Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 28
26. mars 2011 LAUGARDAGUR28 L ilja Katrín Gunnars- dóttir er stundvís. Þegar blaðakona mætir tímanlega á umsam- inn stað er Lilja Katr- ín mætt og búin að koma sér fyrir. Hún er í hádegis- hléi frá vinnunni sinni á Séð og heyrt en Lilja Katrín hefur unnið með hléum sem blaðamaður í sjö ár og hóf reyndar þann feril á Frétta- blaðinu 2004. „Ég ákvað að taka mér frí frá námi eftir stúdentspróf 2002, vann og flakkaði um Spán. Svo fór ég að vinna í afgreiðslunni á Fréttablaðinu og sótti um blaða- mannastarfið í kjölfarið,“ segir Lilja Katrín. „Það er skemmtilegt að vinna sem blaðamaður og fer ágætlega með leiklistinni núna,“ segir Lilja Katrín sem leikur aðal- hlutverkið í þáttunum Makalaus sem eru sýndir á Skjá einum. Skemmtileg tímavél Þáttaröðin Makalaus var tekin upp í ársbyrjun, vikur sem Lilja segir hafa verið algjört ævintýri. „Þetta er bara það skemmtilegasta sem ég hef gert, ég held það hafi verið smá leiðinlegt í vinnunni einn dag af 34. Annars var alltaf frábært og fólkið sem ég kynntist var hvert öðru skemmtilegra. Það var dálítið gaman að við vorum þarna nokkur sem höfðum lært leiklist erlendis og það tengdi okkur. Annars voru þetta allt miklir snillingar, fólkið sem sá um vinnslu þáttanna ekki síst. Það er ótrúlegt að lesa handrit og sjá svo að útkoman er miklu flottari en maður hefði getað gert sér í hugarlund.“ Lilja segist reynd- ar hafa þurft að stífla fréttanefið þegar hún var við tökur á Maka- laus. „Ég sat einhvern tíma og hugsað með mér að hér væri efni í ótal fréttir, en svo slökkti ég bara á forvitna blaðamanninum og hélt áfram að vinna vinnuna mína.“ Prufurnar fyrir hlutverk í þætt- ina fóru fram fyrir jól og segir Lilja aldrei hafa verið jafn stressaða eins og þegar hún tók þátt í þeim. „Í flestum prufum hef ég verið frekar slök en ég gat varla sofið áður en ég mætti í þessa, mig langaði svo í hlutverkið,“ segir Lilja, sem hafði lesið bók Tobbu Marinós sem þætt- irnir byggja á og langaði mikið til að leika nöfnu sína Sigurðardóttur. „Það var mjög gaman, líka vegna þess að það var pínu eins og að fá að heimsækja mig fyrir nokkr- um árum aftur, lifa lífi einhleypr- ar konu sem langar í kærasta og fer mikið út að skemmta sér með vinkonunum. Þetta er kannski aðeins ýkta útgáfan af þessum heimi, en mjög skemmtileg eigi að síður,“ segir Lilja, sem fannst það erfiðasta við þáttagerðina vera fjarveran frá litlu eins árs dóttur sinni Amelíu Björt. Sagan sem ekki átti að segja „Stundum fór ég út áður en hún vaknaði og kom heim þegar hún var sofnuð, það var erfitt,“ segir Lilja sem hefur skrifað heilt leikrit um meðgönguna og móðurhlutverkið, Mamma, ég? Einleik sem hún sýndi nokkrum sinnum í haust en stefnir á að fara með í leikför um landið á næstunni. „Við erum að skipuleggja þetta tæknimaðurinn og leikstjór- inn,“ segir Lilja, sem skrifaði leik- ritið í fæðingarorlofinu. „Dóttir mín hatar ekki að sofa, hún svaf allar nætur og lagði sig á dag- inn þannig að ég hafði mikinn laus- an tíma. Félagi minn Svanur Már Snorrason skrifaði leikritið með mér og við sendum hvort öðru text- ann. Kveikjan var sú að mig lang- aði til að lýsa meðgöngunni eins og hún er, með öllum fylgikvillunum, og fæðingunni sömuleiðis. Ég vissi mjög lítið um þessi mál og lang- aði til að lýsa því að meðgangan er fjarri því að vera dans á rósum þó að hún sé auðvitað vel þess virði. Þegar ég var búin að setja verk- ið saman þá fannst mér það mjög skemmtilegt og segja sögu stelpu sem var frekar kærulaus, ætlar ekki að eignast börn og verður svo ólétt á mjög kæruleysislegan hátt, en eignast svo barn sem hún elskar út af lífinu,“ segir Lilja Katrín og getur ekki annað en hlegið að því að sagan af því hvernig hún varð ólétt sé orðin hluti af leikriti, saga sem hún skammaðist sín mikið fyrir í fyrstu. Lilja Katrín varð nefnilega ólétt eftir einnar nætur gaman í Kaup- mannahöfn. „Ég sendi barns föður mínum, Hjalta Rúnari Sigurðs- syni, línu á Facebook þegar ég komst að því að ég var ólétt. Og sagði honum um leið að ég ætlaði í fóstur eyðingu. Hann sagðist styðja mig í minni ákvörðun. Ég panta svo tíma í fóstureyðingu á föstudegi en á miðvikudeginum vill svo til að tvær leikkonur í Borgarleikhúsinu, þar sem ég var í starfsnámi, byrja að ræða við mig í um barneignir og hvað óvænt ólétta geti verið mikil blessun. Ég hafði aldrei talað við þær áður og þetta var mjög furðu- leg tilviljun. Þær vissu auðvitað ekki að ég væri ólétt, ég var ekki að auglýsa það enda fannst mér hálf skammarlegt hvernig hún kom til.” Samtalið hreyfði við Lilju Katr- ínu, sem tók þá ákvörðun á leiðinni heim úr vinnunni að ganga með barnið sem hún bar undir belti. Þegar heim kom beið hennar einn- ig bréf frá barnsföður hennar þar sem hann sagðist vilja flytja heim og ala barnið upp með henni. Leikaradraumurinn sem rættist Það varð úr og um leið og kom heim flutti Lilja Katrín inn til hans og þau hafa verið saman síðan. Óléttan varð síðan til þess að Lilja Katrín fór sér hægt í að koma sér á framfæri í leiklistinni, en hún seg- ist hafa lítil tengsl við íslenskan leikhús heim. „Ég var reynd- ar nokkra mánuði í starfsnámi í Borgar leikhúsinu eftir að ég flutti heim, var aðstoðarmaður leikstjóra og það var bara mjög gaman. En ég fékk ekkert að leika þar, ólíkt skólasystkinum mínum sem fengu að leika í sínu starfsnámi, það er bara ekki hefð fyrir því hér,“ segir Lilja Katrín sem lærði leiklist í Árósum, í skóla sem hún fékk auga- stað á sextán ára framhaldsskóla- mær. „Ég sótti svo um á nokkrum stöðum þegar ég hafði ákveðið að láta leikara drauminn rætast, fór í inntökupróf í Árósum og komst inn.“ Skólinn er rússneskur og aðferðir leikhúsmeistarans Stanislavskis í hávegum hafðar. „Hann var þarna uppi um alla veggi, og við gerðum ótal æfingar í hans anda, marg- ar mjög leiðinlegar,“ segir Lilja og hlær. „Svo unnum við mikið í okkur sjálfum, eina önnina áttum við til dæmis bara að leika persónu- legar sögur úr eigin lífi. Það tók á, ég held reyndar að ég hafi aldrei grenjað jafn mikið og þennan tíma,“ segir Lilja Katrín, sem segir að hún hafi lært ótrúlega mikið á Árósaárunum, og auðvitað eignast fullt af vinum. „Borgin er frábær, alltaf eitthvað að gerast en samt nægilega lítil til þess að maður læri fljótt á hana,“ segir Lilja, sem þurfti reyndar undir lokin á Dan- merkurdvölinni að flytja í vafasamt hverfi fjarri alfaraleið til að endar næðu saman. „Haustið 2008 var eiginlega ekki hægt að vera lengur námsmaður í Danmörku. Þegar ég flutti út var danska krónan um 10 krónur en var orðin 30 krónur eftir hrunið,“ segir Lilja Katrín, sem unir sér vel á Íslandi í dag. „Dæmigerður dagur hjá mér núna er þannig að ég fer með dóttur mína til dagmömmu, í ræktina og svo í vinnuna. Kem heim síðdegis og er yfirleitt sofnuð snemma, ég er algjör A-manneskja,“ segir Lilja Katrín, sem mætir líka reglulega á brennóæfingar. „Vinkona mín dró mig með á Klambratúnið síðasta sumar til að spila og eftir það varð ekki aftur snúið. Ég hef aldrei æft hópíþrótt áður en er mjög dugleg að mæta og varð meira að segja Íslandsmeistari í síðustu keppni, liðin voru reyndar bara fimm en ég er ótrúlega ánægð með titilinn,“ segir Lilja Katrín að lokum. Uppáhaldsskemmtistaðurinn: Ölstofan alla leið! Eftirlætismaturinn: Sushi. Ég gæti borðað það í öll mál ef ég væri milljóna- mæringur. Þegar við vinkonurnar hittumst þá er skemmtilegast að … rifja upp gamla tíma, spila og dansa eins og fávitar. Að öskra nafn landsþekktra manna hefur líka vakið mikla lukku. Uppáhaldssjónvarpsþættir: Frasier, Friends og Seinfeld. Og ekki má gleyma hinum hámenningarlega America‘s Next Top Model sem veitir mér ávallt nýja sýn á lífið. Lítt þekkti breski þátturinn Deal or No Deal er svo möst eftir vinnu. Besta líkamsræktin: Tvímælalaust brennó. Eftirminnilegasta lífsreynslan: Að eignast dóttur mína. Það er kynngi- magnað og ólýsanlegt að finna manneskju koma út úr líkamanum á manni – og vera gjörsamlega fullkomin öll útötuð í slími og blóði. Pínlegasta atvikið: Skrifa Facebook-skilaboð til þáverandi ókunnugs manns og segja honum að ég væri ólétt. Fallegasti karlmaðurinn: Hjalti Rúnar Sigurðsson – allir karlmenn eru eins og Quasimodo við hliðina á honum. Besta partílagið: Þessa stundina er það S&M með Rihönnu. Roxanne með The Police klikkar hins vegar aldrei þegar vín er við hönd. Mér finnst rómantískt þegar … kærastinn minn kaupir handa mér danskt nammi á dönskum dögum í Hagkaup því hann veit að ég elska það. Ég er mjög einföld, ég veit. Draumaferðalagið: Mig dreymir um að komast til Ástralíu. Sá draumur hefur verið lifandi síðan ég byrjaði að horfa á Nágranna þegar ég var sex ára gömul. Einn daginn mun ég komast á Ramsey-stræti og heilsa upp á Harold. DANSKT NAMMI ER RÓMANTÍSKT Eins og að fara aftur í tímann Lilja Katrín Gunnarsdóttir hefur aldrei verið jafn stressuð og þegar hún fór í prufur fyrir hlutverk aðalsöguhetjunnar í Maka- laus. Ánægjan var því ótrúlega mikil þegar hún hreppti hlutverkið sem hefur vakið athygli á þessari ungu leikkonu sem vinnur einnig sem blaðamaður en vonast til að verða leikkona í fullu starfi einn daginn. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Lilju. LEIKKONA, BLAÐAMAÐUR OG BRENNÓSTJARNA Lilja Katrín Gunnarsdóttir sinnir mörgum hlutverkum á degi hverjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ILVA.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18 einfaldlega betri kostur Tortilla m/osti og skinku, osti og salami eða osti, lauk og papriku. (Borið fram með salati.) Verð 690,- nú 345,- HEIT TORTILLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.