Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1925, Side 25

Sameiningin - 01.04.1925, Side 25
119 sjóð, er nam nokkrum hundruöum dollara. Annaö kveðjusam- sæti var haldið í Glenboro næsta dag. Frá Baldur lögðu þau af stað fimtudaginn næstan á eftir, 16. apríl, alfarin frá Argyle, og hafði séra Friðrik þá þjónaö Argyle-söfnuðunum samfleytt í nærri 22 ár. f Winnipeg dvaldi séra Friðrik og fjölskylda hans þar til miðvikudaginn 22. apríl. Prédikaöi hann í kirkju Fyrsta lút- erska safnaöar sunnudags-kvöldið 19. apríl. En mánudags- kvöldið, 20. apríl, var kveðjusamsæti haldið í fundarsal kirkj- unnar. Gekst fyrir því forseti og framkvæmdarnefnd kirkju- félagsins. Settist þar við veizluborð um 230 manns. Ræður voru fluttar og söngvar sungnir. Stýrði forseti, séra K. K. Ólafsson, samkomunni. Fært var séra Friðrik aö gjöf gull-úr með gullfesti 0g blýanti. Voru það gripir góðir. Frú Hall- grímsson var gefinn blómvöndur. S'á, er séra Friðrik afhenti. gjöfina, bar fram ávarps-orð þau, er hér fara á eftir. í sam- komulok flutti séra Friðrik hugönæma ræðu og þakkaöi fyrir sig og sína. Séra Friðrik siglir frá New York 30. apríl. Dvelur hann nokkurn tíma í Kaupmannahöfn á heimleiö. Til Reykjavíkur býst hann við aö koma í lok maímánaðar. Honum og fjöl- skyldu hans fylgja blessunar-óskir allra Vestur-íslendinga. AVARP. Séra Friðrik Hallgrímsson! Þú hefir verið starfsmaður í kirkjufélagi voru á þriðja tug ára. Alla þá tíö hefir bú þjónað einu stærsta prestakallinu ís- lenzka vestan hafs af mikilli trúmensku, og hefir það starf þitt borið blessunarríkan ávöxt. í tuttugu ár samfleytt hefir þú gegnt skrifara-embætti i kirkjufélagi voru. Sú embættisfærsla þín hefir verið meö þeim hætti, að viðbrugðið er fyrir snildar sakir. Hafa oft hlað- ist á þig margskonar störf í þarfir félagsins og hefir þú leyst þau öll af hendi með mikilli vandvirkni. Allir þeir, sem meö þér hafa starfað í kirkjufélaginu, minn- ast með aödáun Ijúfmensku þinnar og þýðleik í samvinnu. Þú hefir í hvívetna verið skapbætir manna og kveikt ljós gleðinnar í félagsskap vorum. Slíkir menn, sem þú ert, eru alt of fáir, og megum vér varla við því, að missa þig úr vorum hóp. Nú hefir þér hlotnast sú .sæmd, að vera kvaddur til prests- embættis við dómkirkjuna í höfuðstaö íslands. Vér samfögn- um þér yfir þeirri sæmd og árnum þér Guðs blessunar í þeirri

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.