Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 18
y36 Federal Council of the Churches of Christ, og nefndum, sem haía meö höndum undirbúning alþjóöa-kirkjuþings. Nú hefir þaö vald- iö all-miklu umtali, að erkibiskup fer þeirra erinda tveggja ,um landið, aö flytja kveöjur og bróðurorð lúterskri kirkju sér á parti, pg 'hinsvegar starfa að samdrætti allra kristinna kirkjudeilda. Mæla það nokkrir, að það tvent fái ekki samrýmstsem bezt, þar sem kunn- ugt sé, að lúterska kirkjan í Ameríku háfi þeim samdrætti verið lítt sinnandi og ekki fengist til að vera með í The American Federal Council of the Churches. En ekki hefir borið á að árekstu’r yrði. Lúterska kirkjan hefir tekið erkibiskupi frábærlega vel, og hann hefir í hvívetna viljað glæða lúterska trúarvitund og sérkennin lút- ersku. Hvort lúterska kirkjan verður samvinnufúsari við aðrar kirkjude.ildir fyrir heimsókn erkibiskupsins, er enn ekki komið á daginn. Á þessu missiri hafa kirkjuhöfðingjar allra þjóðanna á Norð- urlöndum, annara en Islendinga, heimsótt landa sína og trúbræður í Vesturheimi. Söderblöm erkibiskup hefir heimsótt Svía, Östen- feld Sjálandsbiskup Dani og Hallesby prófessor Norðmenn. Nokkr- ir ihelztu leiðtogar kirkjunnar hér hafa og verið heima á sínum ættlöndum í sumar, — boðnir þangað til skrafs og skemtunar. Prof. O. HALLESBY. Nú er á ferð hér í Ameríku prófessor O. Hallesby, kennari í guðfræði við safnaða prestaskólann í Kristjaníu í Noregi. Flytur hann fjölda fyrirlestra og prédikana víðsvegar um Bandaríkin, þar sem landar hans eru fjölmennastir. Fyrirlestrarnir eru guðfræði- legs efnis, og er að þeim gerður hinn bezti rómur eins og líka að prédikunum hans, sem eru ljósar og alþýðlegar, þrátt fyrir lærdóm og vísindamensku guðfræðingsins. Aðsókn að erindum þessum hefir alstaðar verið feikna mikil. Nýlega dvaldi hann vikutíma í Minneapolis og St. Paul, og flutti þar prédikanir alla virku dagana og þrisvar sunnudaginn á eftir, og var aðsókn svo mikil. að ekki komust allir fyrir, sem komast vildu að. Prof. Hallesbv er búinn að ávinna sér mikinn orðstýr um öll Norðuriönd og viðar sem rit • höfundur og ræðuskörungur. Liggur feikna mikið og vandað verk eftir hann nú þegar, ekki eldri mann f45 ára), og má þvi enn mik ils vænta frá honum, ef honum endist líf. Prfessor Hallesby er ihaldssamur í skoðunum. Guðfæðiskóli sá, er hann er kennari við, var stofnaður vegna óánægju í norsku kirkjunni með guðfræðikenslu háskólans í Kristjaníu, sem gekk mjög í nýfræðaátt, og átti skólinn að hefja rétt sögulegs kristin- dóms gegn ofríki nýfræðanna. Skólinn hefir fengið viðurkenn- ingu yfirvaldanna, svo nú geta prestaefni í Noregi valið um, hvort þau vilja heldur lesa guðfræði við háskólann eða við þennan guð- fræðaskóla safnaðanna. Og nú er komið svo, að fleiri sækja safn-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.