Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 9
327 sínu leyti eins vel og þau þektu eyktaniörk sinnar samtíðar. Yndislegt hlýtur svo göfugum og stórum sálum að vera nií lífið í eilífðinni. B. B. J. Arfgengi og frjálsrœði. Allir athugulir menn vita, hve mikil áhrif með- fæddar tilhneigingar hafa á líf einstaklinganna. “Blóð- ið segir til sín.” Af þeirri ástæðu höfum vér íslend- ingar lagt svo mikla áherzlu á ætterni. Frá forfeðrun- um höfum vér tekið í arf sérkenni þeirra, innræti og tilhneigingar. Allir þekkja í eigin fari isínu tilhneig- ingar, sem erfitt er að standa gegn. Forfeðurnir eru því ætíð annað hvort til hjálpar eða hindrunar eftir- komendum sínurn, eftir því hvernig arfurinn er, sem þeir skilja eftir. Hvert barn er arfþegi margvíslegra áhrifa úr ætt sinni, sem gerir það næmara fyrir ýmsum utanaðkomandi áhrifum, en þeir eru, sem annan arf hafa þegið. Líkamleg einlíenni haldast :oft margar kynslóðir, og sálarlífseinkenni ekki síður. Æ'tt tónfræðingsins Bach telur 57 merka söngfræðinga og 20, sem orðið hafa heimsfrægir. Fjórar kynslóðir Darwin ættarinn- ar hafa getið sér frægð í náttúruvísindum. Sex af af- komendum skáldsins Coleridge hafa átt eitthvað af hans einkennilega skáldseðli. Sex kynslóðir Emerson ættarinnar sýndu sérstaka hæfileika til heimspekis- iðkana. Þannig mætti lengi upp telja. Arfgengis-lögmálið er alvarlegt. Það er ekki til dygð eða löstur, sem vér temjum oss, sem ekki styrkir eða fjötrar afkomendur vora. Er það umliugsunarefni öllum foreldrum. Það er siðferðisleg skylda, að láta börnum sínum í té óspilt blóð og góðar tilhneigingar, í stað þess að leggja fjötra á líf þeirra. En það er til önnur hlið þessa máls. Ætterni má sín mikils og arfgengi hefir stórkostleg áhrif til að móta líf mannanna. En það eru ekki einu öflin, sem eiga

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.