Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 6
26. mars 2011 LAUGARDAGUR6 LANDBÚNAÐUR Bændasamtökum Íslands hefur verið falið of víðtækt hlutverk í stjórnsýslu landbúnaðar- mála og þurfa stjórnvöld að endur- skoða fyrirkomulagið og efla eftir- lit með framlögum til landbúnaðar. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar í skýrslu um útvistun opinberra verkefna til Bændasamtakanna, sem kom út í gær. Þar segir að með því að fela sam- tökunum fag- og fjárhagslega fram- kvæmd landbúnaðarverkefna séu stjórnvöld og Alþingi einnig að fela þeim, að nokkru leyti, opinbert vald, meðal annars „í ákvörðunum um opinberar greiðslur til bænda, útreikningi, afgreiðslu og eftirliti með framkvæmd þeirra“. Þá sitji fulltrúar samtakanna í nefndum og ráðum sem taki ákvörðun á þessum sviðum, veiti stjórnvöldum ráðgjöf og annist þess utan hagskýrslugerð fyrir landbúnaðinn. Þetta telur Ríkisendurskoðun að sé óæskilegt þar sem möguleiki er á hagsmunaárekstrum. Bændasamtökin fá á þessu ári 399 milljón krónur í framlög frá ríkinu. Í skýrslunni eru fjórar ábending- ar frá Ríkisendurskoðun til sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Þær lúta að því að takmarka stjórn- sýsluverkefni Bændasamtakanna og efla eftirlit ráðuneytisins með framlögum til landbúnaðar. Þá er lagt til að fyrirkomulagi hag- skýrslugerðar verði breytt til að tryggja óhlutdrægni, jafnvel verði komið á stofnun á vegum ráðuneytis ins sem afli og vinni úr upplýsingum á sviði landbúnaðar. Ráðuneytið verði einnig að eyða óvissu um lögboðnar skyldur sam- takanna. Loks er þeim tilmælum komið til Matvælastofnunar að hún annist sjálf stjórnsýluverkefni á ábyrgðarsviði sínu í stað þess að útvista þeim til Bændasamtak- anna. Í athugasemdum sínum við ábendingum Ríkisendurskoðun- ar tekur ráðuneytið undir mörg atriði og segir meðal annars að eftirlit með ráðstöfun fjármuna hafi verið aukið síðustu tvö ár og vilji sé til frekari úrbóta. Auk þess sé nauðsynlegt sé að bæta hagskýrslugerð og Hagstofa Íslands vinni nú að því verkefni. Hins vegar tekur ráðuneytið ekki undir þá skoðun Ríkisendurskoðun- ar að framsal verkefna til Bænda- samtakanna sé óæskilegt. „Þvert á móti geti verið sterk rök fyrir því að þetta sé árangursríkt fyrir- komulag.“ „Við erum bara að framfylgja þeim lögum sem eru í gildi og þeim samningum sem gerðir hafa verið,“ sagði Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtaka Íslands. „Við hefðum ekkert á móti því að losna við eitthvað af þessum verk- efnum, en það er ekki okkar held- ur ráðuneytisins að svara því hvort annað fyrirkomulag væri betra. Okkar keppikefli er ekkert annað en að þetta sé bæði ódýrt og skil- virkt,“ segir Haraldur Benedikts- son. thorgils@frettabladid.is Við hefðum ekkert á móti því að losna við eitthvað af þessum verkefnum. HARALDUR BENEDIKTSSON FORMAÐUR BÆNDASAMTAKA ÍSLANDS ÁFRAM er hreyfi ng einstaklinga sem telja hagsmunum Íslands best borgið með því að Icesave-lög Alþingis (lög nr. 13/2011) haldi gildi sínu. Auglýsingar og annað starf hreyfi ngarinnar eru greidd með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. ÁFRAM - Laugavegi 3 - 101 Reykjavík - afram@afram.is Ég segi já vegna þe ss að með því að klára þetta mál getum vi ð einbeitt okkur að ö ðrum verkefnum sem kom a okkur áfram í barát tunni gegn atvinnuleysin u. „ “ Aðalheiður Héðinsd óttir, forstjóri Kaffi t árs www.afram.is Já er leiðin áfram! Telur Bændasamtökin hafa of stórt hlutverk Ríkisendurskoðun segir óæskilegt að Bændasamtök Íslands annist bæði fram- kvæmd og eftirlit með stjórnsýsluverkefnum. Endurskoða þurfi fyrirkomulagið og mikilvægt sé að stjórnvöld efli eftirlit með framlögum til landbúnaðar. BÆNDAHÖLLIN Ríkisendurskoðun telur að Bændasamtökum Íslands hafi verið falið of víðtækt hlutverk í stjórnsýslu landbúnaðarmála og endurskoða þurfi fyrirkomu- lagið. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI DÓMSMÁL Íslenska ríkið hefur verið sýknað af sjö milljóna skaðabóta- kröfu konu sem lenti í því að tvö göt voru brennd á görn hennar í ófrjó- semisaðgerð á spítala. Ófrjósemisaðgerðin fór fram með þeim hætti að brennt var fyrir eggjaleiðarana. Önnur aðferð og hættuminni er möguleg í sama til- gangi og felst hún í því að klemma fyrir eggjaleiðarana. Konan fór í aðgerðina í nóvember 2002 og var útskrifuð síðar sama dag. Tíu dögum síðar var hún aftur lögð inn, mikið veik og komin með lífhimnubólgu. Hún fór í aðgerð þar sem götin á görninni komu í ljós. Var garnabútur fjarlægður og endarnir saumaðir saman. Árið 2003 þurfti hún aftur að leggjast á spítala vegna garnastíflu. Konan vildi sækja bætur vegna sak- næmrar og ólöglegrar háttsemi en bótaskyldu ríkisins var vísað á bug og fór málið því fyrir dómstóla. Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars að ekki hafi verið um sak- næmt gáleysi að ræða er rafmagns- töngin rakst í garnir konunnar, heldur „sjaldgæft óhappatilvik“. Þá hefði konunni mátt vera full- ljóst í hverju aðgerðin væri fólgin og hvaða afleiðingar hún gæti haft, þar sem hún hefði ritað undir eyðu- blað þar að lútandi. - jss Ríkið sýknað af milljóna skaðabótakröfu konu sem fór í ófrjósemisaðgerð: Brenndu tvö göt á görn í aðgerð HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Sýknaði ríkið af skaðabótakröfu konunnar. DANMÖRK Hlutfall afbrotamanna í hópi nýbúa í Danmörku og afkom- enda þeirra hefur dregist veru- lega saman. Árið 1990 reyndust 11 prósent af annarri kynslóð innflytjenda hafa gerst brotleg við lög en nú er samsvarandi hlutfall 5 prósent. Þessi breyting er rakin til betri aðlögunar innflytjenda að dönsku samfélagi. Þó er þessi hópur þre- falt líklegri til að brjóta af sér en fólk af dönskum uppruna, þar sem opinberar tölur sýna að 1,4 prósent þess hafa brotið lög. - þj Betri aðlögun skilar árangri: Fækkun glæpa hjá nýbúum Er rétt hjá Reykjavíkurborg að breyta skólagörðunum í fjöl- skyldugarða? Já 39,8% Nei 60,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Var rétt hjá Alþingi að setja á fót stjórnlagaráðið sem sam- þykkt var? Segðu þína skoðun á visir.is SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Sel- tjarnarness segir hvorki efni né ástæðu til að verða við kröf- um Ólafs Melsteð, fyrrverandi starfsmanns á bæjarskrifstof- unni, um að Ásgerði Halldórs- dóttur bæjarstjóra væri vikið úr starfi. Ólafur taldi Ásgerði hafa lagt sig í einelti í starfi. Undir það tóku dómkvaddir matsmenn. Þeir töldu þó Ásgerði ekki hafa brotið gegn Ólafi nema í þremur tilvik- um af 27 sem hann tiltók. Ólafur krafðist þess í kjölfarið að honum yrðu greiddar skaða- og miskabætur, að bæjarstjórn veitti Ásgerði formlega áminn- ingu og viki henni síðan úr starfi. Bæjarstjórn segist hafa farið yfir forsendur og niður- stöðu matsgerðar innar vegna eineltisins. „Telur bæjar stjórn allan rökstuðning skorta fyrir því hvað það var í háttsemi bæjar- stjóra sem féll undir skilgreiningu eineltishugtaksins í skilningi laga. Vegna þessa álítur bæjarstjórn niðurstöður matsgerðarinnar ekki sýna, svo hafið sé yfir vafa, að bæjarstjóri hafi lagt Ólaf í ein- elti,“ segir bæjar stjórnin, sem kveður réttast að málið fari fyrir dómstóla. „Með því móti er ein- ungis unnt að tryggja sanngjarna og og réttláta málsmeðferð.“ - gar Krafa fórnarlambs eineltis á bæjarstjórnarskrifstofum Seltjarnarness ekki uppfyllt: Eineltið ósannað segir bæjarstjórnin SELTJARNARNES Bæjarstjórn Seltjarnarness segir rök dómkvaddra matsmanna fyrir því að bæjarstjóri hafi lagt starfsmann í einelti ekki fyrir hendi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.