Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.01.1925, Side 26

Sameiningin - 01.01.1925, Side 26
‘2tí “Gleöi niun veröa á himnum yíir einum syndara, sem bætir ráö sitt,” svaraöi heilagur Pétur þurlega. “Viö heyrum þetta stöku sinnum.” Gleðisöngurinn dó út í íjarska, en aftur á móti dundu nú höggin títt á perluhliðið. Hliöavörður stakk höfðinu út um vindauga snöggvast, sneri sér svo að mér, og mér fanst sem gletnisglampi væri í augum hans. Hann segir: “Engill Dauðans er enn kominn með umsækjanda um inngöngu hér. Afsakaðu mig stutta stund.” Hann stakk höfðinu aftur út um vindaugað og átti samtal, sem eg ekki heyrði, við einhvern úti. Á sömu stundu sveif til mín lít- ill engill, undur vingj arnlegur, og settist hjá mér. “Þegar vel liggur á blessuöum Pétri,” mælti hann, “þá er hann meö afbrigðum kurteis.” “Ykkur’þykir þá öllum vænt um hann hér,” sagði eg við litla engilinn, sem mér fanst eg gjörþekkja eins og mann, sem eg hefði verið handgenginn alla æfi. “Þú skilur þaö,” svaraði liann, “að alt sem okkur englunum ber að gera, er að hlýða. Það er okkar æðsta skylda og gleði. Svo samkomulagið við hann er æfinlega ástúðlegt. En sumir dýrliuganna verða stundum fyrir ónotum fyrst þegar þeir koma. Syndarar verða heldur en ekki fyrir barði hans. En þó stundum sé hann hálf-hrana- legur á yfirborði, þá er hjartaö viðkvæmt. Hann var einu sinni sjálfur syndari niður á jörðinni, eins og þú veizt.” “Jú, eg hefi lesið um það í guðspjöllunum—”, byrjaði eg — “Shish!” hvíslaði litli vingjarnlegi engillinn. “Honum er ekki um það gefið, að hann sé mintur á það. Ef hann heyrði það, er ekki ómögulegt, að hann kynni að láta þig hipja þig héðan án mik- illar viðhafnar.” “Ekki vil eg það,” svaraði eg. “Og ekki eg heldur,” mælti engillinn, og bætti við eins og til að bæta fyrir einhverja ávirðingu: “Það er notalegt hér. Finst þér það ekki ?” Til allrar hamingju hafði heilagur Pétur ekki heyrt til okkar. Nú kom liann aftur til okkar og heilsaði vingjarnlega englinum litla með góðmótlegu brosi. “Veiztu hver þetta er?” spyr hann mig skyndilega. “Ónei, heilagi faðir, en hann hefir verið svo undur ástúðlegur í minn garð—” “Auðvitað hefir hann verið ástúðlegur,” tók heilagur Pétur fram í. “Þetta er Verndarengill þinn.” Með það sama gekk hann aftur til dyra og hélt áfram að rökræða við Engil Dauðans. Eg leit til félaga míns með aukinni athygli: “Ert þú sannar- lega minn —” “Já, sannarlega,” svaraði hann, og eg gat ekki betur séð, en að hann roðnaði hálf-vandræðalega.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.