Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1925, Page 15

Sameiningin - 01.01.1925, Page 15
9 ameríslvum kirkjum til minningar urn þa<5, aö einmitt á þeim degi eru liÖin rétt ioo ár frá því skipiö “Restaurationen” lagÖi af stað frá Stavanger meö fyrsta hóp norskra innflytjenda, er fyrstu ný- lendu stofnaði í Ameríku. Að sönnu hafði slæðingur Norð- manna komiö fyr, og' nokkrir Norðmenn voru í liði Washingtons í frelsisstríðinu. En verulegt landnám þeirra hófst ekki fyr en með “stóra hópnum” 1825. Norskir innflytjendur settust ekki aö í borgum landsins,. heldur héldu út á landsbygðina. Þeir lögðu undir sig hið frjó- sama land Mississippi-dalsíns og síðar Rauðárdalinn. Þeir eign- uðust frjósamasta akuryrkjuland Bandaríkja. Komust þeir fljótt í góð efni og eru norskir bændur yfirleitt ríkir. . Norðmenn hafa verið viöurkendir með allra nýtustu borgurum landsins. Betur þóttu þeir að sér en flestir aörir innflytjendur. Þeir voru kristn- ir menn, uppaldir í lúterskri kirkju. Trúarlirögð sín fluttu þeir með sér og hafa haldið vel trú sína. Hvar sem hópur Norð- manna settist að, var myndaður söfnuður tafarlaust, og reist kirkja svo fljótt, sem unt var. Er þeirra kirkjulíf í miklum blóma. þó nú sé ensk tunga töluð 'í flestum kirkjum þeirra. Skól- ar Norðmanna hafa veriö margir og sumir ágætir. Hafa þeir lagt hina mestu rækt við mentamál sín. Margir menn af norsk- um ættum hafa oröið þjóðkunnir menn og gegnt sumurn vanda- mestu trúnaðarstöðum þjóðfélagsins. Með hátíðarhaldinu í sumar hafa Norðmenn það tvent fyrir augum, aff heiðra minningu feðra sinna, brautryðjendanna hraustu, og rifja upp sögu sína á liðinni öld, og aff sýna hérlend- um samborgurum sínum nokkur rnerki þess, hvert gildi norræn menning hefir haft fyrir þjóðlífið ameríska. 50 ára bygð Islendinga í Vesturheimi. Á þessu ári eru liðin fimtíu ár, síðan elztu nýlendur íslendinga voru stofnaðar. Að sönnu hófst landnámið nokkru fyr, um 1870. Smá-nýlendur voru stofnaðar í Wisconsin og Nebraska innan Bandaríkja og í Ontario í Canada á árunurn 1870—1875. En j)ær bygðir lögöust niöur að mestu eða öllu leyti. Allra fyrst komu íslendingar ti! Milwaukee, Wis., og enn er einstaka íslend- ing að finna í þeirri borg. Nýlendan á Washington-eyjunni í Michigan-vatni. er enn við lýði, og er elzt þeirra bygða, sem nú eru, stofnuð 1872. Af aðal-bygðum Ísléndinga hér í álfu verða þrjár fimtugar

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.