Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 8
326 var trwin. Við verðum að því í mörg ár enn, að gera oss fullkomna grein fyrir trúarlífi hans. Rit hans og ræður eru enn þá ekki fullkannaðar námur. Sjálfur hefi eg fyrir löngu sannfærst um það, að kraftmesti þáttur í trúarlífi dr. J. Bj. var bænin. Guðssamband hans var fremur í bæninni en í guðfræðinni. Guðfræðingur í tékniskum skilningi var hann ekki öllum fremri, en spámaður með eld í anda var hann öðrum meiri. Hann var isögumaður og skáld í ríki andans, fremur en and- legur vísindamaður. Hann var sjáandinn á Patmos fremur en rökfimimeistarinn á Areópagos. Með Jó- hannesi átti trú hans aðal-heimilisfang við brjóst frelsarans. Séra Jón Bjarnason tók allxa manna skýrastar myndir af lífinu og mönnunum. Af honum sjálfum eru til margar skýrar og fallegar ljósmyndir. Myndir af trúarlífi hans eigum við einnig margar og fagrar. Fyr- ir mitt leyti teldi eg þá mynd eiginlegasta honum, að hann krypi við hlið Jesú í grasgarðinum, á bæn til Guðs, með bikar sáí-saukans við varir sér. Með honum var hún hér og með honum er hún nú í eilífðinni, sú hin ágæta kona, sem við gjaman hugsum til sem móður eins og hans sem föður. Frú Lára Bjarna- son er óefað einhver merkasta kona, sem uppi hefir verið með íslenzkri þjóð fyr eða síðar. Og aldrei fanst mér meir koma til manngöfgis hennar heldur en þau árin, er “sat hiin eftir sár á kvisti” og hann var farinn inn í eilífðina. Hve þróttmikill andi hennar var haf- inn yfir venjuleg takmörk meðalmenskunnar, sýndi sig í því, að hún á gamalsaldri sá flestum okkar betur. hvar hrevta átti til um aðferðir, og varð til þess á undan öðrum, að vekja máls á nýmælum, sem þarfir tímans kröfðust. Henni var ant um það, að við ekki skyldum daga uppi við morgunsár hins nýja tíma. Hún vildi, að við fylgdum æs'kunni inn í framtíðina. Þeir sem heiðra vilja minningu dr. Jóns og frú Ijáru Bjarnason, verða að læra að ])ekkja á klukkuna að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.