Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.01.1925, Side 16

Sameiningin - 01.01.1925, Side 16
10 á þessu ári: Minnesota, Wjnnipeg og Nýja ísland. Árit5 1875 tók íslenzkt fólk sér bólfestu á öllum þessum stöSum og hafa þær bygðir haldist síÖan. Ekki vitum vér, i hverri bygðinni íslend- ingur festi sér fyrst land. En kunnugt er oss um þaö, aÖ þaÖ var 4. júlí 1875, að Gunnlaugur Pétursson frá Hákonarstööum í Vopnafirði nam land 'í Lyon County, Minnesota, á bökkum Yellow Medicine-árinnar. Nefndi hann bæ sinn Hákonarstaði •og bjó þar til dauðadags. Var hann fyrstur landnemi í Minne- sota, íslenzkur. Kom þangað frá Dane Co. i Wisconsin, með konu og tvö börn ung. Drógu uxar fólk og farangur og gengu þrjár vikur í þá ferð. Sá maður, sem foringi var þeirra, er námu Nýja Island, og telja má föður þeirrar bygðar og raunar bygðarinnar íslenzku i Winnipeg líka, var Sigtryggur Jónasson. Er hann enn á lífi, einn hinna fáu landnámsmanna, sem nú eru ofan moldar. Skyldi hon- um hverskonar sómi sýndur þetta júbíl-ár. Ekki er ólíklegt, að á þessu ári rifji menn upp gamlar land- námssögur sínar, og mætti það vel verða til þess að aúka samúð og gleði hjá börnum landnemanna. Mörgum þykir ef til vill fróðlegt að vita, hversu margir íslendingar séu búsettir í Ameríku. Opinberar skýrslur höf- um vér ekki um tölu íslendinga í Bandaríkjum. Lætur að lík- indum nærri, að þeir séu 5,000, þegar taldir eru þeir, sem fæddir eru þar i landi af íslenzku foreldri. Um tölu Islendinga í Canada er öðru máli að gegna. Þar höfum vér nákvæma skýrslu frá hagstofu Canad'a-stjórnar. Manntal 'í Canada var síðast telíið árið 1921. Voru það ár í Canada 7,135, þeir er fæddir voru á íslandi og 8,741, þeir er í Canada voru fæddir af íslenzku foreldri, eða samtals 15,876. 1 Winnipeg voru Islendingar árið 1921, innfluttir og innfæddir, 2,273 tölu. Eftirtektarvert er það, að þegar skýrslan var samin nú fyrir fjórum árurn, eru þeir, sem þá voru á lífi af þeim, sem fluttu inn 'í landið frá íslandi, orðnir miklu færri en hinir, sem í landinu eru fæddir. Með hverju ári fækkar óðurn þeim, sem fæddir eru á íslandi. En börnin og barnabörnin eiga að halda á lofti minningu þeirra.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.