Sameiningin - 01.09.1925, Page 16
270
frábitnir allri umgengni viÖ heiöna menn, eins og ættmenn
þeirra á Gyðingalandi. Tarsus var verzlunarborg og víÖfræg
mentastöö, eins og sagt var áÖur. ÞangaÖ safnaðist fólk úr
öllum áttum. Páll, eins1 og aðrir GyÖingar í borginni, hlaut aÖ
hafa umgengni viÖ 'þann lýð; á gatnamótum og kauptorgum, á
samkomustöðum og i verzlunarlífinu. Og jafnvel þótt hann
væri elcki settur til menta i heiðnum skólum, þá gat ekki hjá því
farið, að unglingur svo gáfaður og mannblendinn, eins og hann
var, fengi all-glöggan skilning á hugsunarhætti heiðinna manna,
og yröi fyrir kynningar-áhrifum, sem síðar meir komu í góðar
þarfir við boðun trúarinnar. Og hver veit, nema Páll hafi
snemma kent í brjósti um óupplýstan og vegviltan heiðingja-
lýöinn i Tarsus; hafi geymt hjá sér von um aö geta einhvern
tíma leitt marga menn úr ihópi þeim til þekkingarinnar á sönnum
og heilögum Guði. Trúboðsáhuginn var ekki óþektur meðal
Gyðinga á þeirri tíð ("Matt. 23, 15J. Svo mikið er vist, aö Páll
var ekki ófyrirsynju til þess kiörinn aö boöa heiðingjum fagn-
aðarerindið. Og sjálfur segist hann hafa verið útvalinn til
þeirrar köllunar “frá móðurlífi” fGal. x, 15, 16.)
G. G.
Ungt hugsandi fólk,
Hvert ár flytur fjölda af ungu fólki að dyragættum sann-
leikans, þar sem það stendur a.ugliti til auglitis við það hlutverk,
að hugsa fyrir sig sjálft um ráðgátur lífsins og skyldur. ; Þetta
hlutverk getur enginn annar leyst af hendi fyrir það. Tilbúna
lífsskoðun má fara í eins og flík, án alva.rlegrar rannsóknar og
án baráttu við efasemdir og vafamál, en hún nær ekki valdi til
að endurnýja huga mannsins og skapa hjá honum þá ljósu sann-
færingu, sent verður að knýjandi reglu fyrir daglegri breytni.
Trúarbrögðin þurfa að vera raunveruleg í þeirri merkingu,
að þau sé í skynsamlegu samræmi við mat manns á verðmætum
lífsins', og mega aldrei misbjóða skynseminni. Einlægur náms-
maður getur einungis trúað því, isem hann finnur skynsamlega
ástæðu til að aðhyllast.
Það er ekki gengið að' neinu sem vísu á vorri tíð. Vér
heyrum efast um a.lt: Guð, bibliuna, stjórnarfarið og jafnvel
helgi heimilisins. Það er ráðist á alt mannfélagsfyrirkomu-
lagið og grundvöll þess. Mjög verulegir erfiðleikar verða því
fyri unga fólkinu á svæði hugsunarinnar, í sambandi við það, a.ð
ná traustri afstöðu í mörgum efnum.