Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 12
6 400 ára afmœli ensku biblíunnar. Á þessu ári eru liðin fjögur hundruð ár síÖan biblían var fyrst gefin út á ensku. Er þess blessunarríka atburðar í sögu enskra þjóða minst með hátiðahaldi viða. Sú saga er sögS af Victoríu drotningu, aÖ hún svaraði “biblían”, þá er austurlenzkur ríkishöfðingi lét spyi'ja hana, hverju hinn mikli viðgangur Bretaveldis væri að þakka. Maður sá, er verkfæri var í hendi Guðs til þess að þýða á ensku heilaga ritningu og koma henni á prent árið 1525, var mik- ilmennið William Tindale. Svo sem kunnugt er, er gamla testamentið frumsamið á hebr- esku, en nýja testamentið á grísku. Fram að dögum Tindales var biblian ekki til á Englandi öðruvísi en í latneskri þýðingu eftir HSerónýmus kirkjuföður, og var jafnvel sú latneska þýðing að eins á fárra manna færi. í handriti var og til ensk þýðing, er John Wycliffe hafði gjört, en það handrit komst aldrei á prent og varð að litlum notum. William Tindale er fæddur í Gloucestershire á Englandi árið 1484. Hefir þá verið árinu yngri en Lúter, og tveimur árttm fyr en Tyndale vann Lúter þaö afréksverk, að þýða ritninguna á tungu sinnar þjóðar og koma henni á prent (1523J. Var Lúter Tindale hjálpsamur á margan hátt og hafði Tindale tekið Lúter sér til fvrirmyndar í siðbótar-stríðinu. Tindale stundaði nám við Okford og lauk þar prófi þá er hann var 24 ára. Þaðan fór hann til Cambridge háskóla, til þess að njóta tilsagnar liins lærða Erasmuss frá Rotterdam, er mestur var fræðimaður þeirra tiða og nú hafðist við um hríð í Cambridge og flutti fyrirlestra við háskólann. Hafði Erasmus þá lokið end- urskoðun gríska testamentisins. Þó ekki tæki Erasmus ákveðinn þátt í siðbótarhreyfingunni og Lúter kærði hann um hálfvelgju, hafði þó starf hans mikla þýðingu fyrir siðbótina. Erasmus var lærifaðir Tindales. Það var í Englandi sem annars staðar um þær mundir, að trú- arlíf manna var næsta bágborið. Kennimenn voru fáfróðir og sið- spiltir; alþýða hjátrúarfull og ofurseld ánauð klerkdómsins. Tin- dale ofbauð ástandið. Hann sá engan veg til þess að bæta úr því, annan en þann, að veita þjóðinni aðgang að Guðs orði. Hann einsetti sér þvi, að þýða biblíuna á ensku og nota prentlistina ný- fundnu til þess að útbreiða hana. Er William Tindale hafði lokið námi við Oxford og Cam-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.