Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1925, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.09.1925, Blaðsíða 26
280 myrkrahöföinginn fór aÖ skapa mann. Smíðin mishepnaðist: “Andanum kom ekki’ 5 ihann— ihann átti aö heita Þórarinn.” Svo fer oft fyrir sögusmiöum—iþótt þeim gangi betra til—, þegar þeir ætla sér það verk, sem Drottinn einn getur1 gjört, aö skapa mann í hreinni guðsmynd, sanngöfugan i alla staði. ÞaS er erfitt verk, að koma andanum í sfíkan karakter. Og þar er missmíðin á JÓni Hialifax. Hann “átti að heita” sönn hetja og göfugmenni, og hefir til þess öll beinin, en andinn sá hefir ein- hvern veginn ekki komist í hann. DygSin er ekki dygð, nema hún sé lifræn og aðllaÖandi. En Halifax er gjörður á annan veg, eftir mínum skilningi; reynist, þegar til kemur, ekkert ann- að en andlaus réttlætis-fauskur. Hann er fátækur að brestum, og þeir fáu, sem hann hefir, eru trjákendir, bragðlausir; og dygðirnar þaðan af lakari. Hvaö s'em fyrir kemur, vandræði, amstur, vonbrigði, óhöpp, eða hið gagnstæða, þá hefir hann alt af lífsreglurnar til reiðu; munnfylli af almæltum sannindum, sem allir kannast við og enginn hefir neitt á móti. Og þetta lætur hann úti meö þeim fjálgleik og helgisvip, eins og hann væri sjálfur Prómelþeifur, og kæmi fyrstur manna með eldinn niður af himni. Og þó vantar einmitt eldinn í erindiö, serm hann flyt- ur. Hann er kostum hlaðinn á svipaðan hátt eins og segir í gaman-kviðlingnum eftir Odd lækni Hjaltalín: “Réttlætis sóma sár, ■siðgæðis bytna held, gæfunnar lyppu lár, lastanna baula geld.” Þaö er 'því líkast, sem dygðunum hafi verið þjappað í hann eins og meis,. Svo eintrjáningslega laukrétt er öll hans frammi- staða, eins og hann væri trémaður meö mótor og grafófón inn- an rifja, fyrirfram útbúinn með setningar eða tilburöi, sem beita mætti eftir atvikum. Lífsneistann vantar, sem jafnan ■kveikir eitthvað athugavert og nýtt, þegar minst varir, Væri göfugmenskan svona mekanísk í raun og veru, þá mætti ódygð- unum vera tvöföld vorkunn. Svipað þessu er ýmislegt frá höfundinum sjálfum, vitnan- ir í heilaga ritningu, andlegar hugleiöingar út af atvikum sög- unnar, og svo framvegis. Sumt af því er “all-mjög vatns'blandaö, mágur minn”, vantar raunveruJbragðið. Ekki svo, að höfundur- inn fari meö skynhelgi, en sumt er svo heilagt í tilverunni, að það þolir engan tilbúning, jafnvel þó saklaus sé og runninn af góöum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.