Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 12
330
verurétt, og að trúmenska við það á að vera sú hugsjón,
sem lýsir því í öllu starfi og framkvíomdum. Því meiri,
sem kærleikurinn verður til þess málefnis, því fleiri
verða þeir, sem fúsir eru til að leggja í sölurnar fyrir
það nokkuð af kröftum sínum og efnum. Þannig og
þannig einungis verður varanlega trygð fjármálahlið
hinna kristilegu starfsmála.
Yið það ber líka að kannast, að þrátt fyrir það,
hve skamt á leið er fyrir oss komið í mörgum efnum. þá
hvílir vor kirkjulegi félagsskapur á þeim aðallega hvað
fjármál snertir eins og í öðru, sem er svo aht um mál-
efnið, að þeir eru viljugir að leggja í sölurnar fyrir
það, þó þeir þurfi að taka sér nærri. Það er til margt
fólk í söfnuðum vorum, sem gefur til kirkjulegra þarfa
á hverju ári, með gleði og án möglunar, upphæðir, sem
eftir efnum og árferði nú sýna, að þar er sjálfsfórnar-
hugmr. Yið þetta ber að kannast, og þessu ber að halda
á lof-ti. Slík dæmi eru áhrifameiri til vakningar í þessu
efni, en nokkrar fortölur. Og þeim fjölgar einungis
þannig, að skilningur á .starfsmálunum og kærleikur til
þeirra útbreiðist.
Það eru sérstök vankvæði nú í peningamálum, vegna
þess að árferði og efnalegar ástæður fólks eru víða
mjög erfiðar. Vegna þess hvílir sú skylda á öllum fé-
lagsskap, ekki síður en einstaklingum, að fara sem bezt
með fé, án þess þó að láta nauðsynleg málefni líða. En
svo ríður á því líka, að hvergi sé vanrækt að minna á
málefnin, svo þeir, sem fúsir eru til að veita þeim lið,
leiði það ekki hjá sér vegna þess það fari fram hjá
þeim að það sé brýn þörf í sambandi við þetta málefnið
eða hitt. Þar hygg eg að hafi verið hvað mest vanræksla
hjá oss. Það er mín reynsla, að starfsmálin kristilegu
fái stuðning hjá fólki voru, þegar á þau er mint og hin
sérstaka þörf í það og það skiftið útskýrð. Þetta þarf
sérstaklega að rækja á þessu ári, svo að almenn hluttaka
í öllum málum vorum megi bæta upp erfiðleika þá, sem
árferðið hefir í för með sér. Prestarnir og safnaða leið-
togar þurfa að minnast skyldu sinnar í þessu efni. Svo
er nokkuð mismunandi hvernig árferðið hefir leikið