Sameiningin - 01.09.1925, Side 18
272
og leiðarstein að því er snertir leiðbeinandi grundvallarreglur
trúarbagðanna.”
Sönn mentun á að leiða til jafnvægis í þroska, sem van-
rækir ekki siðferðislega og andlega hlið lifsins hjá unga fólk-
inu. Hún á að leggja til heilbrigðar hugsjónir fyrir líf manna
og kvenna. Kenslan í skólanum ætti að leggja námsmanninum
til vegvisunarstólpa, er sýna leiðina til að þroska hið göfugasta
innræti. Og margir skólar leggja ekki til neina slíka vegvísun-
arstólpa.
Dr. John R. Mott hafa farist svo orð: “Það gagnar ekki,
hvað vel mentaður sem maðurinn er, ef hann fer út í heiminn með
spilt hjarta, ótaminn vilja og auðvirðilegar hugsjónir. Mann-
félaginu 'stafar þá af honum hætta, og hann er til veiklunar í
þjóðlífinu. Það iþarf að innræta réttar hugsjónir. Þaö þarf
að ná að upptökum breytninnar. Er það jafngildi þess að segja,
að líf, andi og kenning Jesú Krists þurfi að ná til allra manna
sem einstaklinga og til alls samlífs þeirra.”
Þetta er að viðurkenna, að það að hugsa, er siðferðileg1 at-
'höfn og á aö miða að ákveðnu takmarki. Lærdómur og1 vísindi
aðskilið frá því að móta innrætið, og íblind fyrir gildi andlegrar í-
kveikju, getur aldrei upphafið mannlífið. Einlægur efi getur
verið vottur um einlga viðleitni að finna veruleikann, en hann
leitar ávalt veruleikans til að lifa hann. Rétt íbreytni getur aldr-
ei hvílt á rangri hugsun. Sá, sem i einlægni hugsar, vill sýna
fasta trygð við það bezta, sem hann þekkir.
Jafn, áriðandi er nauösyn þess, að leiðtogar í hópi unga
fólksins finni í fullri alvöru til áhyrgðar þeirrar, s'em á þeim
hvílir. Og þessari ábyrgð þurfa þeir að taka með hugrekki og
einbeittum hug. Þeir verða gagngjört að ganga að því, aö eign-
ast ljósa sannfæringu viðvíkjandi lífsins mestu verðmætum.
Eina áríðandi bending í þessu samiband'i viljum vér bjóða
til hjálpar þeim, sem hafa hug á því að láta sér hepnast að lifa
lífi, sem verulegt gildi hefir. Það er að temja sér þá afstöðu 'í
öllum efnum, sem þeir gefa gaum, að viljalbyggja, upp, fremur
en að rífa niður.
Fyrir skömmu beiddist ungur rnaður eftir því, að eiga við-
tal við þann, er þetta ritar, um trúarleg efni. Hann kannaðist
við, að hann væri óánægður með sína eigin afstöðu, enda var
hún all-mótspyrnukend; en honum fanst hann- réttlættur í þessu
vegna þess, að hann eklci gæti fundið fullnægjandi grundvöll
fyrir trú, sem hugsandi maSur. Hann mintist á ummæli ýmsra