Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 26. mars 2011 23 Allt þetta gerir það að verkum að Maltverjar, minnsta þjóð ESB, segjast vera ánægðari með fyrir- komulag lýðræðis í ESB en flestar þjóðir. Ein helstu mótrök aðildar- andstæðinga voru þau að sameigin- leg löggjöf ESB myndi múlbinda Maltverja og sýna viðkvæmu efna- hagslífi lítillar eyju lítið sem ekk- ert tillit. Þetta myndi þýða „enda- lok atvinnu“ fyrir Maltverja, því erlendir verkamenn tækju störfin af innfæddum. Þjóðin stóð frammi fyrir „endalokum vefnaðariðnaðar“ og „endalokum frelsis“. ESB-aðild hefði í för með sér of margar reglur og skyldur, íbúðarhúsnæði myndi rjúka upp í verði, skattbyrði yrði meiri og hefðbundnar fuglaveið- ar bannaðar. Skipasmíðastöðvum yrði lokað og hefðbundinn sjávar- útvegur og landbúnaður liði undir lok. Verkamannaflokkurinn lagði aðild að ESB að jöfnu við að Malta yrði aftur nýlenda. Allt þetta, ásamt óvinsælum umbótum innanlands sem gerðar voru að kröfu ESB, stuðluðu að því að stjórn Þjóðernissinna féll í miðju aðildarferlinu, 1996. Umsóknin var dregin til baka, sem fyrr segir, en tveimur árum síðar náði Þjóð- ernisflokkurinn völdum aftur og umsóknarferlið hélt áfram. Fyrir utan efnahagsmál snerist umræð- an um menningarlega stöðu Möltu (hvaða heimshluta Maltverjar ættu að tilheyra og hvað það þýddi að vera Maltverji), þjóðaröryggismál og hvernig mætti tryggja að hæf- asta unga fólkið færi ekki úr landi. Samningurinn Malta er talin hafa náð afar góðum samningum. 76 sérlausnir eru í samningnum um frest til aðlög- unar eða klæðskerasaumaðar lausnir: endanlegar undanþágur. Maltverjar fengu til að mynda að takmarka fasteignakaup útlendinga og hindra fiskveiðar þeirra innan 25 mílna. Þá fengu þeir fjölda sér- lausna í landbúnaði og sérstakan ríkisstuðning við skipaþjónustu. Stjórnvöld máttu og stöðva frjálsa för erlendra verkamanna ef þurfa þætti. Árið 2002 vildu einungis 38% Maltverja ganga í ESB, sam- kvæmt skoðanakönnun. Þrátt fyrir það studdu um 53% þeirra aðild Möltu að ESB í ráðgefandi þjóðar- atkvæðagreiðslu 2003. En þar með var sögunni ekki lokið því Verka- mannaflokkurinn hélt óbreyttri stefnu og hótaði að stöðva aðildar- ferlið, kæmist hann til valda. Það mun hafa verið að beiðni ESB að boðað var til þingkosninga fljót- lega eftir aðildaratkvæðagreiðsl- una, svo enginn vafi yrði um nið- urstöðuna. Verkamannaflokkurinn náði ekki meirihluta í þeim kosn- ingum og aldrei eftir það, nema í kosningum til Evrópuþingsins! Eftir á að hyggja Deilt er um áhrif þess að Malta fór klofin í gegnum aðildarviðræður. Sumir fræðimenn telja að Verka- mannaflokkurinn hafi með afstöðu sinni neytt þjóðina til að eyða orku sinni í mál sem engu skiptu, þegar hún hefði getað tryggt sér betri samning. Þetta sjónarmið er ríkt innan Verkamannaflokksins sjálfs. Þar er harmað að flokkurinn hafi enga raunverulega aðkomu eða áhrif haft í ferlinu, utan neikvæðs og ómarkviss þrýstings. Aðrir benda á að sökum tak- markaðs fylgis aðildar hafi ríkis- stjórnin þurft að leggja sig sér- staklega fram við að kynna ferlið og áhrif og merkingu aðildarinnar fyrir kjósendum. Þetta hafi aukið pólitískan skilning og stuðning við aðildina. Enn aðrir benda á að þegar tveir eigi í viðræðum, eins og Malta og ESB, sé einungis samið um hið semjanlega. Þegar samninganefnd Möltu kom að samningaborðinu var henni og fulltrúum ESB ljóst að nefndin hafði afar skilyrt umboð og gat ekki litið fram hjá sjónarmiði stjórnarandstöðunnar. Ef hún ekki næði góðum kjörum fyrir Möltu væri betur heima setið, því samn- ingurinn yrði kolfelldur: Sveigjan- leikinn yrði allur að vera ESB- megin borðsins. Því hafi hin mikla andstaða stuðlað að því að þjóðin landaði góðum aðildarsamningi. Maltneska er eitt 23 opinberra tungumála ESB og fjölmargir Maltverjar starfa við að þýða og tala maltnesku fyrir ESB, sem eyðir 30 milljónum evra í þetta verkefni árlega. Einn málvísindamaðurinn orðaði það svo að áður hefðu Malt- verjar haft áhyggjur af því að maltneska liði undir lok. Nú snúist áhyggjurnar um að sæmilega kjarnyrt og góð maltneska heyrist ekki utan eyjanna, því sú maltneska sem heyrist á vettvangi ESB sé meira og minna út úr munni lögfræðinga. ESB-maltneskan er þó sögð batna með hverju árinu. Maltneska er semitískt mál og þróaðist úr siculo-arabísku. Hún er eina tunga sinnar tegundar sem er rituð með latnesku letri og einnig sú eina sem nýtur þess að vera opinbert tungumál ESB. Stór hluti orðaforðans er úr ítölsku og ensku en kunnátta í þessum tungum kemur fólki ekki endilega langt í samræðum á maltnesku. „Jekk joghgbok, tkellem iktar bil-mod,“ skal sagt, vilji maður biðja Maltverja að tala hægar. Enska er einnig opinber tunga á Möltu. Eyþjóð með einstaka tungu Magnús Árni Magnússon, stjórnmálafræðingur og dósent við Bifröst, er að ljúka við doktorsritgerð, meðal annars um ESB-aðild Möltu. Hann bendir á að Maltverjum hafi aldrei staðið EES-aðild til boða, ólíkt Íslendingum. Þá stýri aðrir hlutir afstöðu fólks til ESB í löndunum tveimur: Hin mikla tvískipting á Möltu geri að verkum að annar flokkurinn varð næstum sjálfkrafa á móti því sem hinn lagði til, ESB-aðild. „En hér tengist þetta þessum leiðandi atvinnu- greinum. Sjávarútvegurinn er ráðandi í umræðunni, ásamt skeleggri og etnískri þjóðernishyggju sem hefur fengið að grassera hér síðustu hundrað ár. Þjóðernishyggjan var allt öðru vísi á Möltu, þar sem fólk vildi tengjast öðrum löndum. Það greindi bara á um hvaða landi ætti að tengjast,“ segir hann. Þar hafi mótrök verið efnahagsleg, en hér fjalli þau um fullveldi og tilfinningar: „Og það er erfitt að berjast við tilfinningar með rökum.” Aðrar pólitískar hindranir Magnús Árni Magnússon Sameinaðir kraftar í nýju útibúi Arion banka á Höfða Við höfum opnað nýtt útibú á Bíldshöfða 20. Þar sameinast útibú bankans í Árbæ, Grafarvogi og á Suðurlandsbraut á nýjum stað. Í nýja útibúinu veita ráðgjafar okkar alhliða fjármálaþjónustu og sérhæfða ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja. Aðstaðan í Höfðaútibúi er öll hin besta og mikið lagt upp úr því að gera heimsókn þína í útibúið sem ánægjulegasta. Við erum hér fyrir þig og hlökkum til að taka á móti þér á nýjum stað. ÍS LE N S K A S IA .IS A R I 5 3 1 1 7 0 3 /1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.