Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 14
332
staka athygli meðal vor, vegna þess, að trúboði vor,
séra Octavíus Thorlaksson, hefir ferðast um ílestar
bygðir vorar. Við það ber að kannast, að þetta mál er
ekki það stórmál í huga vorum, sem það ætti að vera.
En að iskilningur á því og áhugi fyrir því sé að fara
vaxandi, tel eg ekkert vafamál. Þeir, sem gjöfum héti}
því málefni á. síðasta kirkjuþingi, en hafa ekki enn þá
greitt þau loforð, ættu sem fyrst að senda peningana
til féhirðis kirkjufélagsins. Eins ættu þeir, sem tóku
við gjafaspjöldum af trúboðanum, og hafa í hyggju að
styrkja málið, að ,senda spjöldin og upphæð þá, er þeir
vilja gefa, annað hvort beint til féhirðis, eða þá að af-
henda það einhverjum presti kirkjufélagsins, er mundi
senda það áleiðis. Á næsta vori ættu að sjálfsögðu að
vera borin fram heiðingjatrúboðsoffur í sem allra
flestum söfnuðum kirkjufélagsins.
Heimatrúboðið er vanalega styrkt að haustinu, og
vonandi er, að það hafi að þessu sinni verið styrkt al-
ment og vel. En ef einhverjir söfnuðir hefðu ekki enn
þá lagt neitt til þess máls, er þetta kemur fyrir almenn-
ings sjónir, eru þeir beðnir að gera það hið fyrsta.
Vér ættum að temja oss bjartsýni í sambandi við
fjármr.lin, e'kki bjartsýni^ sem leiðir til þess að menn
liggi á liði sínu, heldur bjartsýni, sem treystir því, að
ef vel er unnið fyrir gott málefni, þr« muni Drottinn
blessa þá viðleitni, svo hún beri mikinn árangur, og góð
málefni líði ekki vegna fjárskorts.
K. K. Ó.
Á víð og dreif.
Coolidge forseti hafSi ekki fram aS þeim tíma, aS hann
gerSist forseti veriS meSlimur neins kristins safnaSar, þó hann
væri trúrækinn og kirkjurækinn, og hefði áhuga á starfsmálum
kirkjunnar. En þegar hann tók viö embætti, gerSist hann
meSlimur Fyrsta kongregazíónalista safnaSarins í Washington.
Hann játaöi trú safnaSarins, gekk til GuSs borSs viS opinbera
gusþjónustu safnaSarins, og gerSist þannig sjálfur formlega
meblimur hinnar sömu kirkjudeildar og kona hans og synir