Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 16
334 á það meö sjálfum sér, að hann gæti nú eins vel dýrkað Guð heima. “Þó veit eg,” segir hann, “inst í hjarta mínu, að ekkert getur komið í stað hinna uppörfandi áhrifa kirkjunnar.” Fl-eiri málsmetandi menn taka í sama strenginn. Hefir þetta einnig leitt til þess að á málið hefir verið minst í verald- legum blöðum. Blaðið Wilkesbarre (Vz.) Record segir meðal annars: “Sannleikurinn -er, að áhugi fyrir kirkjusókn hefir stjórnast af anda veraldarhyggjunnar í stað anda trúarinnar.” minkað, vegn þess svo margt fólk á móti betri vitund lætur stjórnast af anda veraldarhyggjunnar í stað anda trúarinnar.” — Annað veraldlegt blað, Buffalo Engineer, segir: “f raun réttri er einungis ein ástæða til þess að kirkjusókn er vanrækt, og það er skortur á áhuga fyrir siðferðilegum og andlegum málum. Alt annað eru tilbúnar afsakanir. ’ Þetta eru leik- menn, sem svo eru -harðorðir. Vonandi er, að þetta megi bera hinn æskilegasta árangur, því víðast hvar er þörf á vakningu í þessu efni. Oft er erfitt að gera samanburð á mentastofnunum mis- hiunandi landa, þó öll sanngirni sé viðhöfð. Þess vegna geng- ur oft námsmönnum úr einu landi illa að fá ]rá viðurkenningu í skólum annara landa, sem þeim ber. Þó er þetta viða að lag- ast, jrar sem samgöngur eru miklar. Ekki er mér kunnugt um, hve margir námsmenn frá Mentaskólanum í Reykjavík hafa á seinni árum komið hingað til lands til að halda áfram námi, en það mundi ekki lítið greiða slíkum mönnum götu, að góðar mentastofnanir hér gengi eins langt í því og frekast væri rétt að viðurkenna nám við Mentaskólann heima, sem fullgildandi hér. Eg veit ekki til, að nokkur skóli hér hafi viljað viður- kenna burtfararpróf úr Mentaskólanum, sem jafngildandi því, að vera útskrifaður úr College hér. Sumstaðar hefir verið gerð krafa til þess að menn, útskrifaðir af Mentaskólanum heima, tækju tvö ár af College námi hér. Hvort þetta er réttlátt, verð- ur ekki um dæmt, nema við nákvæma rannsókn. Það eru vit- anlega tcmir órökstuddir sleggjudómar, ])egar verið er að slá því fram að Collegc'- menn hér séu betur mentaðir en Mentaskólamenn heiman að, eða þá á hinn bógmn, að Mentaskólamenn séu College-mönnum hér íremri. Þess háttar nægir til að slá urn sig, en ekki sem rök. En það væri verulegt gagn mentamönnum frá íslandi, sem hér vilja halda áfram námi, að Mentaskólinn fengi bá viðurkenningu hér, sem frek- ast er unt. Það gfildir hið sama. hvort um er að ræða ríkishá- skólana hér eða kirkjuskólana, því sami mælikvarðinn gildir 5

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.