Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1925, Qupperneq 34

Sameiningin - 01.01.1925, Qupperneq 34
28 members) félagsins, og skulu þær einar hafa atkvæðisrétt á fundum. 2. MánaSar- (eða árs-) tillag meðlima slcal ákveðið með augalögum. 3. Hver sem vill, getur orðið heiðurs-meölimur félagsins meS því að borga $......á ári í félagssjóð. IV. grein.—Bmbættismenn og nefndir.— 1. Embættismenn félagsins skulu vera: forseti, vara-forseti, ritari og féhiröir, og skulu þeir: vera stjórnarnefnd félagsins. 2. Skulu embættismenn kosnir á ársfundi með seðlum án nefn- ingar. S'kulu þeir allir, nema féhirðir, vera kjörgengir að eins tvö ár í röð. 3. Skulu nefndir skipaðar eftir þörfum félagsins, og að ráö- stöfun þess með samþyktum á fundum. V. grein.—Skyldur embœtfismanna.— 1. Forseti stýrir fundum, og hefir eftirlit með öllu starfi fé- lagsins. 2. Vara-forseti stýrir fundum í fjarveru forseta, og aðstoðar forsetann, í því að efla vöxt og viðgang félagsins. 3. Ritari heldur gjörðabók yfir það, sem gjört er á fundum; heldur nákvæman lista yfir meðlimi félagsins, embættismenn og nefndir; sér um auglýsing funda, og geymir öll gögn, er sögu- lega þýðing kunna að hafa. 4. Féhirðir innheimtir gjöld, veitir móttöku gjöfum, og greiðir úr sjóði samkvæmt fyrirmælum félagsins. VI. grein.—Fundir.— 1. Ársfund sinn .heldur félagið .... janúar ár hvert. Leggja þá embættismenn fram skýrslur og reikninga fél. yfirskoðaða. 2. Reglulegir fundir skulu haldast í dhverjum mánuði, sam- kvæmt því sem aukalög ákveða, til þess að vinna að augnamiði því, sem tekið er fram í II. .grein þessara laga, og hagar félagið þeim þannig, að reglubundinn biblíulestur og trúboðsfræðsla fari fram á hverjum f.undi. 3. Aukafundi heldur félagið, þegar nauðsyn ber til, og opin- bera fundi, þegar því verður við komið, til þess að auka þekking almennings á trúboðsmálum. VII. grein.—Aukalög.— Félagið býr sér til aukalög eftir því sem nauðsyn krefur, en ekki mega þau koma í, bága við grundvallarlög þessi. VIII. —Lagabreyfingar.— Lögum þessum má breyta eða við þau auka á hverjmn reglu- legum fundi félagsins með þremur-fjórðu atkvæða þeirra, sem á fundi eru, þó því aö æins að tillaga um það hafi verið borin fram á næsta fundi á undan. Dagskrá reglidegra funda. 1. Sálmur og bænagjörö. 2. Gjörðabók lesin.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.