Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 6
324 nýlendunnar í Kanaan. Þó liðnar væri margar aldir, vildi ekki spámaðurinn að nöfn þeirra gleymdust, held- ur væri minning þeirra blessuð um aldur og æfi. Á svipaðan hátt viljum vér geyma minningu þeirra mætu lijóna, séra Jóns Bjarnasonar, dr. theol., og frú Láru. Þau voru íslenzkum frumbyggjum í Kanada það, sem Abraham og Sara voru nýlendufólkinu í Kanaan. 15. nóv., fæðingardag dr. Jóns Bjarnasonar, eða um það leyti, er hans opinberlega minst víða. Og hennar minning, frú Láru Bjarnason, er oss engu síður kær. Hún var í sinni stétt jafn-mikil kona sem hann var merkur maður. Þau munu ávalt sóma sér og sóma hvort öðru í öndvegissætinu í sögu Vestur-íslendinga. Hvernig fáum vér best heiðrað minningu þeirraf Hvorugt þeirra myndi kjósa hrós, né heldur hafa ánægju af mærðarfullu orðagjálfri. Séu þau okkur enn svo nærri, að þau viti hvað við tölum og gjörum, þá er það víst, að enga ánægju hafa þau af því, að nöfn þeirra sé notuð sem -seiðmagn til þess eins að örfa tilfinningar, og því isíður sem höft á hugsun eða sjálfstæði nokkurs manns. Þau telja okkur áreiðanlega frjáls af þeirra hálfu, til þess að láta leiðast af ljósi -sannfæringar okk- ar og samvizku, eins og þau sjálf reyndust ávalt trú sannfæringu sinni og samvizku. Minningu þeirra lieiðrum við mest með því, að allir, sem þektu þau í lif- enda lífi, kappkosti að fylgja trúlega því eftirdæmi, -sem þau gáfu okkur að breyta eftir. Má hér nefna nokkur dæmi hins fagra lífernis þeirra. 1. Mig langar fyrst af öllu til að minua á heimili þeirra og heimilislíf. Ekki einungis á það mikla ást- ríki, sem auðkendi heimilið og brosti við hverjum gesti, sem að garði bar, og ekki einungis á guðræknina og guð- ræknisistundirnar á heimilinu, lieldur líka á þær hvern- dagslegu, og ef til vill má nú segja gamaldagslegu dygð- ir, sem iðkaðar voru á heimili þeirra, svo sem lítillæti, sparsemi og iðjusemi. — Engum þeim sæmir að hafa í

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.