Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1925, Síða 13

Sameiningin - 01.01.1925, Síða 13
bridge, fékk hann stöðu sem húsprestur og kennari á hof'Öingja- setri einu. Fljótt komst hann aÖ raun um, aö gatan ætti ekki aö verða greiðfær. Siðbóta-hugsjónir hans fengu ekki byr. Bisk- uparnir og prestarnir skoðuöu hann óvin sinn og vildu gera hann rækan. Tók Tindale þá það ráö, að þýða á ens'ku nokkur rit eftir Erasmus lærÖa um svívirðilegan lifnað prestanna. Höfðu rit þau verið samain á latinui og voru fyrir því óþekt hjá alþýðu og gátu ekki unniö klerkum mein. Gegn þessu dirföust prestahöfðingjarn- ir ekki að mæla, og mátti nú Tindale vera öruggur um sig þar í heimahögum. En hann vissi engin ráð til þess að koma áformum sínum á framfæri þar. Afréð hann þá að halda í Drottins nafni til höfuöstaöarins og leita fulltingis biskupsins í Lundúnum. En þar fékk hann enga áheyrn og hvergi á Englandi annars staðar. Afarð hann þess þá fullvís, að til þess að geta oröið velgerðamaður þjóðar sinnar, þá yrði hann að yfirgefa ættjörö sína og vera í út- legð alla æfi. Var það ekki litil fórn, en hann færði hana fúslega af ást til Guðs. Eftir þetta dvaldi Tindale á meginlandi Norður- álfu hingaö og þangað og hafði sér til viðurværis fjárupphæö, sem nemur sem næst einum dollar á vi'ku, sem mannvinur að nafni Humphrey Monmouth sá honum fyrir. En hann gafst ekki upp þar til hann hafði lokið æfistarfi sínu — þýtt nýja testamentið á enska tungu, og komið því á prent. Þessari nýju bók fékk hann komiö til Eglands á laun. Biblían var þá ‘‘forboðin” bók, bæði af ríkisstjórn og kirkju. Áhrif nýja testamentisins komu fljótt i ijós. Allir, sem læsir voru, voru fengnir til þess að lesa fyrir þá ólæsu, og voru þeir miklu fleiri, og alþjóö varð hugfangin af lestr- inum. á hinn bóginn fyltist kóngurinn og klerkar hans mikilli reiði. Lundúna-biskup boðaði almenna prestastefnu, til þess að ræða um það, hvernig koma mætti vogesti þessum fyrir kattarnef. Lagði þar einbver þaö ráð á, að eldurinn geymdi biblíuna bezt. Félst biskup á þaö, lagði til ærið fé og fék'k keypt alt upplagið. Voru bækurnar svo brendar með hátíðlegri athöfn í Páls kirkj- unni miklu. En skamma stund varð þar hönd höggi fegin. Raunar varð þetta tiltæki kóngs og biskups til blessunar. Fénu, sem biskupinn borgaði fyrir útgáfuna, er hann lét brenda, var varið til nýrrar útgáfu, og hafði Tindale endurbætt hana, svo hún var hinni fyrri miklu ágætari. Barst þessi endurbætta útgáfa brátt til Englands, og hvernig sem reynt var að stemma stigu fyrir útbreiðslu hennar, varð það árangurslaust. En þó þeir ekki gætu varnað því, að biblían útbreiddist,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.