Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 76
26. mars 2011 LAUGARDAGUR44 Opnir málfundir... ...um vísinda- og nýsköpunarkerfi ð Vísinda- og tækniráð efnir til opinnar og gagnrýninnar umræðu um vísinda- og nýsköpunarkerfi ð á fjórum opnum fundum í febrúar-apríl 2011 undir yfi rskriftinni; „Með gæði og ávinning að leiðarljósi.“ Miðvikudaginn 30. mars kl. 15-17 í Náttúrufræðistofnun Íslands, Urriðaholtsstræti, Garðabæ Slá menntakerfi ð, háskólar og rannsóknastofnanir taktinn með atvinnulífi nu? Inngangserindi Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika. Auður Þórhallsdóttir, fræðslustjóri Samskipa. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka Iðnaðarins. Fundarstjóri: Þorsteinn Ingi Sigfússon, formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs. Næsti málfundur Þekkingaryfi rfærsla - stífl ur eða opnar gáttir? Miðvikudaginn 27. apríl kl. 15-17. Miðvikudaginn 30. mars kl. 15-17 í Náttúrufræðistofnun Íslands H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n folk@frettabladid.is Breski söngvarinn Robbie Willi- ams lét hafa það eftir sér í viðtali við þýskan sjónvarpsþátt að hann væri skíthræddur við ábyrgð- ina sem fylgdi því að vera faðir. Eigin kona hans, Ayda Fields, er víst byrjuð að huga að barneign- um en Williams heldur því fram að ábyrðin sem fylgir föðurhlutverk- inu eigi eftir að gera honum gott þótt honum finnist tilhugsunin ógnvekjandi. „Ég verð góður faðir þegar þar að kemur vegna þess að ég verð,“ viðurkenndi Williams og bætti við að hann hefði gott af því að hugsa um einhvern annan en sjálfan sig. Hræddur við að verða faðir FÖÐURHLUTVERKIÐ Robbie Williams viðurkennir að hann sé byrjaður að hugsa um að fjölga sér og er hræddur við ábyrgðina sem því fylgir. Söngkonan Gwen Stefani úr No Doubt ætlar að bjóða sjálfa sig upp í von um að safna peningum handa fórnarlömbum hamfar- anna í Japan. Hæstbjóðand- inn fær að hitta Stefani í eigin persónu og vera með henni á fjáröflunarsamkomu í Los Angeles. Stefani hefur þegar gefið eina milljón dala, eða yfir eitt hundrað milljónir króna, til samtakanna Save the Children sem aðstoða börn sem hafa orðið illa úti vegna hamfaranna. „Japan hefur veitt mér innblást- ur í mörg ár og ég ber mikla virð- ingu fyrir Japönum og menningu þeirra,“ sagði Stefani. Á uppboði fyrir Japan GWEN STEFANI Söngkonan býður sjálfa sig upp vegna hamfaranna í Japan. Listahópurinn Sirkus Íslands setur upp sýningu á skemmtistaðnum Bakkus í apríl næstkomandi. Sýning- in er skemmtileg blanda af kabarettgjörningi og burlesque-dansi. Sjónvarpskonan Margrét Erla Maack er meðlimur í Sirkusi Íslands og segir hún tilefni sýn- ingarinnar vera komu bandaríska burlesque-dansarans Freyu West til landsins. Freya mun koma fram ásamt Sirkusi Íslands og að sögn Margrétar Erlu standa nú yfir strangar æfingar þar sem hvert atriði er fínpússað. „Það mætti lýsa þessu sem sirkus fyrir full- orðna. Þarna verða atriði sem ekki hæfa börnum og eru jafnvel ekki allra, fólk þarf að mæta með opinn huga,“ segir hún og bætir við að sýningar sem þessar hafi verið að slá í gegn bæði í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu. Þeir sem þátt taka í sýningunni eru allir mikið hæfileikafólk og gengur sýningin því ekki aðeins út á að sýna bert hold og segja dóna- lega brandara. „Þetta er „hæfi- leika-show“. Þetta er allt fólk með ólíkan bakgrunn og við erum meðal annars með menntaðan trúð frá Danmörku á okkar snærum,” segir Margrét Erla, sem líkir sýn- ingunni helst við gjörningakvöld í anda þeirra sem Leikhús lista- manna setur upp. Spurð hvort hún hlakki til sýn- ingarinnar svarar Margrét Erla því játandi. „Það er sagt að börn séu erfiðustu áhorfendurnir en þau eru einnig þeir bestu því þau eru svo einlæg. Ég held að Íslendingar með bjór við hönd verði engu verri áhorfendur, jafnvel skemmtilegri,“ segir hún og hlær. Sýningin fer fram þann 9. apríl klukkan 22.30 og er aðgangseyrir 1.500 krónur. - sm DJARFUR SIRKUS BURLESQUE Margrét Erla Maack og Sirkus Íslands munu setja upp skemmti- legan sirkus fyrir fullorðna hinn 9. apríl. MARGRÉT ERLA MAACK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.