Fréttablaðið - 26.03.2011, Síða 48
26. mars 2011 LAUGARDAGUR10
Sölumaður fyrir hársnyrtivörur o.fl.
Innflutningsfyrirtæki óskar eftir kröftugum
einstaklingi til sölustarfa.
Starfið felst í kynningu og sölu á hárvörum o.fl.
Um hlutastarf er að ræða. Menntun í hársnyrtiiðn
æskileg. Þarf að búa yfir jákvæðni, skipulagshæfni og
góðri þjónustulund. Góð íslensku-, ensku- og tölvu-
kunnátta nauðsynleg.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á box@frett.is merkt
„Sölumaður 263“
Snyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu óskar
eftir að ráða Snyrtifræðing og/eða nuddara.
Hlutastarf kemur einnig til greina.
Umsókn ásamt mynd og upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist á box@frett.is
fyrir 2. apríl.
Ert þú sá sem við leitum að?
Skemmtigarðurinn í Grafarvogi óskar eftir
jákvæðum og metnaðarfullum sölumanni
í öflugan og skemmtilegan hóp fólks.
Starfslýsing
Sala til einstaklinga og fyrirtækja
Tilboðsgerð
Samskipti við viðskiptavini
Annað tilfallandi
Hæfniskröfur
Góð reynsla af sölustörfum skilyrði
Frammúrskarandi hæfni í mannlegum
samskiptum
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Jákvætt viðhorf
Góð tölvukunnátta
Umsókn sendist fyrir 2. apríl á netfangið
info@skemmtigardur.is merkt “sölumaður”
Laust starf verkefnastjóra í
nýsköpun og eflingu atvinnumála
á Akranesi
Laust er til umsóknar tímabundið starf verkefnastjóra við nýsköpun
og eflingu atvinnulífs á Akranesi. Ráðið verður í starfið til 6 mánaða
og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni verkefnastjóra eru að starfa með starfshóp í
nýsköpun og atvinnumálum, vinna að þróun sérstakra atvinnu-
verkefna, vinna að framkvæmd atvinnumálastefnu bæjarins og
vera tengiliður Akraneskaupstaðar við atvinnulífið og stoðstofnanir
þess.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi er æskileg.
• Reynsla og þekking á atvinnumálum.
• Reynsla af gerð og framkvæmd rekstrar- og fjárhagsáætlana.
• Jákvæðni og frumkvæði í starfi.
• Færni í mannlegum samskiptum.
• Viðkomandi mun starfa undir stjórn bæjarritara.
Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2011. Umsóknir skal senda til
Jóns Pálma Pálssonar, bæjarritara, Stillholti 16 – 18, 300 Akranesi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari
Akraneskaupstaðar (jon.palmi.palsson@akranes.is) og Ingibjörg
Valdimarsdóttir, formaður starfshóps um nýsköpun og eflingu
atvinnumála á Akranesi (ingibjorg.valdimarsdottir@akranes.is).“sími: 511 1144
Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins en lýtur sérstakri stjórn.
Seðlabankinn fer með stjórn peningamála á Íslandi og hefur með höndum margþætta
starfsemi í þeim tilgangi. Meginmarkmiðið með stjórn peningamála er stöðugleiki í
verðlagsmálum. Seðlabankinn á enn fremur að sinna viðfangsefnum sem samrýmast
hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að
virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd.
Störf á fjármálasviði Seðlabanka
Íslands
Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða tvo sérfræðinga til
starfa á fjármálasvið bankans. Um er að ræða 100% starfs-
hlutfall með starfstöð í Reykjavík.
Viðfangsefni fjármálasviðs lúta að öryggi og virkni
fjármálastofnana og markaða, auk greiningar á grunn-
þáttum fjármálakerfisins. Þá annast fjármálasvið verkefni
bankans á sviði greiðslumiðlunar ásamt því að hafa um-
sjón með fjárhirslum bankans.
Sérfræðingur – rannsóknir og
viðbúnaður
Helstu verkefni:
• Rannsóknir á stöðugleika fjármálakerfisins og aðrar
rannsóknir er lúta að áhættu í fjármálakerfinu
• Þátttaka í þróun greiningaraðferða fyrir kerfisáhættu og
fjármálastöðugleika
• Umfjöllun um samspil efnahagsþróunar og fjármálalegs
stöðugleika
• Skrif í rit bankans og þátttaka í kynningum
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Meistarapróf í hagfræði, viðskiptafræði, verkfræði eða
sambærilegum greinum sem nýtast í starfi
• Þekking á tegundum fjármálaafurða, umhverfi og
starfsemi fjármálafyrirtækja og fjármálamarkaða
• Áhersla er lögð á framúrskarandi ritfærni, bæði á
íslensku og ensku
• Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi
• Færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, nákvæmni og metnaður til að ná árangri
í starfi
Nánari upplýsingar um starfið veitir Harpa Jónsdóttir, for-
stöðumaður rannsókna og viðbúnaðar, í síma 569-9600.
Sérfræðingur – greiðslukerfi
Helstu verkefni:
• Yfirsýn með þýðingarmiklum greiðslukerfum og
innviðum þeirra
• Mótun stefnu varðandi þróun kerfa, innleiðingu og
rekstur þeirra
• Setning reglna fyrir uppgjörskerfi og
uppgjörfyrirkomulag
• Tengsl innlendrar greiðslumiðlunarkerfa við erlend
greiðslu- og uppgjörskerfi
• Skipulag viðbúnaðarmála á vettvangi greiðslumiðlunar
• Mat á nýjungum á sviði greiðslumiðlunar með tilliti til
öryggis, skilvirkni og hagkvæmni
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, helst á
sviði lögfræði
• Þekking og reynsla á virkni greiðslumiðlunar, einkum á
sviði verðbréfa- og kortaviðskipta
• Þekking á evrópskri löggjöf og regluverki á sviði
greiðslumiðlunar er kostur
• Áhersla er lögð á framúrskarandi ritfærni, bæði á
íslensku og ensku
• Kunnátta í dönsku, sænsku og/eða norsku er æskileg
• Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi
• Færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, nákvæmni og metnaður til að ná árangri
í starfi
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Kr.
Tómasson, aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður
greiðslukerfa, í síma 569-9600.
Störf á upplýsingasviði Seðlabanka
Íslands
Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða tvo öfluga einstak-
linga til starfa í upplýsingatæknideild bankans. Um er að
ræða 100% starfshlutfall með starfstöð í Reykjavík.
Viðfangsefni upplýsingasviðs er að annast öflun, skrán-
ingu og úrvinnslu tölfræðilegra gagna sem Seðlabankinn
safnar vegna starfsemi sinnar. Upplýsingasvið annast
einnig rekstur, þróun og viðhald hug- og vélbúnaðarkerfa
bankans auk gagnagrunna hans.
Kerfisstjóri
Helstu verkefni:
• Umsjón, þróun og daglegur rekstur á tölvuneti bankans
og tengdum búnaði
• Innleiðing nýrra kerfa, kennsla og notendaaðstoð
• Samskipti við ytri þjónustuaðila
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Þekking og reynsla af kerfisstjórnun í Microsoft
umhverfi
• MCTS, MCITP eða sambærilegt prófskírteini er kostur
• Þekking og reynsla af rekstri Cisco búnaðar
• CCNA prófskírteini er kostur
• Þekking á VMWare búnaði er kostur
• Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi
• Færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
Forritari
Helstu verkefni:
• Þarfagreining, forritun og viðhald hugbúnaðarkerfa
og gagnagrunna
• Samskipti við ytri þjónustuaðila
Menntunar og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í tölvunarfræðum eða sambærileg
menntun
• Þekking á forritun í Microsoft umhverfi
(Visual Studio 2010)
• Þekking á forritun sem tengist SQL Server
• Þekking á XML, vefþjónustum og þjónustumiðaðri
högun (SOA)
• Þekking á verkefnastjórnun er kostur
• Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi
• Færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
Nánari upplýsingar um störfin veitir Arnar Freyr Guð-
mundsson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar, í síma
569-9600.
Sótt skal um öll störfin á heimasíðu Seðlabanka
Íslands, www.sedlabanki.is, í síðasta lagi sunnudaginn
10. apríl næstkomandi. Umsóknir gilda í sex mánuði.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.