttamenn á RÚV NÝ ANDLIT Á SKJÁNUM Þau Snæfríður Inga- dóttir og Jóhann Bjarni Kolbeinsson koma til starfa á fréttastofu Ríkis- sjónvarpsins. „Viðtökurnar hafa verið yndis- legar. Það er rosalega gaman að syngja fyrir eldra fólk,“ segir tón- listarmaðurinn Svavar Knútur. Svavar Knútur gaf út plöt- una Amma í fyrra. Á henni flyt- ur hann gamlar perlur sem hann hefur tekið ástfóstri við, en platan er tileinkuð ömmum hans. Svavar hefur fylgt plötunni eftir í félags- miðstöðvum eldri borgara víða um land og verið vel tekið. „Það er svo mikil æskudýrkun í sam- félaginu,“ segir Svavar ákveðinn. „Fólk hangir á að eina fólkið sem eigi að fá tónlist og menningu sé ungt fólk. Það eru hópar af eldri borgurum sem vilja fá tónlist. Það er gaman að teygja sig til þessa hóps sem hefur verið vanræktur af yngri kynslóðinni.“ Svavar segist fá mikið út úr því að spila fyrir eldri borgara og játar að hafa fengið sérstak- ar gjafir frá grúppíunum. „Það sem er skemmtilegt þegar maður er farinn að njóta ömmuhylli, þá fyllast þær ömmubarnaást,“ segir hann. „Ég hef verið að grínast með að Friðrik Dór fái örugglega G- strengi upp á svið, en ég fæ lopa- peysur. Þetta er heill heimur sem ég er að uppgötva – alveg æðislegt fólk, opið og skemmtilegt. Alltaf til í að taka vel á móti manni. Ég held að það hafi allir rosalega gott af því að umgangast eldri borgara.“ Spurður hvort gömlu karlarnir séu afbrýðisamir og gruni hann jafnvel um að einoka kvenhyllina segist Svavar aðeins einu sinni hafa lent í því að hindra gamlan mann. „Það var svolítið viðkvæmt, en endaði vel. Allir voru kátir á eftir,“ segir Svavar léttur. „Ann- ars eru karlarnir hressir. Þeir eru alltaf aðeins færri, enda deyja þeir fyrr. Konurnar eru margar miðað við karlana, þannig að þeir hafa nóg fyrir sig – eru eins og hanar í hænsnakofa.“ Svavar segir að samfélagið sé gegnumsýrt af fordómum gagn- vart eldra fólki, en hann segir að ótti fólks við að eldast sé ástæðu- laus. „Þetta fólk er ekki síður með lifandi og skemmtilegt tilfinninga- líf og er gratt. Það er allt í gangi!“ Svavar áréttar að hann sé ekki hættur að spila fyrir yngra fólk, heldur vilji hann einfaldlega ná til fjölbreyttra hópa. „Eldri borgar- ar eru hluti af fólkinu sem ég vil syngja fyrir,“ segir hann. „Maður á ekki að vanrækja þá. Það er ótrú- lega gaman að mæta til þeirra og syngja.“ Svavar Knútur kemur fram á Akranesi á mánudag og er svo á leiðinni í tónleikaferðalag til Þýskalands og Frakklands. atlifannar@frettabladid.is SVAVAR KNÚTUR: GAMAN AÐ SYNGJA FYRIR ELDRI BORGARA Fékk lopapeysu upp á svið frá aldraðri grúppíu PEYSUR Í STAÐ G-STRENGJA Svavar Knútur í lopapeysu sem hann fékk gefins frá ömmu sem heillaðist upp úr skónum þegar hún sá hann syngja. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS Mið 9.3. Kl. 19:00 Lau 12.3. Kl. 19:00 Mið 16.3. Kl. 19:00 Fim 17.3. Kl. 19:00 Lau 26.3. Kl. 19:00 Fim 31.3. Kl. 19:00 Síð.sýn. Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Sun 6.3. Kl. 13:30 Sun 6.3. Kl. 15:00 Sun 13.3. Kl. 13:30 Sun 13.3. Kl. 15:00 Sun 20.3. Kl. 13:30 Sun 20.3. Kl. 15:00 Sun 27.3. Kl. 13:30 Sun 27.3. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Allir synir mínir (Stóra sviðið) Sun 6.3. Kl. 14:00 Sun 6.3. Kl. 17:00 Sun 13.3. Kl. 14:00 Sun 13.3. Kl. 17:00 Sun 20.3. Kl. 14:00 Sun 20.3. Kl. 17:00 Sun 27.3. Kl. 14:00 Sun 27.3. Kl. 17:00 Sun 3.4. Kl. 14:00 Sun 3.4. Kl. 17:00 Sun 10.4. Kl. 14:00 Sun 10.4. Kl. 17:00 Sun 17.4. Kl. 14:00 Sun 17.4. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Ö Lau 5.3. Kl. 20:00 2. sýn Fös 11.3. Kl. 20:00 3. sýn Fös 18.3. Kl. 20:00 4. sýn Lau 19.3. Kl. 20:00 5. sýn Fim 24.3. Kl. 20:00 6. sýn Fös 25.3. Kl. 20:00 7. sýn Fös 1.4. Kl. 20:00 Ö Brák (Kúlan) Fös 4.3. Kl. 20:00 Fös 18.3. Kl. 20:00 Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Fim 10.3. Kl. 20:00 Frums. Fös 11.3. Kl. 20:00 Sun 13.3. Kl. 20:00 Lau 19.3. Kl. 20:00 Sun 20.3. Kl. 20:00 Fim 24.3. Kl. 20:00 Aukas. Fös 25.3. Kl. 20:00 Sun 27.3. Kl. 20:00 Mið 30.3. Kl. 20:00 Hedda Gabler (Kassinn) U U Ö U Ö U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö U U „GRÍÐARLEGA ÁHRIFAMIKIL“ Kolbrún Bergþórsdótt ir / Kiljan Heildarlisti 23.02. - 01.03.11 2. prentun væntanleg FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.