Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 48
26. mars 2011 LAUGARDAGUR10 Sölumaður fyrir hársnyrtivörur o.fl. Innflutningsfyrirtæki óskar eftir kröftugum einstaklingi til sölustarfa. Starfið felst í kynningu og sölu á hárvörum o.fl. Um hlutastarf er að ræða. Menntun í hársnyrtiiðn æskileg. Þarf að búa yfir jákvæðni, skipulagshæfni og góðri þjónustulund. Góð íslensku-, ensku- og tölvu- kunnátta nauðsynleg. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á box@frett.is merkt „Sölumaður 263“ Snyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða Snyrtifræðing og/eða nuddara. Hlutastarf kemur einnig til greina. Umsókn ásamt mynd og upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist á box@frett.is fyrir 2. apríl. Ert þú sá sem við leitum að? Skemmtigarðurinn í Grafarvogi óskar eftir jákvæðum og metnaðarfullum sölumanni í öflugan og skemmtilegan hóp fólks. Starfslýsing Sala til einstaklinga og fyrirtækja Tilboðsgerð Samskipti við viðskiptavini Annað tilfallandi Hæfniskröfur Góð reynsla af sölustörfum skilyrði Frammúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum Sjálfstæði í vinnubrögðum Jákvætt viðhorf Góð tölvukunnátta Umsókn sendist fyrir 2. apríl á netfangið info@skemmtigardur.is merkt “sölumaður” Laust starf verkefnastjóra í nýsköpun og eflingu atvinnumála á Akranesi Laust er til umsóknar tímabundið starf verkefnastjóra við nýsköpun og eflingu atvinnulífs á Akranesi. Ráðið verður í starfið til 6 mánaða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni verkefnastjóra eru að starfa með starfshóp í nýsköpun og atvinnumálum, vinna að þróun sérstakra atvinnu- verkefna, vinna að framkvæmd atvinnumálastefnu bæjarins og vera tengiliður Akraneskaupstaðar við atvinnulífið og stoðstofnanir þess. Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi er æskileg. • Reynsla og þekking á atvinnumálum. • Reynsla af gerð og framkvæmd rekstrar- og fjárhagsáætlana. • Jákvæðni og frumkvæði í starfi. • Færni í mannlegum samskiptum. • Viðkomandi mun starfa undir stjórn bæjarritara. Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2011. Umsóknir skal senda til Jóns Pálma Pálssonar, bæjarritara, Stillholti 16 – 18, 300 Akranesi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari Akraneskaupstaðar (jon.palmi.palsson@akranes.is) og Ingibjörg Valdimarsdóttir, formaður starfshóps um nýsköpun og eflingu atvinnumála á Akranesi (ingibjorg.valdimarsdottir@akranes.is).“sími: 511 1144 Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins en lýtur sérstakri stjórn. Seðlabankinn fer með stjórn peningamála á Íslandi og hefur með höndum margþætta starfsemi í þeim tilgangi. Meginmarkmiðið með stjórn peningamála er stöðugleiki í verðlagsmálum. Seðlabankinn á enn fremur að sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd. Störf á fjármálasviði Seðlabanka Íslands Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða tvo sérfræðinga til starfa á fjármálasvið bankans. Um er að ræða 100% starfs- hlutfall með starfstöð í Reykjavík. Viðfangsefni fjármálasviðs lúta að öryggi og virkni fjármálastofnana og markaða, auk greiningar á grunn- þáttum fjármálakerfisins. Þá annast fjármálasvið verkefni bankans á sviði greiðslumiðlunar ásamt því að hafa um- sjón með fjárhirslum bankans. Sérfræðingur – rannsóknir og viðbúnaður Helstu verkefni: • Rannsóknir á stöðugleika fjármálakerfisins og aðrar rannsóknir er lúta að áhættu í fjármálakerfinu • Þátttaka í þróun greiningaraðferða fyrir kerfisáhættu og fjármálastöðugleika • Umfjöllun um samspil efnahagsþróunar og fjármálalegs stöðugleika • Skrif í rit bankans og þátttaka í kynningum Menntunar- og hæfniskröfur: • Meistarapróf í hagfræði, viðskiptafræði, verkfræði eða sambærilegum greinum sem nýtast í starfi • Þekking á tegundum fjármálaafurða, umhverfi og starfsemi fjármálafyrirtækja og fjármálamarkaða • Áhersla er lögð á framúrskarandi ritfærni, bæði á íslensku og ensku • Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi • Færni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, nákvæmni og metnaður til að ná árangri í starfi Nánari upplýsingar um starfið veitir Harpa Jónsdóttir, for- stöðumaður rannsókna og viðbúnaðar, í síma 569-9600. Sérfræðingur – greiðslukerfi Helstu verkefni: • Yfirsýn með þýðingarmiklum greiðslukerfum og innviðum þeirra • Mótun stefnu varðandi þróun kerfa, innleiðingu og rekstur þeirra • Setning reglna fyrir uppgjörskerfi og uppgjörfyrirkomulag • Tengsl innlendrar greiðslumiðlunarkerfa við erlend greiðslu- og uppgjörskerfi • Skipulag viðbúnaðarmála á vettvangi greiðslumiðlunar • Mat á nýjungum á sviði greiðslumiðlunar með tilliti til öryggis, skilvirkni og hagkvæmni Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, helst á sviði lögfræði • Þekking og reynsla á virkni greiðslumiðlunar, einkum á sviði verðbréfa- og kortaviðskipta • Þekking á evrópskri löggjöf og regluverki á sviði greiðslumiðlunar er kostur • Áhersla er lögð á framúrskarandi ritfærni, bæði á íslensku og ensku • Kunnátta í dönsku, sænsku og/eða norsku er æskileg • Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi • Færni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, nákvæmni og metnaður til að ná árangri í starfi Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Kr. Tómasson, aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður greiðslukerfa, í síma 569-9600. Störf á upplýsingasviði Seðlabanka Íslands Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða tvo öfluga einstak- linga til starfa í upplýsingatæknideild bankans. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfstöð í Reykjavík. Viðfangsefni upplýsingasviðs er að annast öflun, skrán- ingu og úrvinnslu tölfræðilegra gagna sem Seðlabankinn safnar vegna starfsemi sinnar. Upplýsingasvið annast einnig rekstur, þróun og viðhald hug- og vélbúnaðarkerfa bankans auk gagnagrunna hans. Kerfisstjóri Helstu verkefni: • Umsjón, þróun og daglegur rekstur á tölvuneti bankans og tengdum búnaði • Innleiðing nýrra kerfa, kennsla og notendaaðstoð • Samskipti við ytri þjónustuaðila Menntunar- og hæfniskröfur: • Þekking og reynsla af kerfisstjórnun í Microsoft umhverfi • MCTS, MCITP eða sambærilegt prófskírteini er kostur • Þekking og reynsla af rekstri Cisco búnaðar • CCNA prófskírteini er kostur • Þekking á VMWare búnaði er kostur • Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi • Færni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi Forritari Helstu verkefni: • Þarfagreining, forritun og viðhald hugbúnaðarkerfa og gagnagrunna • Samskipti við ytri þjónustuaðila Menntunar og hæfniskröfur: • Háskólapróf í tölvunarfræðum eða sambærileg menntun • Þekking á forritun í Microsoft umhverfi (Visual Studio 2010) • Þekking á forritun sem tengist SQL Server • Þekking á XML, vefþjónustum og þjónustumiðaðri högun (SOA) • Þekking á verkefnastjórnun er kostur • Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi • Færni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi Nánari upplýsingar um störfin veitir Arnar Freyr Guð- mundsson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar, í síma 569-9600. Sótt skal um öll störfin á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is, í síðasta lagi sunnudaginn 10. apríl næstkomandi. Umsóknir gilda í sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.