Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1925, Síða 28

Sameiningin - 01.01.1925, Síða 28
 held eg hafi samt aldrei séö hana jafn-óþolinmóSa og i þetta sinn. Sennilega haföi hún nú verið látin bíða lengur, en hún nokkurn tíma haföi þurft að bíða fyr. “Er þetta postulinn Pétur?” spurði hún. Hve henni var þótta- svipur þessi eðlilegur og skipunin i röddinni lík sjálfri sér. “Svo á það að heita, frú mín,” svaraði hann, “en nákvæmara sagt: þjónn þeirra, er Guði þjóna.” Frúin virðulega varð hljóð í bili við þessa hógværu skýringu. “Eg er frú Mjallhvít Auðnan,” upplýsti hún svo náðarsamlega. “Mín er æran,” svaraði heilagur Pétur, “'og mætti eg spyrja—” “Þarf að spyrja?” segir frú Auðnan. “Skiljanlega er eg hingað komin til þess að flytja i höll þá,j sem mér er fyrirbúin. Senttilega hafið þér séð kvöldblaðið, eða réttara sagt, yður hefir verið tilkynt andlát mitt. Eg dó i morgun.” “Leyfið mér að samhryggjast yður,” sagði postulinn góðlátlega. “Þakka yður fyrir,” svaraði frú Auðnan með venjulegri hæ- versku. “Eg get fullvissað yður um það, að samh.rygð yðar er ekki út í hött. Eg rná segja yður það hreinskilnislega, Sánkti Pétur, að dauðann hefði ekki getað borið að á óhentugri tíð. Eg vissi ekki annað, en að eg væri stálhraust, og eg stóð í stórræðum. Eg bjóst við að ljúka þeirri sýslan eftir mánuð og hafði þegar keypt farbréf til Norðurálfu. Og ættingjar mínir voru á víð og dreif. Hann kom fyrirvaralaust. “Hann kemur oft fyrirvaralaust,” sagði postulinn. “Það var ónærgætilega gert, vægast talað,” hélt frú Auðnan á- fram, “sérstaklega þar sem eg hefi iíklega ofboðið sjálfri mér við það, að safna fé handa fátækum börnum í Norðurálfu.” “Já, það höfum við sannarlega metið við yður.” “Þið látið það í Ijós -á einkennilegan hátt, svo eg ekki segi meira. En eg hefi ávalt leitast við að beygja mig undir vilja for- sjónarinnar, og eg býst við, að það hafi verið að vilja forsjónarinn- ar gert, að láta mig deyja á svo óhentugum tíma- En að taka mig svona — úti á stræti — þar sem hvorki var læknir né prestur við — það var óvirðulegt!” “Já,” svaraði Pétur. “Eg óttast, að þér verðið að hlýða; við verðum öll að hlýða. Enginn ræður sínu dauðadægri né fær að velja sér dauðdaga. Mér féll það sjálfum þungt, að vera kallaður burt eiumitt þegar mér fanst, að nýfædd kirkjan þarfnast mín, og sízt af öllu kaus eg það, að vera krossfestur, með höfuðið til jarðar.” “Auðvitað ekki,” hrópaði frú Auðnan og lét sem sér þætti mikið koma til orða postulans. “Auðvitað var það alt sorglegt, en það er nú svo langt síðan.” “Þúsund ár eru sem einn dagttr,” segir postulinn. “Heyrið þér nú, Sánkti Pétur!” gall frú Auðnan við. “Verið þér ekki með þessi slagorð á svo alvarlegri stund. Engill Dauðans, sem var bæði kurteis og nærgætinn, eftir er slagið skall á mér og fór

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.