Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 29
347 ing getur hann gefiS í magnlausri móöursorginni, a'ö breyta móö- urinni í stein! En lækningin sú kemur ekki aS notum, því að jafnvel steinninn—hann grœtur! Svo magnlaus er ímynd karl- menskunnar—eftir hinum grísku trúarbrögSum! Og i trúarbrögSum forfeSra vorra er þessu magnleysi lýst enn þá skáldlegar og átakanlegar, þar sem ímyndir hreysti og hetju- skapar, — sjálfir guðir hinna dáðrökku víkinga—, senda um allan lieim, aö heita á hvern hlut í veröldu, kvikan og dauöan, aö gráta meS sér soninn og bróöurinn Baldur látinn, Menn og dýr, jörS og jurtir, stokkar og steinar, eru látin biðja á þessu sameiginlega tungumáli allra syrgjenda, aS drómi dauSans megi leysast. — Um jörS og himin tala þessi tár, enn ómar þetta alheimsmál, sem þó fær engu komiö til vegar. Mínu hjarta er svo variö, aö eg fæ vart duliö tár mín, 'þegar eg útskvri fyrir ungmennum, — sem heyra söguna um dauöa Bald- urs í fyrsta sinn, — hvernig alt hið glæsimesta og hraustasta, sem hinn forni heimur gat hugsaö sér, kallar jafnvel á dautSan steininn til.aö gráta meö sér, er sjálfir guðirnir krjúpa grátandi í vanmegna sorg frammi fyrir óbeygjanlegu valdi Heljar. Sú kynslóö, sem slíka goðasögu hefir skapaö, hefir sannarlega fundiö magnleysi sitt! Berum þetta svo saman við heimildirnar um Jesú Krist: Verk hans i Betaníu, orö hans í Nain, sigur hans á páskadagsmorg- un. Berum þaö saman viö orð Páls: Dauöi, hvar er sigur þinn? — Hel, hvar er broddur þinn? (1. Kor. 15: 55). — Berum þaö enn fremur saman viö hinn íslenzka hreystisöng kristinnar trúar, sem vér syngjum yfir hverri gröf. Hallgrímur Pétursson lokar ekki augunum fyrir afli og ógn dauðans. Eáir hafa átakanlegar lýst því en hann, hvernig alt ber innsigli hans: Glóandi blómstrið, rósirnar vænar, valdið og hefðin, æskan og ellin, alt verður að falla fyrir hinni sömu grimmu sigð. Hann kannast við ógnagestinn. Hann horfist í augu við hann. — En í raun og veru kemur skáld- inu þó vald dauðans ekkert við. Dauðinn vinnur ekki sigur á honum. Og hvaðan er honum komið þetta afl, sem er sterkara en dauðinn? — Tú, hann veit, að lausnarinn lifir. Hann stendur und- ir merkjum hins sanna sigrara dauðans. Og í hans nafni segir hann öruggur: “Eg lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey; þó heilsa’ og líf mér hafni hræðist eg dauðann ei. Dauði!' eg óttast eigi afl þitt né valdið gilt.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.