Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 24
26. mars 2011 LAUGARDAGUR24
Þ
að var dimmt þetta
kvöld á Egilsstöð-
um í fyrrahaust og
myrkrið var jafn-
vel enn meira inni í
íþróttahúsi sem búið
var að breyta í leikhús af þessu
tilefni. Fidget Feet Aerial Dance
Company frá Írlandi var þar að
setja á svið sýningu sína Madam
Silk.
Ekkert er sagt í verkinu held-
ur er um að ræða blöndu af sirk-
us, leiklist og dansi og sýningar-
hópurinn beitir hljómfalli, tónlist
og fjölbreyttum tjáningarleiðum
til þess að gera sig skiljanleg-
an hvar sem er í heiminum. Og
hérna líka, fyrir fullu íþróttahúsi
með gestum af öllu tagi sem koma
til þess að sjá írskan leikdans, en
í miðjum hópnum situr norskur
blaða maður og ritstjóri minnsta
staðarblaðs heimalands síns, Sort-
lands Avisa. Öll eigum við það
sameigin legt að koma þar saman
til þess að kynnast frjóu og mikil-
vægu menningar samstarfi þriggja
héraða, Austurlands, Vesturáls í
Noregi og Donegal á Írlandi. Ég
kem nánar að því síðar.
Hvaða erindi átti ég á staðinn?
Ég var kominn heim. Ég hafði
fengið styrk frá menningarnefnd
Vesturáls til þess að heimsækja
Ísland í fyrsta sinn á ævinni. Firð-
ina, húsin og fiskinn en kannski
allra helst fólkið. Og ekki síst
smábæinn Eskifjörð sem minnir
svo mikið á heimabæ minn Siger-
fjord að ég gæti vel hugsað mér að
flytja þangað.
Ég veit ekki hvar ég á að byrja
og hvað ég get gert við allar sög-
urnar sem ég hef sagt í Sortlands
Avisa en kem ekki fyrir hér. Til
dæmis um hann Sævar sem rekur
gistihús, ferðaþjónustu og matsölu
í norsku sjóhúsi á Eskifirði. Eða
um þá Sindra og Friðrik á Breið-
dalsvík. Svo ekki sé nú minnst á
eftirminnilega heimsókn til Mjóa-
fjarðar og Vilhjálms Hjálmars-
sonar, 96 ára fyrrverandi mennta-
málaráðherra.
Menningin er mikilvæg
Ég næ heldur ekki að fjalla um öll
mál en ég ætla að byrja á menn-
ingunni. Hún er mikilvæg og það
skilur fólk til dæmis á Djúpavogi
þar sem menningin hefur verpt
stórum eggum. „Fjölmargir koma
hingað til þess að skoða eggin sem
komu til sögunnar fyrir rúmu ári
og Sigurður Guðmundsson ber
ábyrgð á,“ segir Bryndís Reynis-
dóttir, stjórnandi menningar- og
ferðamála.
En það er fleira í húfi. Djúpa-
vogsbúar veðja á menningu og
ferðaþjónustu á grundvelli virkrar
þátttöku og upplifunar, á hið gamla
Hótel Framtíð (eitt margra norskra
húsa á Austurlandi) en ekki síst á
að fólk flytji aftur heim á æsku-
slóðir. „Stöðugt fleiri úr hópi unga
fólksins snúa aftur heim á Djúpa-
vog. Fólkið hélt að heiman til náms
en vill nú koma heim á ný. Það er
hrifið af staðnum og vill koma ein-
hverju til leiðar þar,“ segir Bryn-
dís. Á Djúpavogi er ýmsu komið
til leiðar sem íbúarnir efast um
að hefði komist á laggirnar með
álverinu á Reyðarfirði í næsta
nágrenni.
„Nei, það hefði ekki hentað
okkur. Við horfum í kringum okkur
og könnum hvað þar er í boði og
það er svo miklu meira. Við eigum
ekki að reyna að vera annað en við
erum,“ segir Bryndís.
Alls staðar sem ég kem skilja
Íslendingar mest af því sem ég segi
á norsku. Með tímanum tekst mér
líka að skilja mikið af því sem þeir
segja. En fólkið býr yfir mörgum
norskum einkennum. Þeir Íslend-
ingar sem ég hitti minna mig að
minnsta kosti miklu frekar á Norð-
menn en Dani.
„Það er að segja, við líkjumst
ekki borgarbúunum heldur miklu
frekar þeim sem búa við strendur
Noregs. Við eigum margt sameigin-
legt með þeim, bæði hvað skapferli
og framkomu varðar. En Danir?
Þeim er skítsama um Ísland,“ segir
Hallgrímur Axel Tulinius, sem nú
er fluttur heim til Eskifjarðar eftir
margra ára veru í Danmörku.
Víkingar héldu til Íslands fyrir
þúsund árum. Og um þúsalda mótin
héldu Norðmenn á ný til Íslands.
Rótina að samstarfi Menningarráðs
Austurlands og menningarnefndar
Vesturáls er að finna í menningar-
ráðstefnu í Norræna húsinu árið
2003. Írar komu til leiks árið 2007
og urðu þriðja hlið þessa menning-
arþríhyrnings.
Listafólk, rithöfundar, málar-
ar, tónlistarmenn, leiðtogar úr
atvinnulífinu og stjórnmálamenn
hafa farið í heimsóknir, ýmist einir
eða í stærri hópum. Sumir hafa
fengið styrki og eru í opinberum
erindum en samstarfið hefur þró-
ast þannig að margir fara að eigin
frumkvæði og standa að samstarfs-
verkefnum með fólki með sömu
hugmyndir og markmið. Á annað
hundrað Vesturálsbúa hefur heim-
sótt Austurland á undan förnum
árum og þeim heldur áfram að
fjölga.
Það er þó við vanda að etja. Fjár-
málakreppan lamaði Ísland en ég
veit reyndar ekki hvort ég þori að
skrifa mikið um hana hérna því
eins og öldungurinn Vilhjálmur
orðaði það: „Ég kýs helst að hugsa
ekkert um hana og skil reyndar
ekki hvernig þetta gat gerst.“
Niðurskurður vegna kreppu
Austfirðingar finna fyrir afleiðing-
unum. Fólk mótmælir niðurskurði
á heilbrigðissviðinu og svo virðist
sem fjarlægðin á milli Reykjavíkur
og Austurlands aukist stöðugt.
Afleiðinganna verður líka vart á
menningarsviðinu.
„Niðurskurðurinn hefur verið
tíu prósent á ári síðustu þrjá
árin,“ segir Skúli Björn Gunnars-
son, forstöðumaður hins einstaka
menningar seturs á Skriðuklaustri
skammt frá Egilsstöðum. Þar
stendur gamalt sveitasetur reist af
rithöfundinum Gunnari Gunnars-
syni löngu áður en Íslendingar
fundu auðinn í sumarleyfisgestum,
fiski og fjármálastarfsemi.
Og þarna liggur kannski hundur-
inn grafinn. Að koma því í kring
sem ætti í raun ekki að vera hægt.
Það hafa nú samt bæði Norðmenn
og Íslendingar gert öldum saman
í hinum dreifðu byggðum. „Það er
mikill samdráttur í fjármagni frá
bæði atvinnulífinu og opinberum
aðilum svo erfitt er að finna fé til
verkefna, auk þess sem áætlanir
verða allar minni um sig. En þá er
bara að byrja að hugsa öðruvísi,
treysta á meira sjálfboðastarf og
vinna saman,“ segir Signý Ormars-
dóttir, menningarfulltrúi Austur-
lands. „En við finnum líka fyrir
ýmsu jákvæðu. Íslendingar nota
nú meira af peningum innanlands
en ferðast minna til útlanda. Hér
kaupa þeir menningu, mat og upp-
lifun,“ segir hún.
Listir og menning ganga þó
ekki hjálparlaust. Hvernig getum
við tryggt að Íslendingar hafi ráð
á frekara samstarfi? Verða Norð-
menn að kosta þátttöku Íslendinga?
Er hætta á að alveg verði lokað
fyrir fjárúthlutanir?
„Ég set traust mitt á nýjar rann-
sóknir sem sýna að skapandi iðn-
aður er afar mikilvægur og færir
samfélaginu meiri peninga en
ætla mætti. Það er reyndar góð
fjárfesting að verja peningum
í listir og menningu. Og svo er
þetta fólki mikilvægt, það er eitt-
hvað til að lifa fyrir og slaka á
með, auk þess sem það færir sam-
félaginu nýja og öðruvísi orku,”
segir Signý.
Heimurinn eitt þorp
Og kannski er menningin jafnvel
enn mikilvægari á krepputímum?
Það áleit Skúli þegar ég hitti hann
á Skriðuklaustri.
„Sköpunin verður oft meiri
þegar að þrengir. Og svo er
heimur inn allur orðinn eitt
þorp. Í dag er maður staddur í
Brasilíu, á morgun á Íslandi. Og
þá verður það enn meira virði
að þekkja menningu sína og
sögu, að vita hvaðan maður er,“
segir Skúli. Það þýðir þó ekki
að hafna eigi samstarfi, kannski
þó við einhvern sem er aðeins
nær og tengdari manni en sá frá
Brasilíu?
„Samstarfið við Vesturálsbúa
færir okkur fjölmargt og hjálpar
okkur áleiðis í þróuninni á sviði
lista og menningar. Saga okkar
er um margt sameiginleg og þar
eru margir samnefnarar. Þetta
færir listafólki innblástur og er
íbúum landanna nokkurs virði,”
segir Signý.
Ég vona að mér hafi tekist að
útskýra fyrir einhverjum eitt-
hvað um Noreg, Austurland og
síðast en ekki síst Írland sem nú
er komið til samstarfs. Það á að
nota peninga til að lifa, ekki bara
til að lifa af. Meðal annars með
samstarfi sem við væntum okkur
mikils af. Við fengum aðeins að
kynnast því í fyrrahaust þegar
Íslendingar, Írar og Norðmenn
tóku höndum saman í Vesturáli
með sýningunni The Edge of the
Pier en bryggjusporðurinn undir-
strikar einmitt böndin sem binda
okkur saman: Hafið er stórt frá
einni strönd til annarrar en í raun
er afar stutt á milli okkar. Verk-
efnið heldur áfram með sýning-
um af sama tagi í Donegal og á
Austurlandi á þessu ári.
Og hvað mig varðar? Ég velti
því bara fyrir mér hvenær ég get
fundið fé og tíma til þess að heim-
sækja Ísland á ný.
Hvenær ég fæ næst að koma
heim.
Hinn fullkomni þríhyrningur
Hvert er eiginlega markmiðið með samstarfi jaðarsvæða í Noregi, á Íslandi og Írlandi um lista- og menningarmál? Svarið fékk
norski blaðamaðurinn Gard L. Michalsen þegar hann kom „heim“ þegar hann fór á Austurland í haust sem leið.
MADAM SILK Stórkostlegt írskt sirkusleikhús sem sýndi á Egilsstöðum í
fyrrahaust.
ÞÓRA JÓNA KEMP, HANSÍNA KEMP OG HALLGRÍMUR AXEL TULINIUS
Sneru aftur til Eskifjarðar fyrir nokkrum árum og eru alsæl þar.
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON Forstöðumaður Skriðuklausturs vonast til
þess að menningin fái að lifa þótt það harðni á dalnum.
DJÚPAVOGUR VEÐJAR Á MENNINGUNA Segir Bryndís Reynisdóttir
menningar- og ferðamálastjóri, hér með Gauta Jóhannessyni sveitarstjóra.
VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON Hinn 96 ára fyrrverandi ráðherra á bágt
með að skilja hvað eiginlega gerðist á Íslandi.
■ Hófst árið 2003 með samvinnu
menningarsamstarfsins í Vesturáli og
Menningarráðs Austurlands og hefur
leitt til gagnkvæmra heimsókna listafólks
og menningarfrumkvöðla, samstarfs og
verkefna.
■ Ungt listafólk hefur farið á milli
héraðanna. Í báðum löndum hafa
verið haldnar hátíðir með heimsóknum
djass- og rokksveita. Tónlistarfólk hefur
farið í hljómleikaferðir. Gagnkvæmar
heimsóknir kvikmyndagerðarfólks og
samsýningar myndlistarmanna.
■ Ferða- og vinnustyrkir fyrir listamenn og
menningarstarfsemina.
■ Fræðslu- og kynningarferðir fyrir hópa
sveitarstjórnarmanna og starfsfólks
á menningarsviði. Vel þekkt meðal
almennings í báðum héruðum.
MENNINGARSAMSTARF VESTURÁLS, AUSTURLANDS OG DONEGAL
Vesturáll
Donegal
Austurland
NOREGUR
ÍSLAND
ÍRLAND