Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 31
 349 Síðustu orðin. Suöur Ji Þýzkalandi var gamall og gráhæröur læknir í smábæ einum. Hann var mjög smár vexti og gekk á sí'öum frakka. Hann var á ferli allan daginn, og ókunugum, sem sáu hann i fyrsta sinni, þótti hann dálítið broslegur, en engir kunnugir hentu gaman aö hon- um, hann var öllum svo kær. Allra vænst þótti þó börnunum um hann. Sjálfur haföi hann aldrei átt barn, en hann var samt mesti barnavinur, og sjaldan hitti hann svo barn á förnum vegi, aö ‘hann viki ekki einhverju góöu að því í orði eöa verki. Börnin hópuðust líka aö, honum, þegar hann var á ferðinni, þau voru ekki hrædd við hrukkurnar og gráa skeggstrýið, andlitið var svo hýrt samt, og svo teygðu þau minstu sig á tá og gægðust niður í ytri vasana á síða frakkanum. Þeim vildi það til, að eigandinn var svo stuttur; og stæði nú svo á, að læknirinn væri nýkominn heiman að frá sér, þá brást þeim ekki að finna eitthvert góðgæti í vösunum. Á sumr- in hafði hann með sér aldini úr garðinum sínum, og á veturna eitt- hvað annað, sem börnunum kemur vel, og alt af kom hann heirn með tóma vasana. Þégar gamli Jæknirinn átti ekki mikð annríki, þá settist hann stundum á foekk eða stein og sagði börnunum sögu, og það þótti þeim nú allra bezt. Þær voru kannske ekki svo merkilegar sög- urnar hans, en börnin skildu þær og mundu þær. Ein af' sögunum hans var þessi: Það var löngu, löngu áður en þið fæddust, börnin góð, þá var eg barn á ykkar reki, dálítið stærri en hún Stína þarna, en minni en hann Pétur. Eg var rétt að segja orðinn 12 ára gamall. Faðir minn var bóndi og eg var farinn að gjöra gagn úti við. Það var seint um sumarið, og eg var farinn að slá með piltunum, en eg kom heim á undan þeim á kvöldin. Það var eitthvað um miðaftansleyt- ið, að eg var að koma heirn með orfið mitt, þreyttur og svangiur. 1 dyrunum mætti eg föður mínum. Hann var með böggul í hend- inni og segir við mig: “Það var gott, að þú komst, Júlíus minn, viltu ekki bregða þér inn í bæinn og fara með þetta í pósthúsið fyrir mig, það liggur á því.” Þetta var nú bæjarleiðarkorn, en eg var bæði þreyttur og svangur, og mér þótti erindið því ekki gott, og var rétt farinn að svara eitthvað afundið. En þá hvíslaði ein- hver góður andi því að mér, að eg mætti ekki Játa á því bera við föður minn; ihann var líka, svo hægur og hógvær, að hann hefði orðalaust bara farið sjálfur, hefði eg neitað því. “Fáð'u mér það, pabbi,” sagði eg og lét frá mér orfið. “Þakka þér fyrir, Júlíjus minn; eg veit að þú ert lúinn, og eg heíði ekki farið að foiðja þig um þetta, hefð ieg haft annan að senda, og eg er ekki sjálfur vel frískur í dag, svo að eg treysti mér ekki til að ganga það.” Og svo klappaði hann á kollinn á mér og sagði: “Vertu þá sæll á meðan, Júlli minn, þú hefir alt af verið góður sonur.”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.