Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 10
328 þar hlut að máli. Hvað líkama mannsins snertir, ræð- ur arfgengi eflaust mestu. En er til sálarinnar kemur, má ekki gera svo mikið rir arfgengi, að það gleymist, að maðurinn er frjálsræði gædd vera, sem hefir mögu- leika til að hefja sig upp úr arfgengum tilhneigingum, en ekki einungis að lúta þeim. Hjá hverjum manni er einstaklingseðli, sem hvenær sem er getur brotið í bá.ga við meðfæddar tilhneiging- ar. Hver maður hefir mátt til að standa á móti straumum þeirra áhrifa, er hreyfa sér í innræti hans. Þrátt fvrir áhrif utan að frá og innan frá, finnum vér til þess að vér sjálf ráðum gerðum vorum. Hver mað- ur finnur til þess, að hann er frjáls. Öll lög hyggja á þeim grundvelli, að maðurinn sé frjáls og heri þess vegna ábyrgð á gerðum sínum. Annars væri aldrei rétt að láta neinn bera áhyrgð á verkum sínum, eða taka út heguing fyrir þau. Hjá hverjum manni er úrskurð- arvaldið í lífi hans sjálfs og um leið ábyrgðin á því. En ekki einungis er maðurinn gæddur viljakrafti og frjálsræði, til að verja hann því að vera einungis leiksoppur arfgengra áhrifa, heldur líka standa honum til boða guðleg áhrif, samkvæmt boðskap kristindóms- ins og reynslu kristinna manna, til að gefa honum nýjan þrótt til að standa gegn liinu ilka og leggja rækt við hið góða. Kristindómurinn, þar sem hann fær aðgang að lífi mannanna, vekur óbeit á hinu illa og kærleika til hins góða. “Hið fyrra er horfið, sjá alt er orðið nýtt.” IIví nefnum vér þetta? Einmitt vegna þess, að sú kenning er flutt nú víða, og það á áhrifamiklum stöð- um, að maðurinn sé algerlega háður arfgengum áhrif- um. Kringumstæðurnar geti að eins þroskað það, sem manninum er meðfætt. Ekkert er gert úr áhrifum krist- indómsins til að endurfæða manneðlið, né úr ábyrgð- inni, er maðurinn ber á lífi sínu. Það kveður svo ramt að, að þessi kenning rekur upp höfuðið jafnvel í kenslu- bókum miðskólanna, að maður ekki tali um fræðibækur, sem ætlaðar eru hærri skólum. Og t /o birtist þetta í

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.