Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 33
● LAUGARDAGUR 26. MARS Reiðskólinn Íslenski hesturinn sér um hestateymingar á Ingólfstorgi milli klukkan 14 og 15. Þá verður Orra- sýning í Ölfushöllinni. ● SUNNUDAGUR 27. MARS KvennaLífstölt verður hjá hesta- mannafélaginu Herði í Mosfellsbæ og allur ágóði af mótinu rennur til Lífs. ● MÁNUDAGUR 28. MARS Kynbótaferð á Suðurland, heimsótt verða tvö ræktunarbú. Farið verður frá BSÍ kl. 10. Verð 5.000 krónur. ● ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS Kynbótaferð á Vesturland , heimsótt- ur verður Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Miðfossum. Kennslu- sýning í samvinnu við Hvanneyrar- skóla, kynbótadómarar með fræðslu- erindi og útskýringar á helstu at- riðum kynbótadóma og ræktunar. Ræktunarbú á Vestur- landi sýna brot af því besta. Farið verður frá BSÍ kl. 9.30. Verð 5.500 krónur. ● MIÐVIKUDAGUR 30. MARS Félag tamningamanna verð- ur með sýnikennslu í Reiðhöll Gusts, Glaðheimum. Hefst kl. 20. Verð 1.500 kr. ● FIMMTUDAGUR 31. MARS Landbúnaðarháskólinn á Hólum verður með kynningu í Reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ kl. 17. Aðgang- ur ókeypis. ● FIMMTUDAGSKVÖLD Sölu- sýning í reiðhöll Harðar, hestar til sölu, þjóðleg stemning og margt skemmtilegt að sjá. Hefst kl. 20. Að- gangur ókeypis. ● FÖSTUDAGUR 1. APRÍL Hestahátíð í Hafnarfirði. Hestar verða til sýnis á Þórsplani, söngur, gleði og gaman. Hópreið að Fjarðarkaupum þar sem verður lítil hestasýning milli kl. 16 og 18. ● FÖSTUDAGSKVÖLD Stór- sýning í Reiðhöllinni í Víðidal. Að sýningunni koma þau sex hesta- mannafélög á höfuðborgarsvæðinu sem hafa lagt mikla vinnu í dagskrá Hestadaga í Reykjavík. Sýningin hefst kl. 20. Verð kr. 1.000 og frítt fyrir 13 ára og yngri. ● LAUGARDAGUR 2. APRÍL Skrúðganga fer frá BSÍ í kringum há- degi og riðið verður upp Laugaveginn og endar gangan í Fjöl- skyldu- og húsdýra- garðinum. Þar verður fjölskylduhátíðin „Gobbedí Gobb” frá kl. 13 til 16. Margt skemmti- legt verður þar fyrir alla fjöl- skylduna, hesta- teymingar, markaðsþorp, sögusýn- ing og margt, margt fleira. Aðgang- ur er ókeypis. ● LAUGARDAGSKVÖLD Þeir allra sterkustu kallast ístölts- keppni í Skautahöll- inni í Laugardaln- um. Þar mæta til leiks allra bestu hest- ar og knap- ar landsins. Keppnin hefst kl. 20, verð 3.000 krónur. Hestadagar í Reykjavík verða haldnir vikuna 28. mars til 3. apríl. Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segir mikilvægt að íslenski hesturinn verði sýnilegri í borginni. „Íslenski hesturinn er stór part- ur af íslenskri menningu enda er ekki ýkja langt síðan hann var hér á götum borgarinnar,“ segir Haraldur Þórarinsson, formað- ur Landssambands hestamanna. „Sem dæmi má taka að milli 20 til 30 þúsund Íslendingar tengjast hestinum að einhverju leyti,“ segir hann og telur að íslenskt samfélag liti öðruvísi út í dag ef hestsins hefði ekki notið við. „Landnáms- mennirnir fluttu hestinn til lands- ins og hann nýttist þjóðinni frá vöggu til grafar. Hann bar ljós- mæður til barnshafandi kvenna og flutti kistur manna til grafar,“ segir Haraldur. Hann bætir við að Alþingi Íslendinga hefði lík- lega aldrei orðið að veruleika ef þingmenn hefðu ekki getað riðið á þingstað. „Hesturinn var í margar aldir aðalflutningsmáti fólks hvort sem var í bæ eða sveit. Hann flutti fisk og dró mjólkurvagna og við hvert hús í Reykjavík var hesthús, fjós og fjárhús. Síðan hafa bæði kind- in og kýrin vikið úr þéttbýlinu en hesturinn er enn alls staðar ríkjandi í hesthúsabyggðum við þéttbýlið,“ upplýsir Haraldur. Hann vill meina að þegar bíllinn og traktorinn gerðu hestinn óþarf- an í sveitinni hafi bæjar- og borg- arbúar tekið hann upp á sína arma sem frístundaiðkun og því tengist hesturinn jafnvel meir þéttbýli en sveit í dag. „Því mætti íslenski hesturinn vera enn sýnilegri í Reykjavík og er hátíðin Hesta- dagar hluti af átaki til að vekja at- hygli almennings á honum,“ lýsir Haraldur. Hugmyndin að Hestadögum vaknaði í nefnd sem landbúnaðar- ráðherra skipaði fyrir allnokkru. Sú hugmynd var síðar tekin upp í borgarráði sem samþykkti að efna til þeirra í borginni. „Við gripum þessa hugmynd á lofti og fórum í samstarf við nokkra góða aðila til að reyna að vekja athygli á hest- inum, ekki aðeins í borginni held- ur einnig erlendis,“ segir Harald- ur en LH hefur gert þriggja ára samning við Icelandair sem mun nýta krafta sína til að koma við- burðinum á framfæri. „Strax á næsta ári reiknum við með að er- lendir gestir muni í töluverðum mæli mæta á Hestadaga í höfuð- borginni,“ segir Haraldur og von- ast til að Hestadagar verði haldnir árlega um nákomna framtíð. Hesturinn er hluti af íslenskri menningu Hestadagar voru kynntir í Húsdýragarðinum á dögunum. Þar brugðu þau sér á bak þau Haraldur Þórarinsson, formaður Lands- sambands hestamannafélaga, Hólmfríður Ólafsdóttir hjá LH og Einar Karlsson frá Höfuðborgarstofu. MYND/VILHELM Allar upplýsingar um Hestadaga er að finna á vefsíðunni www. hestadagar.is. Þar má finna nánari dagskrá auk þess sem kaupa má miða í ferðir og á sýningar. Einn- ig má leita upplýsinga í síma 514- 4030. VEFSÍÐA HESTADAGAR Í REYKJAVÍK 2011 26. MARS - 2. APRÍL Hneggjandi skemmtilegt gaman!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.