Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 15
333 höföu áður tilheyrt. Var hann kosinn heiöursforseti kirkju- deildar sinnar á þingi hennar í Springfield, Massachusettes, og var ákveöiö þar að halda næsta ársþing í Washington 1925. Samtímis og menn víSa viröast vera óákveönir i því aö fylgja fram algeröu vínbanni, er augljós mjög ákveðinn hugur á því hjá stjórn Bandaríkjanna aö gera sitt ítrasta til aö fá vin- bannslögum landsins hlýtt. Á fundi ríkisstjóranna úr ríkjum Bandaríkjanna, er Coolidge forseti kvaddi til, var máliö tekið til alvarlegrar íhugunar.. Lagði forseti mikla áherzlu á nauð- syn þess, að vera löghlýðinn, einnig í sambandi við þessi lög, og benti á, að alríkisstjórnin og stjórnir einstakra ríkja, þyrftu að vera samtaka í því að fá lögunum hlýtt. Var gerður að þessu hinn bezti rómur, og voru tillögur forseta í þessa átt samþykt- ar. Þá mun það einnig mikla þýðingu hafa í þessu efni, að Bretland hefir eftir ósk Bandaríkjastjórnar leyft að ensk skip, sem grunuð eru um að flytja vínföng til Bandaríkjanna, séu tekin og í þeim leitað, þó þau séu utan við vanalega landhelgi (3 mílurý, og er i þessu efni miðað við 12 mílna landhelgi, en ekki mun stjórn Bretlands amast við þvi, þó skip séu tekin ut- ar, ef það reynist að þau hafi verið að reyna að flytja vínföng inn í Bandarikin eða til móts við vínsmyglara þaðan. Auðvitað má búast við, að til nýrra ráða verði tekið af lögbrjótunum, er þeir þannig verða fyrir erfiðleikum, en ef alvara er að hnekkja vínsölusvívirðingunni, mun mikill árangur verða, þó ekki verði tekið fyrir hana með öllu. En það mun koma í ljós, að svo- kölluð takmörkuð vínsala gefst ekki betur. Bannvinir þurfa einungis að vera vakandi og ötulir, og þeirra málstaður mun sigra aftur, þar sem hann í bráðina hefir farið halloka. Blaðið “Christian Herald’’, sem í 45 ár hefir verið öflugt málgagn kristindómsins í amerísku þjóðlífi, hefir nú undanfar- andi beitt sér sérstaklega fyrir því, að auka kirkjusókn. Hefir blaðið fengið upphvatningu í því starfi í ummælum margra málsmetandi manna. Coolidge forseti skrifar: “Öll viðleitni að auka kirkjusókn, talar til mín, sem mið- andi að mjög verðugu augnamiði. Eg ós'ka ykkur hins bezta árangurs af málaleitun yðar í þessu efni.” James J. Davis, verkamálaráðherra Bandaríkjanna, skrifar all-langt bréf, getur þess að móðir sin hafi vanið sig á að sækja sunnudagsskóla og kirkju i æsku, og að sér hafi ætíð verið unun að guðsþjónstm kirkjnnar, en kannast við það hrein- skilnislega, að stndum hafi hann vegna anna og þreytu fallist

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.