Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 22
26. mars 2011 LAUGARDAGUR22 Í lok maí verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á Möltu, sú fyrsta síðan 2003, þegar þjóðin ákvað að ganga í ESB. Nú skal kosið um hvort leyfa eigi hjón- um að skilja. Malta er kaþólskt land og þar þarf fólk að fara í eitthvert annað land til að sækja um og fá lögskilnað. Snúa svo til baka með stimplaða pappíra, sem eru afhentir maltneskum yfirvöldum svo skilnaður megi ganga í gegn. Nú á að breyta þessu þannig að eftir fjögurra ára skilnað að borði og sæng megi fólk skilja að lögum, án þess að þurfa að fara úr landi. „Ég vil búa í Evrópuríki, sem þýðir ekki bara að maður fljúgi til Brussel eða fari í ESB-röðina á flugvöllum. Það þýðir að maður lifir samkvæmt evrópskum gildum,“ segir Joseph Muscat, formaður stærsta stjórnar- andstöðuflokksins, Verkamannaflokksins, í viðtali við AFP. Muscat styður lögleiðingu skilnaðar, ólíkt Gonzi forsætisráðherra. Öll önnur ESB-ríki leyfa skilnað. Tæp níu prósent maltneskra þingmanna eru konur og hvergi í Evrópu- sambandinu eru jafn fáar konur hlutfallslega á vinnumarkaði. Það er hluti af átaki Maltverja í 2020-áætlun ESB að breyta þessu. Á hinn bóginn hefur maltneska stjórnin ekki viljað láta undan þrýstingi Evrópuþingisins um að lengja fæðingarorlofið, sem er fjórtán vikur. HJÓNUM ER BANNAÐ AÐ SKILJA ● Maltverjar eiga ekki viðlíka auðlindir og Íslendingar og framkvæmdastjórn ESB hefur skammað þá fyrir að slugsa við að nýta sér endurnýjanlega orkugjafa. Meðan Íslendingar gæla við að ESB-aðild auðveldi sölu raforku í gegnum sæstreng til megin- landsins vantar Maltverja svipaðan streng til að kaupa hana. Franskt fyrirtæki leggur nú rafstreng milli Möltu og Sikileyjar; meirihluti fjár- festingarinnar er frá Fjárfestinga- banka Evrópu og ESB. ● Þegar íslensk stjórnvöld vildu gera Ísland að alþjóðlegri fjár- málamiðstöð ákváðu Maltverjar að stofna til þekkingarmiðstöðvar. Nýborgin SmartCity átti að marka umbreytingu þjóðfélagsins í þekkingarþjóðfélag og skapa um 5.600 störf í tækni- og tölvu- geira. Maltverjum gekk betur en Íslendingum, því uppbyggingin er enn í gangi. Í janúar tilkynnti hugbúnaðarrisinn Cisco að hann ætlaði að hafa aðsetur þar. ● Fréttir af erlendri fjárfestingu og á Möltu eru nokkuð tíðar. Nágrannarnir í austri virðast líta á Möltu sem ákveðinn áfanga á leið- inni á Evrópumarkað og hafa t.d. Sádi-Arabar fjárfest þar duglega. Síðustu þrjú ár hefur utanríkis- ráðherra Möltu undirritað á annað hundrað tvíhliða samninga við erlend ríki, þar af minnst 30 til að auðvelda erlenda fjárfestingu. ● Maltverjar eru með litla stjórn- sýslu og ekki alltaf í samræmi við staðla ESB. Í fyrra stöðvaði framkvæmdastjórn ESB greiðslur í menntaáætlunum til þeirra vegna „sjóðs-óstjórnar“. Nemar urðu af greiðslum og brotlegir embættis- mennirnir voru reknir. Annars er Malta það ríki ESB sem fæstar Evrópureglur brýtur. B aráttan með og á móti aðild Möltu að Evr- ópusambandinu klauf þjóðina í tvær fylk- ingar, áður en Malta gekk í ESB fyrir sjö árum. Óvíða hefur verið tekist jafn mikið á um þessa ákvörðun og þar, í ríki sem er á stærð við rúman fimmtung Færeyja. Átökin gengu svo langt að þegar nýr meirihluti Verkamannaflokksins náði völdum 1996 dró hann umsókn Maltverja til baka, eða frysti hana. Fyrir var Malta tvíklofið samfé- lag um flesta hluti aðra en kaþólska trú, sem nær allir játast. Þar hafa tveir flokkar lengi verið með nær helming atkvæða hvor, fyrrnefnd- ur Verkamannaflokkur og svo Þjóð- ernisflokkurinn. Malta er gjarnan sögð á mótum Evrópu, Afríku og Mið-Austur- landa og fékk sjálfstæði frá Bretum 1964. Afstaða flokkanna tveggja til utanríkismála hefur verið ansi ólík. Þegar Þjóðernissinnar voru við völd urðu Maltverjar hluti Sam- einuðu þjóðanna og Evrópuráðsins og helstu skrefin í utanríkismálum voru stigin í vesturátt. Þjóðernis- flokkurinn sótti um aðild að ESB 1990. Verkamannaflokkurinn leit hins vegar til austurs og lagði áherslu á tvíhliða samninga við ESB, án pólitískrar þátttöku. Verkamanna- flokkurinn sagðist vilja vinna með sem flestum og lýsti yfir hlut- leysi Möltu þegar hann var við völd í kalda stríðinu. Malta átti að vera „Sviss Miðjarðarhafsins“. Flokkurinn bauð sérstak- lega upp á aukið samstarf við Kína og Líbíu. Reyndar var Malta í valdatíð Verka- mannaflokksins uppnefnd „Kúba Miðjarðarhafsins“. Þjóðin var því með öllu ósammála um hvar hún stæði í heiminum. Allt þar til Malta gekk í ESB 2004. Eftir það hefur ríkt mikil samstaða um aðild Möltu að ESB. Flokkarnir keppa nú á öðrum sviðum og formanni Verkamanna- flokksins, Joseph Muscat, sem er fyrir löngu yfirlýstur Evrópusinni, er gjarnan núið um nasir að hafa verið andstæðingur aðildar á yngri árum. Honum til ama er við hvert tækifæri rifjuð upp hin eldri utan- ríkisstefna Verkamannaflokksins og spurt: Hvar værum við í dag ef þessi flokkur hefði fengið að ráða? Aðildarferlið Margt var til fyrirmyndar í umsóknarferli Maltverja, sem var umfangsmeira en yfirstandandi umsóknarferli Íslendinga því Mal- tverjar voru vitaskuld ekki EES- þjóð þegar þeir sóttu um aðild. Mikið samráð var haft við hags- munahópa og komið á sérstöku nefndastarfi til að sem flestir tækju þátt. Ein afleiðing þessa, ef marka má skoðanakannanir, er sú að meirihluta Maltverja finnst sem afstaða hans eða „rödd“ skipti máli og heyrist innan ESB, fleirum en hjá ESB-þjóðum allajafna. Þá var mikið rætt opinberlega og í fjöl- miðlum um kosti og galla aðildar. Úr skotgröfum í samstöðu Malta er minnsta ríki ESB með um 410.000 íbúa. Þar urðu hatrömm átök um hvort ganga ætti í sam- bandið. Klemens Ólafur Þrastarson sá að margt þar minnir á íslenskar aðstæður en annað ekki. ÁRÓÐURSMYND Í umsóknarferlinu sagði Verkamannaflokkurinn meðal annars að fóstureyðingar yrðu lögleiddar við aðild að ESB, en sérstök bókun gegn fóstur- eyðingum var sett í aðildarsamninginn. Fóstureyðingar eru að öllu leyti eða hluta til bannaðar í þremur ESB-ríkjum. Á Möltu, Írlandi og í Póllandi. NORDICPHOTOS/AFP Maltnesk stjórnvöld hafa notað ESB-aðildina til að styrkja tengsl sín og stöðu meðal nágrannanna í Norður-Afríku og látið til sín taka í málefnum Miðjarðarhafs. Maltverjar hafa til dæmis fjárfest í Líbíu og eiga þar nokkurra hagsmuna að gæta. Þegar öll önnur ríki ESB vildu beita Líbíu refsiaðgerðum fyrr í mánuðinum beittu Malt- verjar neitunarvaldi sínu og stöðvuðu þær um nokkurt skeið. Þeir hafa lokað flugvöllum Möltu fyrir árásarflugi til Líbíu. Fyrir ekki hálfu ári síðan hitti forsætisráðherra Möltu Gaddafí, leiðtoga Líbíu, að máli í Trípólí til að ræða öryggismál. Helsta málið á dagskrá var það sem kallað hefur verið fjárkúgun Gaddafís, sem fór fram á fimm milljarða evra í árlegan styrk. Í staðinn myndi hann gera sitt til að koma í veg fyrir að þegnar sínir yfir- gæfu heimalandið til að bætast í stóran hóp ólöglegra innflytj- enda Evrópu. Sumir leiðtogar Evrópu hafa litið á Gadd afí sem bandamann í þessum málum og litið framhjá aðstæðum fólksins, sem hefur oft mátt dúsa í hraklegum flóttamannabúðum. Sam- starf ESB og leiðtoga Norður-Afríku hefur verið vægast sagt umdeilt meðal mannúðarsamtaka og víðar. MALTA – ÍSLAND ■ BRÚ MILLI ESB OG AFRÍKU Malta Grikkland Líbía Líbía TúnisAlsír Sikiley Ítalía Sardinía MIÐJARÐARHAFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.