Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 30
348
í Kristí krafti eg segi:
kom þú sæll þegar þú vilt.”
Hallgrímur er ekki meira skáld en hinir iheiðnu höfundar. En
hann er meira karlmenni, hugrakkari hetja en þeir, þegar komið er
á síðasta hólminn. — Skáldhetjan forna, Egill á Borg, ber sig ekki
jafnhraustlega. — Bngin íslenzk hetja hefir kveðið slíkan hreysti-
söng, og enginn hefir heldur einlægar og öruggar en hann, falið
sig Jesú Kristi á vald.
Eg hefi nú reynt að túlka fyrir yður hreystisöng kristindóms-
ins, hvernig Kristur talar sjálfur og hvernig hann talar enn í þeim
mönnum, sem hann hefir valið að vottum dýrðar sinnar. — En
minnumst jafnframt orða Jóns biskups Arasonar, að:
"Enginn kann með orðum inna
alla hans dýrð í letrum skýrða,
þó að hann fengi þúsund tungur
og þær allar á málið snjallar.”
Söfnuður minn fékk um síðustu helgi heimsókn af nokkrum
tugum sveina úr þeim félagsskap ungra manna í Reykjavík, sem
hefir kosið sér að kjörorði: “Kristur er konungur vor.” Þar voru
menn af öllum stéttum. Þar var stúdentinn. Þar var bóndason-
urinn. Þar var verzlunarmaðurinn og þar var verkamaðurinn. Og
allir sungu þeir í kirkju minni gúaðværan lofgjörðarsöng. — Meðal
þessara stæltu sveina var eitt lama ungmenni. Þegar þeir nú báru
þennan lama félagsbróður sinn, hraustlega og varlega, ofan í bát-
inn og lögðu af stað i hvassviðri og úfnum sjó, þá komu mér í hug
hinir ungu riddarar fyr á öldum.
Þegar ungur aðalsmaður var helgaður eða vígður til riddara,
vakti hann í kirkjunni alla nóttina á undan, á föstu og bæn. Snemma
morguns, þegar hringt var til morgun-tiða, gekk hinn hrausti sveinn
inn í kórinn og lagði vopn sín sem fórnargjöf á altari kirkjunnar.—
Síðan, þegar hringt var til hámessu, þá gekk riddarinn aftur inn
að altarinu og sótti vopn sín þangað aftur, helguð og vígð til bar-
áttu í nafni Drottins.
Nú hringir til morguntíða meðal ungra manna út um -heiminn.
Hinn kristilegi félagsskapur æskumannanna leggur vopn sín, —
hæfileika og krafta—•, á altari Guðs. — En þegar Drottinn vitjar
lýðs síns, — þegaf hringt verðjxr til hámessu, — þá gengur göfug
hreystin aftur upp að hinu forna aítari, til að sækja þangað vígt
sverð og skygðan skjöld, til að taka signuð vopn sér í hönd, til
starfs og stríðs fyrir þjóðina í nafni Drottins.
—PrestafélagsritiS.