Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.01.1925, Side 22

Sameiningin - 01.01.1925, Side 22
16 yegna um, aS hegöa yöur svo sem samboSið er kölluninni, sem þér voruS kallaSir meS." Menn mega ekki syndga gegn líkama sínum, því aS líkami þeirra er musteri GuSs. Þeir eiga aS tala sannleika hver viS annan, þvi að þeir eru hver annars limir. Þeir eiga aS vera gjafmildir, af því aS Kristur þeirra vegna gjörSist ,fátækur. Þeir eiga ekki að gjöra neitt af eigingirni eSa hégómadýrS, heldur aS umgangast hver annan meS lítillæti, af því aSí Kristur tók á sig þjónsmynd og var hlýSinn alt fram í dauSa. Fyrst er sýnin, svo er starfiS; fyrst sannleikurinn, síSan skyldan; fyrst GuS, og siSan hlýSni viS hann. Páll þekkir ekki haldgott siSferSi, annaS en þaS, sem sprottiS er af trúnni. Öldin okkar er ekki trúuS. Mannfjöldinn hugsar ekki um GuS. Aldarbörnin grufla mikiS um heimsöfl og náttúrulög, en um samneyti persónulegt viS skaparann finst þeim litlu máli skifta. Þau vilja ekki láta Drottin ónáSa sig. ÞaS er eins og þeim finnist skaparinn vera ÓnauSsýnleg tilgáta. Breytiþróunarkenningin er mörgum kærkomin fyrir þá sök, aS þeim virSist hún kveða niSur guSstrúna. ÞaS er eins og sú/ löngun eða tilhneiging liggi afar- víSa í loftinu, aS vilja láta GuS hafa sem allra minst aS ,gjöra. Fólk, sem aS nafninu til er' trúrækiS, er oft og tíSum trúarsnautt í hjarta. Trúarfélögin gefa sig meir og meir viS mannúSarstarfsem- inni. Áhuginn er meiri i umbóta-störfum ífyrir borgina, heldur en í samneytinu viS GuS. Félagsleg starfsemi og rekistetna veitir mönnum nieiri ánægju, heldur en tilbeiSslan. Og afleiSingarnar leyna sér ekki. BænariSkanir í heimahúsum hafa lagst niSur aS mestu, eSa menn þola þær eins og einhverja þrey.tandi siövenju. í opinberum guösþjónustum hefir tilfinningar-krafturinn gengið til þurSar. Andheitir sálmar fkólna viö kirkjusönginn; þakkargjöröin kemur ekki sjálfkrafa frá hjartanu. Einkenni þaö hiS kirkjulega, sem mest ber á, er dáöleysi hennar á þeim sviSum, þar sem mest er þörfin á afreksverkunum. Smámunum er sint meS talsverðum árangri, en þaS liggur ógjört, sem meiru varSar. Stéttarígur, viS- sjár meS mannflokkum eSa kynkvíslum, eldur á milli þjóöa. þetta eru þeir óhreinu andar, sein spilla' lífi mannkynsins, og kirkjan get- ur ekki rekið þá út. ÞaS kyniS víkur ekki fyrir öSru en trúnni. A stórum svæðum í mannfélaginu er siSferSiS í hrörnan, af því aS undirstöSurnar trúarlegu hafa gefiS sig. Ekkert nema trúin getur frelsaS mannkyniö frá tortíming. Batavon heimsins liggur í trúnni. Mánnkynið vanhagar ekki eins mikiS um neitt á vorri tíS, eins og um trú. Og enginn getur komið öSrum til hjálpar, trúarlega, nema hann sé sjálfur trúaSur. ViS þurfum Páls viS. Hann var háfleyg- ur og göfugur i trúnni; hann var menskur í hverri taug, náinn i umgengni, bæSi viS GuS og menn; þjónaSi mönnunum á allan hátt, eftir því sem í hans valdi stóð; taldi hug í þá meS trúnni, gladdi þá meS voninni, lífgaöi þá meö kærleikanum, af þvi aS lif hans var meS Kristi i Guöi. G. G.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.