Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 24
342 stöSuflokknum bera ráö sín saman um þaö, hvernig þeir fengju: flækt hann í oröum og spyrja hann um skattinn. Ef vér lítum á tímana, sem þá voru, dylst oss ekki, aS svo er spurningin haglega gerS, aö í rauninni lá viö lífláti, hvort sem sagt var já eSa nei við þeirri spurning. Eg þarf ekki aS minna á, aS oss viröist, aS þó vér heföum mátt vera aS hugsa um svariö alt frá heimssköpun, þá heföum vér ekki getaö svaraö eins og á stóö. Eg minni á hvaöa dóm óvinir hans gefa honum: “Meistari, vér vitum aS þú ert sann- orður og kennir Guös veg í sannleika og' hirffir eigi wm neinn, því aö ekki fer Þt/ að mannvirSingum.” Vér vitum vel,1 aö mótstööu- menn hans segja hér ekki nema aö nokkru leyti sína eigin skoöun. Vér sjáum ekki þeirra eigin sannfæringu. En vér sjáum annað. Vér sjáum hvaöa vitnisburS óvinveittir, en gáfaöir, andstæSingar þykjast sannfærðir um, aö Kristur mundi sér hafa kosið helzt. Óvinir hans eru þess sýnilega alsannfærðir, aS þennan eiginleika muni hann meta mest, aS geta sagt sannleikann hver sem i hlut á, og skeyta hvorki fylgi, né mannviröingum. Er þetta gungumynd? — Nei, vér sjum af frásögninni, aö einn augljósasti eiginleiki Krists út í frá, sá eiginleiki, sem óvinir hans veröa hvaS fyrstir til aö viðurkenna, þaö er sannleikskær hugprýöin og karlmenskan! Hvort Kristur hefir veriö búinn líkamlegri hreysti, eöa karl- mannlegri ásýnd, hafa guöspjöllin eigi ástæSu til aS fræöa oss um. Sönn karlmenskueinkenni eru ekki fóigin í háum vexti, eöa stælt- um vöSvum. Þó viröist svo sem eitthvaS yfirburöa-fagurt og mikilfenglegt hafi ljómaö út frá persónu Jesú, þegar aö vallarsýn, er vér lesum i 1. kap. Jóhannesarguöspjalls um samtal þeirra Fil- ippusar og Natanaels um Jesú. Natanael hinn hreinskilni tortrygg- ir frásögn Filippusar og segir: “Getur nokkuö gott komið frá Nazaret?” Þá svarar Filippus aöeins þessum orSum: — “Kom þú og sjá!” JJóh. 1, 47). — ÞaS virSist liggja í orSunum, aö óspiltur ungur maöur þurfi ekki annaS- en aö líta íhann í sjón til þess aö fá ást á honum! Og vér ihöfum hugboö um hvaö til þess þarf. Til hins sama bendir og frásagan í Eúk. 4., um þaS, þegar Jesús kem- ur til ættborgar sinnar og stendur upp í samkunduhúsinu lil aS tala. Hann heimfærir til sín orðin í Jesaja-spádómsbók 42, og allir í samkunduhúsinu störöu á hann. Og er hann talaöi, fyltust þeir reiði “og risu upp, hröktu hann út úr borginni og fóru með hann út á brún fjalls þess, sem ‘borg þeirra var bygð á, til þess að hrinda honum þar niður. — En hann gekk burt mitt á meðal þeirra og fór leiðar sinnar” JLúk. 4, 16—30). Vér sjáum í huga vorum hvílíkur þróttur og tign býr i persónu hans, og óvinum hans og ofsækjendum fallast svo hendur, er hann snýr sér við og þeir sjá ásjónu hans, að hann gengur burt mitt á meðal þeirra, svo sem hann ætlar sér. ASal einkenni sannrar karlmensku hafa jafnan veriö: Hug- prýöi, stilling, þolinmæSi og vandlæti um viröingu sína.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.