Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 17
báöum. Öll helztu College lútersku kirkjunnar í Bandaríkjun- um t.d. fá fulla viöurkenningu fyrir starfi sínu við ríkisskólana, og í samkepni við ríkisháskóla, er svipaða nemendatölu hafa, hafa þeir alloft boriö hærra hlut. Vonandi fær Mentaskólinn á íslandi, sem allra fyrst viöurkenningu hér, ef námsskrá hans og annaö leyfa. ^ Þann 22. desember næstk. eru liöin 25 ár síöan afturhvarfs- prédikarinn mikli Dwight L. Moody lézt. Hefir hann af mörg- um verið talinn áhrifamesti flutningsmaöur kristindómsins hér í landi á sinni tiö. Er nú veriö aö ráögera aö minnast þess, aö 25 ár eru liöin frá dauða hans, meö því aö halda sérstaka bæna- viku, er byrji 22. des. Bænarefniö aö sjálfsögðu kristileg trú- arvakning. K. K. O. NATHAN SÖDERBLOM, eikibiskup. Erkibiskup Svía, Nathan Söderblom, er um þessar mundir staddur í Vesturheimi, og þykir sem sjaldan hafi glæsilegri kirkju- höföingja aÖ garöi borið. Hann hefir flutt fyrirlestra viö helztu háskcila Bandaríkja, og er að þeim geröur mikill rómur, því maö- urinn er læröur vel. Þá hefir og erkibiskupinn heimsótt helztu mentastofnanir sænsku lútersku kirkjunar og flutt þar erindi. Var hann viö skólahátíð mikla viö Augustana College í Rock Island, 111., þar sem og er guðfræðaskóli lúterskra Svía. Var sú hátíö haldin á fæöingardegi Gustaf Adolf=. (i. nóv. Flutti ihann þá sænsku lútersku kirkjunni í Vesturheimi kveðju Svíakonungs og kirkjunn- ar í Svíþjóð. Hann hefir og prédikað víða í lúterskum kirkjum þessa lands, ýmist á ensku eður sænsku. Eru ræöur hans birtar í blöðunum og þykja andrikar en þó einfaldar. Utan vébanda lúterskrar kirkju, er Söderblom erkibiskupi ekki síöur fagnaö. Hann er viðurkendur sem einn af aðal-leiðtogum almennrar kristinnar kirkju í heiminum um þessar mundir. Á Eng- landi hefir hann þrásinnis setiö á ráöstefnutn meö andlegum leið- togum þjóöarinnar. Svo einkennilega stendur á, aö enska kirkjan viðurkennir ekki klerkdóm annara en þeirra, sem vígslur þiggja af biskupum þeim, sem í óslitnu sambandi eiga aö standa viö postula Krists, fyrir handayfirleggingu, mann fram af manni. Annars- staöar í Mótmælenda kirkju en á Englandi telur enska kirkjan þá keöju slitna, er kennilýö tengi viö postulana—nerna í Svíþjóö. Nýtur því sænski erkibiskupinn sörnu viröingar sem enskir erki- biskupar á Englandi. Hefir þaö komið honum í góöar þarfir, þar sem mesta á'hugamál Söderbloms er að sameina gjörvalla kristi- lega kirkju. Enda var nú ernidi hans til Ameríku ekki það sízt, aö sitja á ráðstefnum meö málsvörum kirkjusanibandsins mikla, Tlie

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.