Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1925, Side 7

Sameiningin - 01.04.1925, Side 7
101 En megum viÖ ekki líka vona þaÖ, að komin séu sumarmál í andlegu lífi og öllu félagslífi? Er ekki óvildar-veturinn kaldi liðinn? Er ekki aö leysa og vora i sálum mannanna? Hvaða gagn væri okkur af sumri úti, ef kalt er inni? Gef þú, góði Guð, sálum barna þinna hlýtt og blessað sumar. B. B. J. Það veröur ekki ofsögum sagt af hreyfingunni, sem nú er nærri því alls staðar í kirkjunni — og ekki sízt lútersku kirkj- unni í þá átt, að koma á samkomulagi og sameining. Svo langt gengur, að maður getur naumast fylgst með þeim tíðind- um, hvernig sem maður reynir að lesa og lesa. Óefað er hreyf- ing þessi eftirtektarverðasti atburðurinn í samtíðar-sögu kirkj- unnar alment. Þeir viðburðir gerast nú árlega, sem fyrir nokkrum árum hefði talist til kraftaverka. Hvort sem manni geðjast vel eða illa að hreyfingunni, verður að taka hana til greina. Ekki er það vandalaust, að skapa sjálfum sér . sjálf- stæða skoðun á þessu máli, svo margt sem til er fært með1 og mót af mætum mönnum, og mikil þekking útheimtist til þess að geta dæmt um það með sanngirni. Það lítur svo út nú, að þessi hreyfing ætli sér ekki að ganga fram hjá okþur íslendingum. Það er farið að ræða um þaS á mannfundum og rita um það í dagblöðum, að allir ís- lenzkir kirkjumenn í landi hér ættu aS koma sér fyrir undir sama þaki. Einingar-hugsjónin kristilega er svo hugnæm, aS manni getur ekki annað en þótt vænt um sérhverja einlæga viðleitni í þá átt. En er um þetta ræðir, koma svo mörg atriði til greina, að varlega verður að fara. ASal-atriði málsins er ekki þaS, aS allir menn búi undir sama kirkju-þaki, heldur það, að undir 'hvaða þaki, sem menn búa, þá séu menn sameinaðir í anda, — anda Krists. Á und- an allri sameining verður að ganga einlæg velvild milli manna og sameiginleg löngun til þess eins, að efla Guðs ríki hver hjá öSrum.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.