Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1925, Qupperneq 9

Sameiningin - 01.04.1925, Qupperneq 9
103 Kyrrahafsferð. Á síðasta sumri barst mér beiðni frá nefnd manna, er kosin var á almennum fundi íslendinga í Seattle, þess efnis, að eg heimsækti þá, ef unt væri, og dveldi hjá þeim um tíma í þvi augnamiði aö koma. þar á fót kirkjulegri starfsemi, ef undirtekt- irnar virtust gera það mögu'legt. Eg kyntist Islendingum í Seattle töluvert á ferð minni fyrir þremur árum, og sú viðkynn- ing meðal annars gerði mér örðugt fyrir að synja þessari beiðni, þó ástæður mínar væru þannig, að lítt hugsanlegt var fyrir mig að bæta á mig starfi. Eg vissi, að söfnuðurinn x Seattle, Elall- grímssöfnuður, hafði ekki undanfarandi getað haldið uppi starfi, og að ef eg neitaði að verða við þessari bón, yrði þaö vonbrigSi fyrir marga vini mína í söfnuðinum og marga kristindómsvini aðra þar í borg. Eór því fyrir mér sem oftar, að eg gaf vilyrði um það, sem mér var lítt mögulegt að framkvæma. Enda urSu erfiðleikar á að koma á efndunum. Eg gerði mér letigi vel von um, að geta lokiS ferðinni af fyrir hátíðir. Heimilisástæður, ó- umflýjanleg ferðalög og störf gerðu þaS þó óhugsandi. Þá ásetti eg mér fastlega, að láta verða af ferðinni strax eftir nýár. En þá barst mér rétt fyrir jóJin köllun frá söfnuðunum í Argyle, og hlaut eg að afgreiða þá köllun áður en eg gat hugsað til ferðar. Þannig drógst tíminn þar til í lok janúar. Þann 28. þess mánaSar reif eg mig upp frá öllu starfi hér eystra, og lagði af stað vestur að Kyrrahafi. Aldrei hefi eg orðiS var við, að eg væri gæddur neinum þeim dulrænum hæfileikum, sem. einkendu ömmubróður minn, Þorleif í Bjarnarhöfn, en sjaldan hefir mér fundist eins örðugt að leggja upp í ferð að heiman, eins og í þetta sinn. Og alt af á ferSinni vestur hvarflaði hugurinn að því, hvernig heimili mínu myndi farnast meðan eg væri í burtu. Það var einhver óhugur í mér í því sambandi, sem. eg ekki fékk við ráðið, en annars hneigist hugur minn vanalega lítið aö á- hyggjum. Eg gat um þetta í bréfi til konunnar minnar, er eg skrifaði á leiðinni vestur. En eitt það fyrsta, sem eg frétti að heiman, eftir aS vestur kom, var, aS heimili rnitt væri komið í sóttvörS, vegna þess að Sigrún litla, dóttir mín, lægi í skarlats- veiki. Þau veikindi fengu góðan enda, og engir fleiri veiktust. En hugboð mitt virðist hafa komið fram. Ferðin vestur var ekki viðburSarík. Eg ferSaðist með Gt. Northern lest, eins og fyrir þremur árum, og því bar fátt nýtt fyrir augu. Slétturnar í NorSur Dakota og Montana, voru að mestu

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.