Fréttablaðið - 26.03.2011, Síða 8

Fréttablaðið - 26.03.2011, Síða 8
26. mars 2011 LAUGARDAGUR J.S.Bach BWV 245 Listvinafélag Hallgrímskirkju - 29. starfsár Sunnudaginn 3. apríl 2011 kl. 17 Minningartónleikar um Áskel Jónsson söngstjóra f. 5. apríl 1911. Hallgrímskirkja Reykjavík Menningarhúsið Hof Akureyri Laugardaginn 2. apríl 2011 kl. 17 Föstudaginn 1. apríl 2011 kl. 20 Jóhannesarpassía ÁFRAM er hreyfi ng einstaklinga sem telja hagsmunum Íslands best borgið með því að Icesave-lög Alþingis (lög nr. 13/2011) haldi gildi sínu. Auglýsingar og annað starf hreyfi ngarinnar eru greidd með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. ÁFRAM - Laugavegi 3 - 101 Reykjavík - afram@afram.is Ég...tel að það sé e kki bein lagaskylda á o kkur að borga þetta en ég tel hins vegar að áhæt tan af slíku dómsmáli s é það mikil að við eigum ekki að taka hana. „ “ Ragnar Hall hæstar éttarlögmaður Kastljós 20.2.2011 www.afram.is Já er leiðin áfram! JAFNRÉTTISMÁL Mun færri feður nýta sér fæðingarorlof eftir efnahagshrunið en áður. Á síð- ustu þremur árum hefur hámark á fæðingarorlofsgreiðslum verið lækkað í þrígang og er hámark- ið nú 300 þúsund krónur. Orlofs- greiðslum til feðra hefur fækkað um níu prósent frá árinu 2008, en greiðslum til mæðra fjölgað um 4,5 prósent. Um helmingur feðra lenda í hámarkinu á móti 20 prósent mæðra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu, Konur í kreppu?, sem er samantekt á opinberum töluleg- um gögnum á áhrifum efnahags- hrunsins á velferð kvenna. Þær Eygló Árnadóttir og Eva Björns- dóttir tóku skýrsluna saman fyrir hönd velferðarvaktarinn- ar, stýrihóps sem skipaður var af ráðuneytinu til að fylgjast með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum efnahagsástandsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu. „Skoða þyrfti kynjamun á þeim hópi foreldra sem þurfa að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og detta á meðan út af vinnumarkaði með til- heyrandi tekjutapi. Telja má að þarna séu konur í miklum meiri- hluta,“ segir í skýrslunni. Tekju- tap fjölskyldna er líklegra til að verða meira ef faðir fer í fæð- ingarorlof heldur en móðir. Við- horf til feðra í orlofum eru einn- ig ólík innan vinnustaða, en í rannsókn á vegum Rannsókna- stofu í kvenna- og kynjafræðum og fleiri frá árinu 2004 töldu 46 prósent atvinnurekenda að erf- itt væri fyrir karlmann að taka þriggja mánaða fæðingarorlof, en 26 prósent að erfitt væri fyrir konu að taka sex mánaða orlof. Kynjahlutfall atvinnulausra hér á landi hefur nú jafnast mun meira út heldur en var stuttu eftir efnahagshrunið. Niður- skurður hjá hinu opinbera hefur meiri áhrif á atvinnustöðu kvenna en karla þar sem konur eru yfirgnæfandi meirihluti ríkis starfsmanna og þá sérstak- lega í umönnunarkerfinu; 82 pró- sent af heilbrigðisstarfsfólki eru konur og 78 prósent grunnskóla- kennara. Í umsögn Kennarasambands Íslands til menntaráðs Reykja- víkur um tillögur að sameiningu leik- og grunnskóla í Reykjavík segir að breytingarnar hafi í för með sér að 60 leikskólastjórnend- um og 13 grunnskólastjórnendum verði sagt upp störfum. Þar af eru konurnar 70 og karlarnir 3. sunna@frettabladid.is Færri feður í orlof eftir efnahagshrun Efnahagshrunið hafði mikil áhrif á stöðu kynjanna í íslensku samfélagi kemur fram í nýrri skýrslu á vegum velferðarráðuneytisins. Hlutfall atvinnulausra kvenna hefur farið hækkandi og færri feður fara í fæðingarorlof en áður. FJÖLSKYLDUSTUND Fjöldi þeirra feðra sem taka sér fæðingarorlof hefur dregist saman um tæp tíu prósent eftir efnahagshrunið. Hlutfall mæðra í orlofi hefur hækkað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Efnahagshrunið virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á frjósemi í landinu. Fjöldi fæðinga hefur aukist jafnt og þétt síðan árið 2003 en árin 2008 og 2009 voru þriðju fjölmennustu fæðingarár sögunnar frá því að mælingar hófust. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni fæddust 5.027 börn á Íslandi árið 2009 en árið 2007 voru þau 4.560. Í skýrslu velferðarvaktarinnar kemur fram að fóstureyðingum stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára hafi fækkað mikið árið 2009 og hafi þær ekki verið færri síðan árið 1991. Fæðingum hjá þessum aldurshópi fækkaði einnig í kreppunni. Þó fjölgaði fóstureyðingum árið 2009, að undanskildum fyrr- greindum hópi. Mest fjölgaði fóstureyðingum meðal 25 til 29 ára kvenna, alls voru þær 244 árið 2009 og hafa aldrei verið fleiri í þeim hópi. Mun fleiri karlar fara í ófrjósemisaðgerðir en konur. Aðgerðunum hefur fækkað síðan árið 2000, en þá var hlutfall kvenna 67,5 prósent. Nú hafa hlutföllin snúist við því hlutfall karla er nú orðið 70 prósent. Fóstureyðingar ekki færri síðan 1991 Konur Karlar 2008 32.083 18.204 2009 33.565 17.994 2010 33.521 16.586 Fjöldi greiðslna til fæðingarorlofs LÖGREGLUMÁL Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi síðdegis í fyrradag. Við húsleit fundust tuttugu kannabisplöntur og var ræktunin vel á veg komin. Á sama stað var einnig lagt hald á tvö skotvopn, haglabyssu og riffil. Karlmaður um þrítugt, sem kom á vettvang á meðan á leitinni stóð, var handtekinn. Í fórum hans fundust um 25 grömm af kókaíni. Í framhaldinu var farið til húsleit- ar hjá leigutaka húsnæðisins, karl- manns á svipuðum aldri. Í híbýlum hans í Grafarvogi fundust á fjórða tug ampúlla af sterum og um tutt- ugu kannabisplöntur en kannabis- ræktunin var haganlega falin í bíl- skúr við heimili mannsins. Málin teljast upplýst. Fyrrnefndar aðgerðir eru liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lög- reglan á fíkniefnasímann 800- 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsing- um um fíkniefnamál. Fíkniefna- síminn er samvinnuverkefni lög- reglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. - jss Lögreglan handtók tvo karlmenn í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi í gær: Fundu byssur, kókaín og stera KÓKAÍN Annar mannanna var með umtalsvert magn af kókaíni í fórum sínum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.