Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1925, Qupperneq 5

Sameiningin - 01.04.1925, Qupperneq 5
99 að þessi byrjaSa samvinna ætti að eiga -eitthvert verulegt á- framhald á friöartímum, ékki síður en styrjaldar, og þannig varð til það samband, er ber ofangreint nafn. Verkefnið varð fyrst og fremst að leitast við aS bæta úr þeirri margvíslegu eymd, sem af styrjöldinni miklu leiddi, einkum í NorSurálf- unni. Hefir mikiö og fagurt verk verið unnið í þessu tilliti öll árin, sem síðan eru li'Sin, og hefir starf lútersku kirkjunnar í þessu efni fengið viðurkenningu hina mestu t. d. hjá Herbert Hoover, sem eflaust stóð öllum Ameríkumönnum framar í því, að þekkja þarfir Norðurálfunnar að loknu stríðinu og kunna að meta gildi viðreisnarstarfs, sem þar var unnið. í þessu starfi hefir fólk vort og kirkjufélag tekið ofurlítinn þátt á liðn- um árum. Frá ári til árs hefir veriS leitað eftir fjárframlög- um og það hefir borið nokkurn árangur, og kirkjuþing vor hafa. samþykt að halda áfram sambandi við bræður vora i þessu kristilega kærleiksstarfi. Umsjónarmenn starfsins 'hafa gefið nákvæmar skýrslur um ástandið eins og það er, og niðurstaðan hefir verið óhjákvæmileg, að starf þetta mætti ekki falla nið- ur. Þúsundir af bréfum hafa borist, er láta í ljós þakklæfi þeirra, sem notið hafa hjálpar. í lok síðastl. árs var ákveðið, að safna til starfsins $500,000 innan lútersku kirkjunnar x Ameríku. Á að verja því til hjálpar og kærleiksstarfs með 18 þjóðum. Einn fimti hluti á að ganga til líknarstarfs á Rúss- landi. Annar fimti hluti til hjálpar á itrúboðssviðum, sem styrj- öldin lék harðast með því að svifta þau styrk frá heimaþjóð- unum. Á Þýzkalandi á að verja $175,000. Afgangurinn geng- ur til svipaðs starfs með smærri þjóðum. Það er forðast að styrkja þá, sem á einhvern hátt geta hjálpað sér sjálfir. ÞaS eru munaðarleysingjar og hjálparvana ekkjur og gamalmenni, sem er verið að hugsa um. Einnig að koma til hjálpar kristi- legu starfi, sem annars hlyti að falla. Samróma er vitnisbui'ð- ur þeirra, sem bezt þekkja til um þörfina. Á vorri tíð er mik- ið hugsað og talaS um einingu innan kristninnar, og eining í kærleiksstarfi ætti þá ekki. sízt aS vera metin.—Féhirðir kirkju- félags vors veitir viðtöku öllu, sem kynni að vera Iagt til þess- arar fögru starfsemi . K. K. 0.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.