Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 36
26. mars 2011 LAUGARDAGUR2 „Ég hef yndi af því að elda og umvefja vini mína, enda ég er vax- andi kokkur og byrjandi í bakstri,“ segir María sem á pabbahelgum ýmist vinnur eða fer í leikhús, en hún er nú í Grímunefndinni. „Þegar maður er leikari verður það bæði atvinna manns og áhuga- mál og ég reyni að sjá sem flest á sviði leiklistar, dans og óperu. Þessa helgina verð ég í Borgar- leikhúsinu að spinna efni í dans- leikhússýninguna Ferðalag Fön- ixins þar sem goðsagan er notuð sem vegvísir um óbyggðir lífs- ins, en verkið verður frumsýnt á Listahátíð í vor,“ segir María sem fer líka á fund vinkvenna sinna um helgar. „Þá erum við í rólegheit- um, því mér hefur aldrei fundist skemmtilegt að hanga á skemmti- stöðum,“ segir María sem stundar sund, göngur, skíði, hestamennsku og hugleiðslu. „Ég er lítið fyrir að sofa út og hanga í rúminu, og finn stundum á mánudögum að ég steingleymdi að hvíla mig. Samt kann ég að slaka á og hef stundað jóga frá því á unglingsárum,“ segir María sem í janúar hélt á vit indverskra munka á Indlandi þar sem hún sótti hug- leiðslunámskeið. „Bróðir minn var munkur á Indlandi í áratugi og lét munka taka á móti mér á flugvell- inum, sem var ekki amalegt að fá svo hlýjar móttökur í ókunnu landi og í raun dálítið eins og að koma heim,“ segir María sem síðan hefur fyllt heimili sitt indversk- um reykelsisilmi, tónlist og „chai“ á tehellunni. „Í klaustrinu var bara græn- metisfæði á boðstólum og hef ég haldið mig við það síðan. Mér er eðlislægt að borða hollt og hreyfa mig og því set ég engar kryddpyls- ur á pitsurnar nú,“ segir María og skellir upp úr. María er þessa dagana að skrifa einleik um skáldkonurnar Guð- nýju frá Klömbrum, Skáld-Rósu og Agnesi Magnúsdóttur, sem allar lentu í ástarsorg á 19. öld, en Agnesi lék María í samnefndri kvikmynd 1995. „Ég velti mikið vöngum yfir því hvernig maður þroskast og umbreytist í lífinu, og þarna velti ég því upp að eitt er að lenda í áfalli en annað hvernig á að takast á við það. Allar þessar konur tók- ust á við ástarsorgina á mismun- andi hátt, því ein dó úr ástarsorg, önnur drap elskhuga sinn og sú þriðja lifði af,“ segir María. En hví er ástarsorg henni svo hugleikin? „Eigum við nokkuð að fara út í það?“ svarar hún brosandi. „Ástin er aðalatriði í lífinu og alltaf verið mér hugleikin. Mér finnst ótrú- lega magnað hvernig hún kemur og fer, þroskast og þróast, og ástin hefur verið rauði þráðurinn í verk- um mínum. Við Charlotta Böving gerðum leikritið Mammamamma um móðurástina og ég gerði Sölku Völku ástarsögu og Úlfhamssögu sem fjallar um ást í fallegri og ljótri mynd, ásamt Sjúk í ást um ástir systkina. Þessa dagana er ég bara ástfangin af lífinu og börnun- um mínum, meðan prinsinn á hvíta hestinum er hvergi í sjónmáli.“ Annað kvöld verður María á RÚV í Tíma nornarinnar, og brátt hefjast tökur á nýrri syrpu gaman- þáttanna Hæ, Gosi, þar sem hún leikur færeyska hárgreiðslukonu. „Ég tala færeysku reiprennandi, en Ellingsen-nafnið kemur ekki þaðan, heldur frá norskum lang- afa sem var skipasmiður og kom hingað til að taka við Slippnum tvítugur að aldri. Hann stofnaði líka verslunina Ellingsen, sem var nýlega seld eftir 90 ára eign fjöl- skyldunnar, og þar vann ég lengi sem sendill og elska enn lyktina af tjöru, hampi og steinolíu. Að ætt minni koma líka færeyskir sjómenn og íslenskir prestar, en hinn langafi minn var séra Har- aldur Níelsson sem 27 ára þýddi Biblíuna.“ María reynir að fara sem oftast til Færeyja. „Mamma er ein níu systkina frá Vogi á Suðurey. Ég á því stóran frændgarð í Færeyjum og gæti vel hugsað mér að vera þar lengur í senn.“ María átti góðu fylgi að fagna í Hollywood á níunda áratugnum, þegar hún lék í sjónvarpi og kvik- myndum. „Ég hef haldið hurðinni að Hollywood opinni og er með umboðsmann í Lundúnum sem öðru hverju sendir eftir prufum. Ég hefði þó ekki viljað daga uppi sem Hollywood-leikkona því leik- húsið á í mér sterka taug og ég þarf að sinna minni þörf að segja frá því sem mér sjálfri liggur á hjarta.“ thordis@frettabladid.is „Konur vinna svo oft við eldhúsborðið,” segir María sem ásamt fleiri listakonum opnaði vinnuaðstöðu listakvenna með stóru eldhúsborði við Suðurgötu í janúar. Framhald af forsíðu „Ástin er aðalatriðið í lífinu og alltaf verið mér hugleikin. Mér finnst ótrúlega magnað hvernig hún kemur og fer, þroskast og þróast, og ástin hefur verið rauði þráður- inn í verkum mínum.” Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heldur tónleika úti á landi dagana 26.-28. mars. Kórinn byrjar í Dalsbúð í Búðardal klukkan 17 í dag og syngur við messu í Reykhólakirkju klukkan 14 á morgun. Klukkan 20 sama dag verða almennir tónleikar í Hólmavíkurkirkju og á mánudagskvöld verða tónleikar í Stykkishólmskirkju. 10% 25% Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið SKREF AÐ SKEMMTILEGU SUMRI Ræktun matjurta í heimilisgarðinum Hefst 29.mars Trjárækt á sumarhúsalóðum Haldið 13. apríl Fáðu krydd í tilveruna: Námskeið um ræktun kryddjurta Haldið 22. apríl VOR í ENDURMENNTUN Nánari upplýsingar og skráning á endurmenntun.is eða í síma 525 4444 Á ferð um Íslendingasagnaslóðir með Magnúsi Jónssyni Hefst 26. apríl Vestfirðir – fjársjóður við hvert fótmál Hefst 9. maí Í ríki Vatnajökuls: Austur-Skaftafellssýsla í allri sinni dýrð Hefst 16. maí Laugavegi 63 • S: 551 4422 Gardeur buxur Gallabuxur 20% afsláttur - 3 litir www.laxda l.is                                  ! "#             $%  &' ( " )*'! + &!  ,-  .  #   / '0 '  1  12)    3     4 5 #"    FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI MENNING Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Miðvikudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.