Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 12
26. mars 2011 LAUGARDAGUR Í aðeins 10 mín. akstursfjarlægð frá Akureyri, við hliðina á Jólahúsinu er til leigu 582 fm húsnæði, blómaskáli og veitingasalur með eldunaraðstöðu. Húsnæðið býður uppá marga nýtingarmöguleika fyrir veitingasölu, verslun, veisluþjónustu, markaði og sýningar. Möguleiki er að leigja einnig 135 fm sér hús í burstabæjarstíl sem þarfnast viðgerðar. Eignirnar verða til sýnis laugardaginn 2. apríl n.k. á milli kl. 13.00 og 16.00. Til leigu - Blómaskálinn Vín, Eyjafirði Frekari upplýsingar veitir Sigrún Þorgrímsdóttir í síma 575 4059 eða í sigrunbt@byr.is Kynntu þér bókina um Betri næringu – betra líf Smáralind 25. - 27. mars Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir verður í básnum hjá Eymundsson á sýningunni Heilsa&hamingja sem haldin verður í Smáralind um helgina. Hún mun kynna betur bókina sína og gefa góð heilsubætandi ráð. Kolbrún verður á staðnum á milli kl. 15.00 og 16.00 bæði á laugardag og sunnudag. Frír aðgangur. ÁFRAM er hreyfi ng einstaklinga sem telja hagsmunum Íslands best borgið með því að Icesave-lög Alþingis (lög nr. 13/2011) haldi gildi sínu. Auglýsingar og annað starf hreyfi ngarinnar eru greidd með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. ÁFRAM - Laugavegi 3 - 101 Reykjavík - afram@afram.is Okkur gefst gullið tækifæri til þess að hraða uppbyggingu og vexti í atvinnulífi nu og skapa skilyrði fy rir bætt lífskjör. Ég vil halda áfram og er e kki í vafa um að betra er að segja já en ne i. „ “ Sigsteinn P. Grétars son, forstjóri Marel á Íslandi www.afram.is Já er leiðin áfram! FRÉTTASKÝRING Hvaða aðgerða ætlar ESB að grípa til? Leiðtogar Evróupsambandsins hafa samþykkt aðgerðir, sem eiga að tryggja stöðugleika á evr- usvæðinu þrátt fyrir efnahags- vanda einstakra ríkja. Aðgerðirnar fela annars vegar í sér nýjan neyðarsjóð með 500 milljörðum evra, eða ríflega 80.000 milljörðum króna, sem á til frambúðar að taka við af bráða- birgðasjóðnum, sem settur var á stofn á síðasta ári. Hins vegar fela þær í sér strangari reglur um samstarf í efnahagsmálum til að tryggja meiri aga í ríkisfjármálum og örva jafnframt hagvöxt. Regl- urnar ná til evruríkjanna sautján og sex annarra Evrópusambands- ríkja, þar á meðal Danmerkur, sem ákvað að vera með. Fjögur ESB-ríki standa þó áfram utan við þetta samstarf, þar á meðal Bret- land og Svíþjóð. Leiðtogarnir sögðust ánægð- ir með niðurstöðuna, sem hefur kostað töluverð innbyrðis átök. „Evrópa hefur gert nákvæm- lega það sem gera þurfti,“ sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsfor- seti, hróðugur mjög. „Ég sé ekki hvað við hefðum getað gert meira á þessu stigi, sem þýðir þó ekki að innan fárra mánaða verðum við ekki með nýjar hugmyndir í handraðanum.“ Fjárhagsvandræði Portúgals og afsögn ríkisstjórnarinnar þar í landi nú í vikunni varpaði þó skugga á leiðtogafundinn í Brussel. Jose Socrates forsætis- ráðherra sagði af sér á miðviku- dagskvöld eftir að þingið í Portú- gal hafnaði sparnaðaraðgerðum, sem stjórnin hugðist fara út í til að styrkja efnahagslífið. Í gær tók þingið í Portúgal ákvörðun um að efna til kosninga frekar en að mynda nýja ríkis- stjórn undir forystu stjórnar- andstöðunnar. Portúgal hefur þó ekki enn tekið ákvörðun um að leita til Evrópusambandsins um hjálp út úr efnahagsvandanum, sem orðinn er afar knýjandi. Leiðtogar Evrópusambandsins segjast þó sannfærðir um að geta hjálpað Portúgal út úr vandanum, gerist þess þörf, með svipuðum hætti og þeir komu Írlandi og Grikklandi til bjargar. „Ef Portúgal biður um hjálp verður að reikna með því að það gerist fljótlega, og að þá muni björgunarvarnirnar duga til,“ sagði Jean-Claude Juncker, for- sætisráðherra Lúxemborgar, en hann er helsti talsmaður leiðtoga evruríkjanna. gudsteinn@frettabladid.is Samstarf evruríkja sett í fastari skorður Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í gær heildarreglur um björgun evru- ríkja úr efnahagsvanda. Þeir segja nýju reglurnar marka tímamót, en stjórnar- kreppa í Portúgal varpaði skugga á leiðtogafundinn í Brussel sem lauk í gær. ELDARNIR SLÖKKTIR Eldar loguðu í Brussel í gær, kveiktir af mótmælendum meðan leiðtogafundurinn stóð yfir. Slökkviliðsmenn voru mættir til vinnu en regnið virðist hafa hjálpað eitthvað til. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ein stærsta snurðan sem hljóp á þráð leiðtogafundar Evrópusambandsins stafar af tregðu finnsku stjórnarinnar til að fallast á aukna fjárhagslega ábyrgð Finnlands á hugsanlegum aðgerðum til bjargar evruríkjum í vanda. Finnska stjórnin hefur þó fullan hug á að styðja aðgerðirnar. Vandinn er sá að þingkosningar verða í Finnlandi 17. apríl næstkomandi. Lítill flokkur finnskra þjóðernissinna, sem nefnist Sannir Finnar, hefur hins vegar vaxið mjög í skoðanakönnunum undanfarið og mælist nú með nærri tuttugu prósenta fylgi. Sá flokkur er algerlega andvígur því að Finnar taki á sig aukna fjárhags- lega ábyrgð í Evrópusamstarfi, og virðist sá málflutningur hans njóta vaxandi fylgis meðal kjósenda. Finnska stjórnin er því talin hafa lagt ríka áherslu á það að ekkert yrði endanlega ákveðið um fjárhagslegan hlut Finna í aðgerðunum fyrr en að loknum þingkosningum heima fyrir. Finnar tefja afgreiðslu Evrópusambands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.