Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 34
● lh hestar 26. MARS 2011 LAUGARDAGUR2
● ÁRLEGUR VIÐBURÐUR HÉÐAN Í FRÁ „Reykjavíkurborg
styrkir verkefnið Hestadagar í Reykjavík til næstu þriggja ára ásamt Ice-
landair,“ segir Einar Karlsson, verkefnisstjóri ferða-
mála hjá Höfuðborgarstofu. „Og við greiðum götu
þessa viðburðar á allan hátt eins vel og við getum.“
Einar segir að meiningin sé að Hestadagar verði
árlegur viðburður héðan í frá en Landssamband
hestamannafélaga sér um framkvæmdina og alla
skipulagningu.
Fer ekki mannlíf í miðbænum á annan endann ef
allt fyllist af hestum? „Það held ég nú ekki þar sem
viðburðirnir fara flestir fram á svæðum þeirra sex
hestamannafélaga sem taka þátt. En Hestadagarnir
munu áreiðanlega setja sterkan svip á bæjarlífið,“
segir Einar. „Miðbærinn er reyndar þegar farinn að litast af Hestadög-
unum því um síðustu helgi voru Íshestar með hestateymingu á Ingólfs-
torgi og í dag kemur Íslenski hesturinn með hesta á torgið milli kl. 14
og 15 og býður borgarbörnum á öllum aldri að stíga á bak, ókeypis að
sjálfsögðu.“
Einar Karlsson,
verkefnisstjóri
markaðsmála hjá
Höfuðborgarstofu.
● HESTADAGAR VEKJA ATHYGLI ERLENDIS „Inspired By
Iceland kemur að Hestadögum í Reykjavík ásamt samstarfsaðilum þess
verkefnis,“ segir Sunna Þórðardóttir, verkefnisstjóri
hjá Íslandsstofu, spurð um aðkomu Íslandsstofu að
Hestadögum. „Við sjáum um að kynna verkefnið er-
lendis meðal annars með því að draga að blaða-
menn til að fjalla um viðburðinn og með því að fjalla
um Hestadagana og ýmislegt tengt íslenska hestin-
um og hestamennsku almennt á samfélagsmiðlum,
til að mynda Facebook.“
Sunna segir Hestadagana vekja töluverða athygli er-
lendis og að hingað muni koma blaðamenn víða
að til þess að fylgjast með þeim. „Okkar verkefni er
að ná í og hafa umsjón með þeim erlendu blaðamönnum sem hingað
koma og sjá um að þeir hafi greiðan aðgang að viðburðinum, auk þess
að kynna fyrir þeim hvað Ísland og Reykjavíkurborg hafa upp á að bjóða
sem áfangastaðir fyrir ferðamenn,“ segir Sunna. „Það koma blaðamenn
frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Norðurlöndunum og Þýskalandi og það er
okkur kappsmál að Hestadagarnir fái jákvæða umfjöllun sem víðast.“
Sunna Þórðardótt-
ir verkefnisstjóri
hjá Íslandsstofu.
„Við vonum að hestadagarnir geti orðið að hefð og
hugsum okkur þá ekki ósvipaða Airwaves-hátíð-
inni sem tók nokkur ár að festa í sessi,“ segir Hildur
Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs
Icelandair hótela. Sú hótelkeðja, ásamt Icelandair
og Iceland Travel, er í samstarfi við LH og borgina
um hestahátíðina sem fram undan er.
„Til að efla ferðaþjónustu á Íslandi yfir vetr-
artímann er mikilvægt að auka úrval viðburða
sem höfða til ólíkra markhópa,“ segir Hildur. Hún
kveðst vita að íslenski hesturinn sé þekktur víða er-
lendis og telur hestahátíð eins og þessa kjörna til að
laða áhugamenn um hestamennsku hingað til lands.
„Við sem störfum hjá fyrirtækjum í eigu Ice-
landair Group fögnum þessu framtaki hestamanna
og nýtum að sjálfsögðu viðburðinn í markaðssetn-
ingu okkar á landinu og þeirri þjónustu sem við
bjóðum upp á,“ segir Hildur. „Það tekur vissulega
einhvern tíma en þátttaka í hátíðinni nú lofar góðu.“
Bæði Hilton Reykjavík Nordica og Icelandair
Hótel Loftleiðir eru fullbókuð dagana sem hátíðin
stendur. Hildur segir hátíðina kynnta hótelgestum
með margvíslegum hætti.
Ekki ósvipað Airwaves-hátíð
„Mikilvægt er að auka afþreyingu og úrval viðburða sem
höfða til ólíkra markhópa,“ segir Hildur. MYND/GVA
Mikið verður um að vera
alla Hestadagana en þeir ná
hámarki á laugardaginn, 2.
apríl. Þá verður skrúðreið
upp Laugaveginn og
fjölskylduskemmtun í
Laugardalnum.
„Hestadagar hafa ekki verið
haldnir áður í miðborginni með
þessum hætti, þó að auðvitað hafi
verið haldnar sýningar víða. Þeir
verða skemmtilegir, ekki bara
fyrir keppnisfólk heldur alla vel-
unnara íslenska hestsins. Til
dæmis fær fjölskyldufólk heil-
mikið við að vera,“ segir Oddrún
Ýr Sigurðardóttir skrifstofustjóri
hjá Landssambandi hestamanna-
félaga. Eitt af hennar hlutverk-
um hefur verið að vinna að undir-
búningi hátíðarinnar, ásamt sam-
starfsaðilum sem að henni standa.
Dagskrá Hestadaganna er fjöl-
breytt og ætti að höfða til flestra
að sögn Oddrúnar. „Helgin núna
byrjar með Orrasýningu í dag og
Lífstöltinu, kvennatölti Harðar í
Mosfellsbæ, til styrktar Kvenna-
deild Landspítalans, á morgun,“
byrjar hún upptalningu. Hún nefn-
ir líka ferðir austur fyrir fjall og
á Hvanneyri, fagsýningu Félags
tamningamanna og sölusýningu í
reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ, fjör
í Hafnarfirði á föstudag á bílaplani
Fjarðarkaupa og þá um kvöldið
stórsýningu sem er stíluð inn á
fjölskyldufólk í Reiðhöllinni í Víði-
dal. Þar kostar 1.000 krónur inn og
er frítt fyrir 13 ára og yngri.
„Laugardagurinn er svo heil
hátíð,“ segir Oddrún og bendir
á að alger nýlunda sé að farin sé
hópreið upp Laugaveginn á hest-
um. „Þar verða um tvö hundruð
hross. Fremst ríður kona í söðli,
íklædd skautbúningi, aftar verð-
ur póstlest og hestamannafélögin
munu bera sína félagsfána. Þetta
verður tilkomumikið.“ En hvernig
býst hún við að hestarnir kunni við
sig á helstu verslunargötu borgar-
innar? „Hestar eru hópdýr og hafa
stuðning hver af öðrum í svona
reið. Auðvitað verður þetta skrít-
ið fyrir þá, en þessir hestar eru nú
ýmsu vanir.“
Hópreiðin endar í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinum og þar verð-
ur fjörug dagskrá frá klukkan
13.30 til 16. Frítt er inn í garðinn.
Laugardagurinn endar á glæsi-
legri sýningu á ísnum í Skauta-
höllinni í Laugardal. „Þarna eru
bara glæsilegustu hestarnir okkar
og umgjörðin er flott,“ lofar Odd-
rún. „Rjóminn af íslenskri hesta-
mennsku. Allir skulu mæta.“ - gun
Skrautreið tvö hundruð
hesta upp Laugaveginn
„Fremst ríður kona í söðli, íklædd skautbúningi, aftar verður póstlest. Þetta verður tilkomumikið.“ Þannig lýsir Oddrún hópreið-
inni upp Laugaveg. MYND/GVA
Útgefandi: Landsamband hestamannafélaga | Heimilisfang: Íþróttamiðstöðin í Laugardal | Ritstjóri og ábyrgðar-
maður: Oddrún Ýr Sigurðardóttir | Vefsíða: www.hestadagar.is | Sími: 514 4030
Eina hestaleigan í Reykjavík
Hestaleiga – Reiðskóli - Hestaferðir
www.islenskihesturinn.is