Sameiningin - 01.01.1925, Blaðsíða 25
19
“Við vildum einungis sýna dýrlingum nýja testamentisins þeim mun
meiri virðingu.” '
“ViS!” hrópaði postulinn. “HvaSa vit hefir’ þú á þessu? ÞaS
geröist alt mörg.um öldum á‘Sur en nokkrum datt þú 1 hug.”
“Nú, eg ætlaSi einungis aö segja—”
“Þú þarft þess ekki. Hér gilda engar útskýringar. En tiltu
þér þarna niöur innan viö 'hliöiö; eg skal sinna þér seinna. Eg sé
hvar Engill Dauöans kemur nú meö einhvern, sem sækir um inn-
göngu hér.”
Eg kom mér fyrir, þar sem sæll postulinn haföi vísað mér, og
veitti nákvæma eftirtekt því, sem frant fór.
Heilagur Pétur lagaði höfuöfat sitt og opnaöi hliðið upp á gátt.
Þá gullu lúöurhljóö og englakór dýrlegri, en menn geta gert sér í
hugarlund, sveif niöur strætiö mikla og tók viö af svipblíðum engli
Dauöans undrunarfyltri, uppljómaðri sál ungrar konu. Engin
spurning var fyrir hana lögð, engin biö, jafnvel postulinn lýsti bless-
aninni í hálfum hljóðum. Englakórinn hóf gleöisöng og flaug til
hæðanna með sálina nýkomnu.
Og postulinn sneri sér viö og skelti aftur hliðinu rétt í andlitið-
á tígulegum herramanni, sem verið hafði á hælum Dauða-cngilsins.
“En, heilagi faðir,” sagði eg, “þessi stúlka—!”
“Já, hvað er um hana?”
“Eg þekti til hennar í New York,” svaraði eg, “og ■— ja —”
fMér gekk illa að koma orðum að þvíj. —■ “Hún var ekki beinlínis
sem maður segir—segir—heiðarleg. Raunar alt annað en heiðarleg,
satt að segja.”
“Þaö sannar það,” svarar heilagur Pétur, “að þú hefir einungis
þekt til hennar, en alls ekki þekt hana.”
“En herramaðurinn,” andæfði eg, “veiztu hver hann er ?”
“Þvi hefi eg nú gleymt í svipinn,” svaraði postulinn.
“Nú, hann var frábær kirkjumaður, og einhver, okkar allra virðu-
legasti mannúðarmaður. Það var hann, sem reisti dómkirkjuna á
Hroka-stræti.”
“Ekki öðruvísi! Eg sinni honum seinna.”
“En stúlkan ■—■ sennilega—”
“Sonur minn,” tókur Pétur fram í hörkulega. “hefir þú aldrei
lesið guðspjöllin ?”
Mér var nóg boðið, en eg stilti mig þó og svaraði: “Jú, heilagi
faðir, auðvitað hefi eg lesið guðspjöllin.”
“Jæja, lestu þau á ný, sérstaklega þann kapítula, þar sem þessi
orð standa: “Sannlega segi eg yður, að tollheimtumenn og skækjur
skulu inn ganga í Guðs ríki á undan yður.”
Eg auðmýktist við þetta og sat þegjandi um stund. Þá heyri eg
hvarvetna um borgina himnesku kveða við dásamleg fagnaðaróp.
“Seg mér, heilagi faðir, hvað fagnaðaróp þessi boða,” mælti eg
og varð því feginn, að breyta umtalsefni.