Fréttablaðið - 26.03.2011, Side 33

Fréttablaðið - 26.03.2011, Side 33
● LAUGARDAGUR 26. MARS Reiðskólinn Íslenski hesturinn sér um hestateymingar á Ingólfstorgi milli klukkan 14 og 15. Þá verður Orra- sýning í Ölfushöllinni. ● SUNNUDAGUR 27. MARS KvennaLífstölt verður hjá hesta- mannafélaginu Herði í Mosfellsbæ og allur ágóði af mótinu rennur til Lífs. ● MÁNUDAGUR 28. MARS Kynbótaferð á Suðurland, heimsótt verða tvö ræktunarbú. Farið verður frá BSÍ kl. 10. Verð 5.000 krónur. ● ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS Kynbótaferð á Vesturland , heimsótt- ur verður Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Miðfossum. Kennslu- sýning í samvinnu við Hvanneyrar- skóla, kynbótadómarar með fræðslu- erindi og útskýringar á helstu at- riðum kynbótadóma og ræktunar. Ræktunarbú á Vestur- landi sýna brot af því besta. Farið verður frá BSÍ kl. 9.30. Verð 5.500 krónur. ● MIÐVIKUDAGUR 30. MARS Félag tamningamanna verð- ur með sýnikennslu í Reiðhöll Gusts, Glaðheimum. Hefst kl. 20. Verð 1.500 kr. ● FIMMTUDAGUR 31. MARS Landbúnaðarháskólinn á Hólum verður með kynningu í Reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ kl. 17. Aðgang- ur ókeypis. ● FIMMTUDAGSKVÖLD Sölu- sýning í reiðhöll Harðar, hestar til sölu, þjóðleg stemning og margt skemmtilegt að sjá. Hefst kl. 20. Að- gangur ókeypis. ● FÖSTUDAGUR 1. APRÍL Hestahátíð í Hafnarfirði. Hestar verða til sýnis á Þórsplani, söngur, gleði og gaman. Hópreið að Fjarðarkaupum þar sem verður lítil hestasýning milli kl. 16 og 18. ● FÖSTUDAGSKVÖLD Stór- sýning í Reiðhöllinni í Víðidal. Að sýningunni koma þau sex hesta- mannafélög á höfuðborgarsvæðinu sem hafa lagt mikla vinnu í dagskrá Hestadaga í Reykjavík. Sýningin hefst kl. 20. Verð kr. 1.000 og frítt fyrir 13 ára og yngri. ● LAUGARDAGUR 2. APRÍL Skrúðganga fer frá BSÍ í kringum há- degi og riðið verður upp Laugaveginn og endar gangan í Fjöl- skyldu- og húsdýra- garðinum. Þar verður fjölskylduhátíðin „Gobbedí Gobb” frá kl. 13 til 16. Margt skemmti- legt verður þar fyrir alla fjöl- skylduna, hesta- teymingar, markaðsþorp, sögusýn- ing og margt, margt fleira. Aðgang- ur er ókeypis. ● LAUGARDAGSKVÖLD Þeir allra sterkustu kallast ístölts- keppni í Skautahöll- inni í Laugardaln- um. Þar mæta til leiks allra bestu hest- ar og knap- ar landsins. Keppnin hefst kl. 20, verð 3.000 krónur. Hestadagar í Reykjavík verða haldnir vikuna 28. mars til 3. apríl. Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segir mikilvægt að íslenski hesturinn verði sýnilegri í borginni. „Íslenski hesturinn er stór part- ur af íslenskri menningu enda er ekki ýkja langt síðan hann var hér á götum borgarinnar,“ segir Haraldur Þórarinsson, formað- ur Landssambands hestamanna. „Sem dæmi má taka að milli 20 til 30 þúsund Íslendingar tengjast hestinum að einhverju leyti,“ segir hann og telur að íslenskt samfélag liti öðruvísi út í dag ef hestsins hefði ekki notið við. „Landnáms- mennirnir fluttu hestinn til lands- ins og hann nýttist þjóðinni frá vöggu til grafar. Hann bar ljós- mæður til barnshafandi kvenna og flutti kistur manna til grafar,“ segir Haraldur. Hann bætir við að Alþingi Íslendinga hefði lík- lega aldrei orðið að veruleika ef þingmenn hefðu ekki getað riðið á þingstað. „Hesturinn var í margar aldir aðalflutningsmáti fólks hvort sem var í bæ eða sveit. Hann flutti fisk og dró mjólkurvagna og við hvert hús í Reykjavík var hesthús, fjós og fjárhús. Síðan hafa bæði kind- in og kýrin vikið úr þéttbýlinu en hesturinn er enn alls staðar ríkjandi í hesthúsabyggðum við þéttbýlið,“ upplýsir Haraldur. Hann vill meina að þegar bíllinn og traktorinn gerðu hestinn óþarf- an í sveitinni hafi bæjar- og borg- arbúar tekið hann upp á sína arma sem frístundaiðkun og því tengist hesturinn jafnvel meir þéttbýli en sveit í dag. „Því mætti íslenski hesturinn vera enn sýnilegri í Reykjavík og er hátíðin Hesta- dagar hluti af átaki til að vekja at- hygli almennings á honum,“ lýsir Haraldur. Hugmyndin að Hestadögum vaknaði í nefnd sem landbúnaðar- ráðherra skipaði fyrir allnokkru. Sú hugmynd var síðar tekin upp í borgarráði sem samþykkti að efna til þeirra í borginni. „Við gripum þessa hugmynd á lofti og fórum í samstarf við nokkra góða aðila til að reyna að vekja athygli á hest- inum, ekki aðeins í borginni held- ur einnig erlendis,“ segir Harald- ur en LH hefur gert þriggja ára samning við Icelandair sem mun nýta krafta sína til að koma við- burðinum á framfæri. „Strax á næsta ári reiknum við með að er- lendir gestir muni í töluverðum mæli mæta á Hestadaga í höfuð- borginni,“ segir Haraldur og von- ast til að Hestadagar verði haldnir árlega um nákomna framtíð. Hesturinn er hluti af íslenskri menningu Hestadagar voru kynntir í Húsdýragarðinum á dögunum. Þar brugðu þau sér á bak þau Haraldur Þórarinsson, formaður Lands- sambands hestamannafélaga, Hólmfríður Ólafsdóttir hjá LH og Einar Karlsson frá Höfuðborgarstofu. MYND/VILHELM Allar upplýsingar um Hestadaga er að finna á vefsíðunni www. hestadagar.is. Þar má finna nánari dagskrá auk þess sem kaupa má miða í ferðir og á sýningar. Einn- ig má leita upplýsinga í síma 514- 4030. VEFSÍÐA HESTADAGAR Í REYKJAVÍK 2011 26. MARS - 2. APRÍL Hneggjandi skemmtilegt gaman!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.