Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 11
329 alþýðlegri ixtgáfu í kæruleysinu og ábyrgðarskortinumr seru er eitt af skaÖlegustu einkennum samtíðarinnar. Þessu þarf að verjast, ef vel á að fara. Þó það sé mismunandi, isem mennirnir hafa við að stríða, og það eigi að kenna manni að vera vægur í dómurn um aðra, má með engu móti nota það til að svæfa ábyrgðartil- finninguna iijá manni sjálfum. Það leggur manninum til svo þægilega afsökun, að fallast á. þessa kenningu, að það út af fyrir sig greiðir henni gjarnan veg, eirikum hjá þeim, sem eru ungir og óþroskaðir. Öll heilbrigð uppeldisáhrif þurfa þvert á móti að stuðla að því, að styrkja manninn í að velja og hafna eftir því, er hann veit bezt, eftir lögmáli kærleikans. Og sagan ber vitni um það, að margur hefir fyrir áhrif kristindómsins yf- irstigið hinar skæðustu meðfæddar ástríður, og orðið frjáls þjónn Guðs og þess, sem gott er. Arfgengi ræður miklu, en vilji mannsins, studdur krafti Guðs, ræður meiru. K. K. Ó. Fjármál. Ekkert félag getur haldið uppi starfi, nema gætt' sé þess, að fjármálahlið starfseminnar sé í sem beztu lagi. Þetta gildir um safnaðarfélög og kirkjufélög ekki síður en önnur félög. Raunalegt er það að vísu, þegar félög, sem starfa eiga að siðferðislegum málum, lá.ta meira bera á peningamálunum í starfi sínu en nokkru öðru. En hjá fjármálunum verður ekki komist, hvað feginn sem maður vildi. Það er um að gera, að þau hvorki skyggi á það, sem á að vera aðal atriðið, né lendi í vanhirðu vegna þess, að þeim sé ekki réttur gaum- ur gefinn. Þetta þarf að hafa fyrir augum í kirkjufélagi voru. Aðal málefni þess er kristindómsboðskapurinn, sem það er stofnað til að bera fram í orði og verki, eftir þvi sem frekast er unt. Ekkert má draga úr því eða á. þaö skyggja, að þetta málefni eitt gefur kirkjufélaginu til-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.