Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 74
26. mars 2011 LAUGARDAGUR42 42 menning@frettabladid.is Laugardagur 26. mars 2011 ➜ Tónleikar 15.00 Vortónleikar Vox feminae, Þar skein sól í heiði, verða haldnir í Grensáskirkju í dag kl. 15. Aðgangseyrir kr. 1.500. Miðar seldir við inngang. 22.00 Hljómsveitin Gæðablóð heldur tónleika á Bar og gallerí 46 í kvöld kl. 22. Leikin verða lög eftir aðra listamenn frá ýmsum löndum. Aðgangseyrir kr. 1.500. ➜ Sýningar 14.00 Listakonan Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýninguna Þorra- blót í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í dag kl. 14. Á opnuninni leikur Friðjón Hallgrímsson á harmoniku og Gunnar Þorsteinsson fer með kvæði. ➜ Myndlist 15.00 Myndlistamaðurinn Ingimar Waage opnar olíumálverkasýningu í Gallerí Fold í dag kl. 15. Sýningin stendur til 10.apríl. ➜ Útivist 10.00 Landssamtök hjólreiðamanna bjóða til hjólreiðaferðar í dag kl. 10.15. Lagt af stað frá Hlemmi. Hjólað í 1-2 klst. Allir velkomnir. Þátttaka ókeypis. Sunnudagur 27. mars 2011 ➜ Tónleikar 17.00 Orgeltónleikar Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur fara fram í Hjalla- kirkju kl. 17. Helga leikur verk eftir Buxtehude, Mendelssohn, Messiaen og Jón Nordal. Aðagangur er ókeypis. ➜ Sýningarspjall 15.00 Myndlistamaðurinn Sigtryggur Bjarni Baldvinsson verður með lista- mannsspjall á sýningunni Varanlegt augnablik. Spjallið verður í Hafnarborg kl. 15. Enginn aðgangseyrir. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður að Stangarhyl 4 í kvöld frá kl. 20-23. Danshljómsveitin Klassík leikur dans- lög. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Tilgangurinn með ferð minni var að safna fyrir prófessorinn dæmum um tvítölu, skrá þau niður ítar- lega með upplýsingum um viðmælendur, svo sem heim- kynni þeirra, aldur og stöðu. Söfnunin yrði að eiga sér stað í dreifbýli, því það var vitað mál að tví- talan lifði þar betur en í borgunum, þar sem hún var um það bil að deyja út. Þar sem ég sat í þröngum lestarklefanum á leið minni til Ljubljana braut ég mjög heilann um það hvernig ég ætti að standa að söfnuninni. Takmarkið væri jú að ná á blað sem flestum setn ingum sem fælu í sér hina víkjandi tvítölu, það er að segja orðin við (nf.), okkur (þf. og þgf.) og okkar (ef.) í stað hinna algengari beygingarmynda vér, oss og vor. Samsvarandi orðmyndir í annarri persónu yrðu þá þið, ykkur og ykkar, í stað þér, yður og yðar. Skyndilega flaug mér í hug þetta snilldarráð: Ég skyldi skrifa niður aug- lýsingu, og fá hana birta í útbreiddasta dagblaði Slóvena! Ég bretti upp ermarnar, setti mig í skriftar stellingarnar og hripaði niður auglýsingu sem hljóðaði svo: „Vel stæður Frakki auglýsir eftir landsbyggðarstúlku með hjónaband í huga. Vinsamlegast skrifið niður og sendið á neðangreint póstfang helstu upplýsingar um yður sjálfa, sem og hugmynd yðar um hjónabandið og samvistir hjóna“. Það þurfti ekki að spyrja að árangrinum. Bréfin hrönnuðust upp og tugir kvenna tjáðu þar væntingar sínar til hjónabandsins, og ýmist skrifuðu þær við myndum eða vér myndum, við svæfum eða vér svæfum, heimili okkar eða heimili vort og svo framvegis. Dásamlegt! Nú þurfti ég ekki annað en að bæta við nokkrum viðtölum við karlmenn, svo að prófessorinn yrði ánægður. Bréfin voru mörg hver tilfinningaþrungin og sneisa- full af draumum um betra líf og bætta þjóðfélags- stöðu. Eitt bréfanna bar þó af, bæði hvað varðaði tvítölunotkun og hugmyndir um sambúð karls og konu. Þessu bréfi svaraði ég, og með þeim hætti tókst mér að ná kynnum við verðandi eiginkonu mína. Ég sneri því til baka, og býsna lukkulegur með árangurinn. Einhleypingurinn fyrrverandi hugsar nú í tvítölu. Aðalheiður Guðmundsdóttir: Einhleypingurinn 1. SÆTI: Aðalheiður Guðmundsdóttir, aðjúnkt í þjóðfræði á Félagsvísinda- sviði. Aðalheiður átti tvo af þeim 25 textum sem sýndir voru í Kringlunni. Báðir voru þeir í hópi 20 smásagna sem hún skrifaði nýlega en stytti fyrir keppnina. Hún segir skáldskapinn góða leið til að ljá fræðunum nýtt líf en í Einhleypingn- um styðst hún við gamla munnmælasögu um hvernig franskur málfræðingur stóð að söfnun málfræðidæma. Í sigurlaun fékk Aðalheiður bókapakka frá Opnu. ÁTTU ORÐ? Fréttablaðið birtir þrjá texta sem urðu hlutskarpastir í Áttu orð? – textasamkeppni Hug- vísindasviðs Háskóla Íslands. Tilkynnt var um úrslitin 19. mars. Hugvísindasvið efndi til keppninnar í tilefni af aldarafmæli Háskólans og var nemendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans boðið að taka þátt. Hátt í 200 textar voru sendir inn. Þriggja manna dómnefnd, skipuð lektor í ritlist og tveimur rithöfundum, valdi úr þeim 25 texta sem voru til sýnis í Kringlunni 11. til 19. mars. Gestir Kringlunnar gátu látið skoðun sína í ljós og hafði dómnefnd atkvæði þeirra til hliðsjónar þegar hún valdi þá þrjá texta sem þóttu skara fram úr. Áttu orð? Textasamkeppni Hugvísindasviðs Háskóla ÍslandsHVAÐ? HVENÆR? HVAR? 21.30 Styrktartónleikar fyrir Krabbameinsfélag Íslands verða á Sódómu í kvöld. Fram koma Böddi úr Dalton, Morgan Kane, Morning After Youth, Noise, UnderCover, Endless Dark og Finnegan. Allur ágóði rennur óskiptur til Krabbameins- félagsins. Húsið verður opnað 21.30. Aðgangseyrir kr. 1.500, en kr. 1.000 fyrir þá sem skarta mottu. Bændur flugust á Í tilefni þess að Ísland verður heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt í haust hafa Bergur Ebbi Benediktsson, Ugla Egilsdóttir og Dóri DNA sett saman skemmtilega sýningu sem byggir á Íslendingasögunum. Sýningin heitir Bændur flugust á og er í léttum dúr þar sem sögurnar eru skoðaðar frá óvæntum og skemmti- legum sjónarhornum. Með stuðningi Landsbankans fer þessi sýning víða um land 28/3 Brúarásskóla við Egilsstaði, kl. 10 Menntaskólanum á Egilsstöðum, kl. 15 29/3 Menntaskólanum á Akureyri, kl. 9 Framhaldsskólanum Húsavík, kl. 14 30/3 Framhaldsskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, kl. 11 31/3 Fjölbrautaskóli Suðurlands, kl. 9:45 1/4 Fjölbrautaskóla Suðurnesja, kl. 11:10 2/4 Njálusetrinu á Hvolsvelli, kl. 15 6/4 Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi, kl. 12:10 Verið velkomin á opnun sýningarinnar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi Laugardaginn 26. mars kl. 14 Aðalheiður S. Eysteinsdóttir fangar þorrablóts- stemningu fyrr og nú með skúlptúrum og lágmyndum. Við opnun leikur Friðjón Hallgrímsson á harmoniku og Gunnar Þorsteinsson fer með kvæði. Sunnudaginn 27. mars kl. 14 - 16 Aðalheiður býður börnum og aðstandendum þeirra að skapa listaverk í anda sýningarinnar Þorrablót. Allir velkomnir! Þorrablót Listsmiðja Menningarmiðstöðin Gerðuberg | Gerðubergi 3-5 | 111 Reykjavík | Sími 575 7700 | gerduberg@reykjavik.is | www.gerduberg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.