Fréttablaðið - 26.03.2011, Page 77

Fréttablaðið - 26.03.2011, Page 77
LAUGARDAGUR 26. mars 2011 45 Leikarinn Jeremy Piven hefur bæst í hóp þeirra sem eru orðaðir við hlutverk Charlie Sheen í þátt- unum Two and a Half Men. Piven er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Entourage þar sem hann leikur umboðsmanninn ósvífna Ara Gold. Mikil óvissa ríkir um framtíð Two and a Half Men eftir að Char- lie Sheen var rekinn úr aðalhlut- verki þáttanna. Sjónvarpsstöð- in CBS er undir mikilli pressu að leysa úr flækjunni og annað hvort halda áfram framleiðslu þáttanna með nýjum aðalleikara eða hrein- lega hætta framleiðslunni. Hafa leikararnir Rob Lowe og John Stamos einnig verið orðaðir við hlutverk Charlie Sheen. „Jeremy er frábær leikari og afar vinsæll,“ er haft eftir heim- ildarmanni úr herbúðum CBS í fjölmiðlum vestanhafs. „Nafn hans hefur komið upp í umræðum um framtíð þáttanna. Ef einhver getur fyllt skarð Charlie þá er það hann.“ Þessi ummæli komu fjölmiðla- fulltrúa Jeremy Piven á óvart, enda hefur enginn frá CBS haft samband við hann um hugsanlegt hlutverk í þáttunum, samkvæmt yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í vikunni. Piven orðaður við hlutverk Sheens NÝR CHARLIE? Jeremy Piven leikur umboðsmanninn Ara Gold í þáttunum Entourage og er nú orðaður við hlutverk Charlie Sheen í Two and a Half Men. Bandarísku draumpoppararnir í Beach House spila á Airwaves- hátíðinni í haust. Platan þeirra Teen Dream var af mörgum talin ein besta plata síðasta árs. Enska stuðsveitin Totally Enormous Extinct Dinosaurs mætir einnig á hátíðina ásamt norsku pönkrokk- urunum í Honningbarna og Matt- hew Hemerlein frá Washington DC. Popparinn Friðrik Dór, Kira Kira, Retro Stefson og Valdimar hafa einnig bæst í hópinn. For- vitnilegt verður að sjá Friðrik Dór, sem hefur náð miklum vinsældum fyrir íslenska R&B-tónlist sína, spreyta sig á Airwaves-hátíðinni. Beach House á Airwaves MÆTIR Á AIRWAVES Bandaríska hljóm- sveitin Beach House spilar á Airwaves- hátíðinni í haust. Enska hljómsveitin Radiohead ætlar að gefa út ókeypis blað, The Universal Sigh, um allan heim síðar í þessum mánuði. Tilefnið er útgáfa plötunnar The King of Limbs á geisladiski og á vínyl 28. mars. Á vefsíðunni Theuniversal- sigh.com er listi yfir löndin þar sem blaðið kemur út og er Ísland þar á meðal. 9. maí kemur síðan út sérstök útgáfa af nýju plötunni í blaðaformi. Blaðið sem kemur út 28. mars fylgir ekki með þeirri útgáfu. The King of Limbs, sem er áttunda hljóðversplata Radiohead, kom út stafrænt í febrúar. Frítt blað frá Radiohead GEFA ÚT DAGBLAÐ Thom Yorke og félagar í Radiohead ætla að gefa út ókeypis blað. Fyrsta hlutverk Arnolds Schwarzenegger eftir að hann hætti sem ríkis stjóri Kaliforníu verður í nýjum sjónvarpsþátt- um. Mikil leynd hvílir yfir þátt- unum og hefur þeim eingöngu verið lýst sem alþjóðlegum. Þeir verða kynntir til sögunnar á blaða- mannafundi í Cannes 4. apríl. Schwarzenegger er einnig í við- ræðum um að leika í framhaldi hasarmyndarinnar True Lies. Kraftakarlinn lagði leiklistina á hilluna þegar hann gerðist ríkis- stjóri árið 2003 en fór þó með lítil hlutverk í myndunum The Expendables og Around the World in 80 Days. Arnold fer í sjónvarpið Allar sex Star Wars myndirnar verða sýndar í þrívídd í kvik- myndahúsum næstu sex árin í réttri röð. Þetta eru góð tíðindi fyrir hina fjölmörgu aðdáend- ur Stjörnustríðsins. Byrjað verður á Star Wars I: The Phantom Menace og verð- ur hún frumsýnd á Íslandi 10. febrúar 2012. Tæplega 65 þús- und manns sáu hana eftir að hún var frumsýnd á Íslandi 1999 og er hún á meðal vin- sælustu mynda sem hafa verið sýndar hérlendis. Hún náði inn tæpum fjörutíu milljónum króna í aðgangstekjur. Star Wars II: Attack of the Clones verður næst sýnd árið 2013. Stjörnustríð sýnt í þrívídd STJÖRNUSTRÍÐ Allar sex Star Wars myndirnar verða sýndar í þrívídd næstu sex árin. Opnunartímar: mán - laug: 10: 00 - 18:00 sun: 11:00 - 16 :00 FYRIR HIÐ SANNA ÚTIVISTARFÓLK 66°NORÐUR opnar sérverslun fyrir börn í Bankastræti 9 www.66north.is MÍMIR pollagalli Stærðir: 86 - 128 BIFRÖST hettupeysa Stærðir: 92 - 164 RÁN kápa Stærðir: 92 - 164 66°NORÐU R hefur opna ð nýja barnafatave rslun. Hún mun þ jóna besta útivis tarfólki landsins se m eru að okkar mati börnin. Þau leika s ér úti sama hvern ig viðrar og er u okkar kröfuhörðu stu viðskiptavin ir. Opnunarhátíð laugardaginn 26. marsÖll börn fá glaðning. Sveppi og Villi koma í heimsókn kl. 15:00. Endilega kíkið við í Bankastræti 9! ALLIR VELKOMNIR.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.