Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 77
LAUGARDAGUR 26. mars 2011 45 Leikarinn Jeremy Piven hefur bæst í hóp þeirra sem eru orðaðir við hlutverk Charlie Sheen í þátt- unum Two and a Half Men. Piven er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Entourage þar sem hann leikur umboðsmanninn ósvífna Ara Gold. Mikil óvissa ríkir um framtíð Two and a Half Men eftir að Char- lie Sheen var rekinn úr aðalhlut- verki þáttanna. Sjónvarpsstöð- in CBS er undir mikilli pressu að leysa úr flækjunni og annað hvort halda áfram framleiðslu þáttanna með nýjum aðalleikara eða hrein- lega hætta framleiðslunni. Hafa leikararnir Rob Lowe og John Stamos einnig verið orðaðir við hlutverk Charlie Sheen. „Jeremy er frábær leikari og afar vinsæll,“ er haft eftir heim- ildarmanni úr herbúðum CBS í fjölmiðlum vestanhafs. „Nafn hans hefur komið upp í umræðum um framtíð þáttanna. Ef einhver getur fyllt skarð Charlie þá er það hann.“ Þessi ummæli komu fjölmiðla- fulltrúa Jeremy Piven á óvart, enda hefur enginn frá CBS haft samband við hann um hugsanlegt hlutverk í þáttunum, samkvæmt yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í vikunni. Piven orðaður við hlutverk Sheens NÝR CHARLIE? Jeremy Piven leikur umboðsmanninn Ara Gold í þáttunum Entourage og er nú orðaður við hlutverk Charlie Sheen í Two and a Half Men. Bandarísku draumpoppararnir í Beach House spila á Airwaves- hátíðinni í haust. Platan þeirra Teen Dream var af mörgum talin ein besta plata síðasta árs. Enska stuðsveitin Totally Enormous Extinct Dinosaurs mætir einnig á hátíðina ásamt norsku pönkrokk- urunum í Honningbarna og Matt- hew Hemerlein frá Washington DC. Popparinn Friðrik Dór, Kira Kira, Retro Stefson og Valdimar hafa einnig bæst í hópinn. For- vitnilegt verður að sjá Friðrik Dór, sem hefur náð miklum vinsældum fyrir íslenska R&B-tónlist sína, spreyta sig á Airwaves-hátíðinni. Beach House á Airwaves MÆTIR Á AIRWAVES Bandaríska hljóm- sveitin Beach House spilar á Airwaves- hátíðinni í haust. Enska hljómsveitin Radiohead ætlar að gefa út ókeypis blað, The Universal Sigh, um allan heim síðar í þessum mánuði. Tilefnið er útgáfa plötunnar The King of Limbs á geisladiski og á vínyl 28. mars. Á vefsíðunni Theuniversal- sigh.com er listi yfir löndin þar sem blaðið kemur út og er Ísland þar á meðal. 9. maí kemur síðan út sérstök útgáfa af nýju plötunni í blaðaformi. Blaðið sem kemur út 28. mars fylgir ekki með þeirri útgáfu. The King of Limbs, sem er áttunda hljóðversplata Radiohead, kom út stafrænt í febrúar. Frítt blað frá Radiohead GEFA ÚT DAGBLAÐ Thom Yorke og félagar í Radiohead ætla að gefa út ókeypis blað. Fyrsta hlutverk Arnolds Schwarzenegger eftir að hann hætti sem ríkis stjóri Kaliforníu verður í nýjum sjónvarpsþátt- um. Mikil leynd hvílir yfir þátt- unum og hefur þeim eingöngu verið lýst sem alþjóðlegum. Þeir verða kynntir til sögunnar á blaða- mannafundi í Cannes 4. apríl. Schwarzenegger er einnig í við- ræðum um að leika í framhaldi hasarmyndarinnar True Lies. Kraftakarlinn lagði leiklistina á hilluna þegar hann gerðist ríkis- stjóri árið 2003 en fór þó með lítil hlutverk í myndunum The Expendables og Around the World in 80 Days. Arnold fer í sjónvarpið Allar sex Star Wars myndirnar verða sýndar í þrívídd í kvik- myndahúsum næstu sex árin í réttri röð. Þetta eru góð tíðindi fyrir hina fjölmörgu aðdáend- ur Stjörnustríðsins. Byrjað verður á Star Wars I: The Phantom Menace og verð- ur hún frumsýnd á Íslandi 10. febrúar 2012. Tæplega 65 þús- und manns sáu hana eftir að hún var frumsýnd á Íslandi 1999 og er hún á meðal vin- sælustu mynda sem hafa verið sýndar hérlendis. Hún náði inn tæpum fjörutíu milljónum króna í aðgangstekjur. Star Wars II: Attack of the Clones verður næst sýnd árið 2013. Stjörnustríð sýnt í þrívídd STJÖRNUSTRÍÐ Allar sex Star Wars myndirnar verða sýndar í þrívídd næstu sex árin. Opnunartímar: mán - laug: 10: 00 - 18:00 sun: 11:00 - 16 :00 FYRIR HIÐ SANNA ÚTIVISTARFÓLK 66°NORÐUR opnar sérverslun fyrir börn í Bankastræti 9 www.66north.is MÍMIR pollagalli Stærðir: 86 - 128 BIFRÖST hettupeysa Stærðir: 92 - 164 RÁN kápa Stærðir: 92 - 164 66°NORÐU R hefur opna ð nýja barnafatave rslun. Hún mun þ jóna besta útivis tarfólki landsins se m eru að okkar mati börnin. Þau leika s ér úti sama hvern ig viðrar og er u okkar kröfuhörðu stu viðskiptavin ir. Opnunarhátíð laugardaginn 26. marsÖll börn fá glaðning. Sveppi og Villi koma í heimsókn kl. 15:00. Endilega kíkið við í Bankastræti 9! ALLIR VELKOMNIR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.