Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.11.1923, Blaðsíða 22
340 inum, er þá Kristur málaöur eins fyrir nútíöinni eins og hann birt- íst sjálfur og eins og þeir sáu hann fyrir augum sér, er ruddu kristninni hina fyrstu 'braut? Eg ætla aö eins aö benda á eitt: Hver er sá, sem fyrstur dauölegra manna veitir Jesú lotningu, er hann kemur aö kenna? Það var maður, sem íét lífið hugrakkur í fangelsi fyrir það, að hann þorði að segja Heródesi sannleikann. Það var sá, sem Húkas lýsir þannig i æsku: “En sveinninn óx og varð þróttmikill í lund” ('Lúk. 1, 80). Væntum vér hins sama nú á dögum, að þróttlundin verði fyrst til að sýna 'honum lotningu? Eftir því sem eg þekki huga almennings, þá hugsar hann sér Jesú búinn hinum fegurstu einkennum kvenlundarinnar, en al- menningi kemur það stundum næsta óvart, þegar hetjueinkenni hans eru dregin fram. Lúter söng þó um Krist sem hetjuna, er berst með oss og fyrir oss. Og á síðustu öld talaði Grundtvig, af guð- móði skáldsins, um hetjuna, sem á krossi dó: “Enginn hug til hreysti brýndi hvassara þegar loginn brann”.—M. J. Eg minnist eigi annarar ræðu betur, en þeirrar, er eg heyrði einn lærisvein hans, Christopher Bruun, flytja fyrir ungum mönn- nm í Noregi, fyrir 13 árum. Hann talaði um hina fornu Róm- verja. Rakti úr sögu þeirra fegurstu dæmi hugprúðrar sjálfsfórn- ar og karlmensku. Oss virtist eigi auðuð' að benda á fegurri ein- kenni göfugrar hreysti og dáðadugs! En þá tók ræðumaður sér nýtt efni, svo sem hann segði: Nú skal eg sýna yður aðrar mynd- ir! Hann tók oss með sér niður í neðanjarðarfangelsið í Róm, og sýndi oss hvar hlekkirnir lágu múraðir fastir niður í klöppina, þeir er hneptir höfðu verið að fótum Eáls, áður en hann var leiddur á höggstokkinn. Hann dró upp ihetjumyndirnar af Pétri og honum. Rakti þrótteinkennin og hugprúðan sjálfsfórnarviljann, sem ekki lætur bugast við neitt, jafnvel ekki höggstokkinn og krossinn. — Síðan spurði hann: “Hvaðan var þeim kominn þessi kraftur, sem hetjuvalið á meðal þjóðanna beygði kné sín fyrir? Frá Jesú Kristi! — Frá honum, sem leggur sigrandi hönd sína á lítil barnshöfuðin, og gefur þó hetjunum kraft! Þessi gráhærði lærisveinn Grundtvigs gerði mér skiljanlegt, hvernig læriföðurnum tókst, með prestsdómi sínum, að umskapa heilar landsbygðir ættjarðar sinnar. Inn í land vort hefir aðeins komið ein trúarvakning, á dögum Hólabiskupsins fyrsta. Heilagur maður var Þorlákur biskup, eigi síður en Jón. Þó gerist ekki vakning út frá honum. Jón var bú- inn öllum einkennum karlmenskunnar, fremur en Þorlákur, þótt hvorki óttaðist Þorlákur helgi mannfjölda né vopnabúnað, er hann reið fyrstur fram í vopnakvína, er Jón Loftsson hafði gera látið heim að sáluhliði, er biskup vildi til kirkjunnar. Hún er djörf og karlmannleg, ræðan, er Jón flutti fyrir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.